Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 9635 svör fundust
Er blóð í kjötinu sem við borðum?
Þessari spurningu er óhætt að svara neitandi. Strax eftir slátrun eru skrokkar blóðtæmdir, og eru þannig blóðlausir að mestu við frekari vinnslu. Sá rauði vökvi sem kemur í ljós þegar til dæmis léttsteikt nautakjöt er skorið er í raun bara blóðlitað vatn. Það er fyrst og fremst litað af mýóglóbíni eða vöðvarauða, ...
Hvaða ráðherraembættum gegndi Sir Winston Churchill?
Winston Churchill (1874-1965) gegndi ýmsum ráðherraembættum á langri og viðburðaríkri ævi. Hann var ungur kjörinn á breska þingið og ekki leið á löngu þar til að honum voru falin ábyrgðarstörf. Hér að neðan er listi yfir ráðherrastörf Churchills, ekki eru alltaf til íslensk hugtök yfir embættin en reynt að nálgast...
Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig?
Eins og fram kemur í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hvað eru neglur? þá vaxa neglur mjög hægt, að meðaltali 0,1 mm á dag. Vaxtarhraðinn er þó breytilegur, til dæmis eftir því hvort um er að ræða neglur á tám eða fingrum, eftir árstíðum, aldri og kyni. Einnig geta sjúkdómar haft áhrif á hversu hra...
Hvað hefur Astrid Lindgren skrifað margar bækur?
Í svari Ólafs Páls Jónssonar við spurningunni Hvenær fæddist Astrid Lindgren og hvað hefur hún skrifað margar bækur? kemur fram að barnabækur hennar eru samtals 40 auk þess sem hún gerði fjöldann allan af myndabókum. Emil í Kattholti að tálga einn af sínum mörgu spýtukörlum. Um 40 kvikmyndir og sjónvarpsþæt...
Af hverju snýst jörðin í kringum sjálfa sig?
Sólkerfið okkar myndaðist fyrir um fimm milljónum ára þegar gríðarstórt gas- og rykský féll saman og myndaði sól og reikistjörnur. Áður en þetta gerðist var snúningur á skýinu og slíkur snúningur eða hverfiþungi, eins og hann er kallaður í eðlisfræði, varðveitist þegar skýið umbreytist. Þess vegna hefur sólin dálí...
Hvað eru ljósleiðarar?
Ljósleiðarar eru grannir þræðir úr gleri eða plasti sem geita leitt ljós frá einum stað til annars. Um miðja 19. öld sýndu menn fram á að hægt væri að leiða ljósið, til dæmis inni í vatnsbunu eða bognum glerstaut. Ljósleiðarar eru þess vegna ekki nýir af nálinni. Það var þó ekki fyrr en eftir miðja 20. öld sem ...
Úr hverju er Mars?
Kjarni reikistjörnunnar Mars er seigfljótandi og líklega að mestu úr járni en einnig brennisteini. Utan um kjarnann er svo möttull úr sílíkötum. Yfirborð Mars er að mestu talið vera úr basalti. Þó eru vísbendingar um að yfirborðið sé kísilríkara en venjulegt basalt, líkt og andesít á jörðinni. Stór hluti yfir...
Hvað er nostalgía?
Hér er einnig svarað spurningunum:Hvað merkir orðið nostalgía og í hvaða samhengi er það notað? Hvaðan er orðið nostalgía upphaflega komið og er til íslenskt orð yfir fyrirbærið? Aðrir spyrjendur eru: Viðar Valdimarsson, Ilmur Gísladóttir og Marteinn Marteinsson. Orðið nostalgía er aðkomuorð í íslensku annað ...
Hvernig geta ský orðið að mönnum?
Ef ég skil spurninguna rétt á spyrjandi við af hverju okkur finnst oft að ský séu í laginu eins og manneskjur, sérstaklega andlit. Líklegasta ástæðan er að aðrar manneskjur skipta okkur miklu máli. Það er til dæmis mikilvægt að við getum hratt og vel lesið í andlitsdrætti fólks til að vita hvernig því liður og hva...
Af hverju er það kallað að 'reka við' þegar maður prumpar?
Sögnin að reka er notuð í ýmsum samböndum með mismunandi fylgiorðum, forsetningum eða atviksorðum, til dæmis reka áfram, reka út, reka eftir einhverjum, reka í eitthvað og svo framvegis og hefur eftir því mismunandi merkingar. Í sambandinu reka við einhvers staðar er hún notuð um að hafa stutta viðkomu einhvers st...
Hvað er móhella?
Sennilega er orðið móhella ekki nákvæmlega skilgreint, en samkvæmt Þorleifi Einarssyni (bls. 190, Myndun og mótun lands. Jarðfræði. Mál og menning, 1991) er móhella lagskiptur harðnaður foksandur sem myndast hefur snemma á nútíma, skömmu eftir ísaldarlok. Slíkar foksandsmyndanir kallast löss í útlöndum, en eru að ...
Hvað éta álar?
Állinn (Anguilla anguilla) byrjar lífsferil sinn í Þanghafinu sem er í suðvestanverðu Norður-Atlantshafi. Hann lifir hins vegar mestan aldur sinn í ósöltu vatni þar sem hann nærist og vex. Állinn (Anguilla anguilla). Það má segja að állinn éti allt það sem að kjafti kemur og hann ræður við. Meðal annars leg...
Hvernig lætur maður kné fylgja kviði?
Orðasambandið merkir orðrétt að fella einhvern og halda honum niðri með hnénu. Það er einnig notað í yfirfærðri merkingu um að fylgja eftir sigri, sem unnist hefur, oft á harðneskjulegan hátt. Kviður merkir ‛magi’ og má sjá fyrir sér mann liggja á bakinu eftir fall í átökum og annan sem heldur honum niðr...
Hvað þarf til að frambjóðandi nái þingsæti?
Spurningin er hluti af lengri spurningu sem hljóðar svona: Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi, hvað þurfa flokkar mikla kosningu til að koma manni á þing o.s.frv.? Við bendum lesendum á að lesa svar sama höfundar við spurningunni Hvernig virkar kosningakerfið á Íslandi? en sérstaklega þó svarið við ...
Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið í Bandaríkjunum?
Fjölmargir hafa spurt Vísindavefinn um Þrælastríðið og efni tengt því. Hér er meðal annars að finna svör við spurningunum: Hvað getið þið sagt mér um Þrælastríðið sem var milli suður- og norðurríkja Ameríku þegar svertingjar voru þrælar? Af hverju kallast bandaríska borgarastyrjöldin („civil war“) „Þrælastríðið“...