Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6067 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða regla gildir um það hvort fólk er statt í eða á landi (á Íslandi, í Þýskalandi)?

Vísindavefurinn fékk aðra sambærilega spurningu sem einnig er svarað hér. Hún er svohljóðandi: Hvers vegna býr maður á Íslandi en í Hollandi, á Ítalíu og í Ástralíu? Og hvers vegna í Ólafsvík en á Hólmavík? Algeng málvenja er að nota á um stærri eyjar en í um lönd. Til dæmis er sagt á Íslandi, á Grænlandi, á Bret...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er hamskipti og tvífaraminni í bókmenntum og fer þetta tvennt stundum saman?

Hamskipti eru algeng í bókmenntum. Mikið er um þau í goðsögum og þjóðsögum en hamskipti eru einnig að finna í ýmsum öðrum tegundum bókmennta, til dæmis í vísindaskáldsögum og fantasíu. Með orðinu hamskipti er átt við að ásýnd persónu breytist en innræti hennar ekki. Persónan skiptir um ytri ham líkt og slanga. ...

category-iconSálfræði

Af hverju roðnum við þegar eitthvað vandræðalegt gerist?

Roði í kinnum, til dæmis þegar við blygðumst okkar eða erum feimin, kemur fram við svonefnt flótta- eða árásarviðbragð (e. flight-or-fight response). Við verðum líka rjóð í vöngum þegar við reynum á okkur og eins fáum við stundum roða í kinnarnar eftir fullnægingu og þá má nefna roðann kynroða eins og fram kemur í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju heita Rauðahaf og Svartahaf þessum nöfnum?

Það er nú einu sinni svo að fyrirbæri fá oft nöfn sem lýsa útliti þeirra eða eiginleikum. Stundum er auðvelt að átta sig á hver vísunin en í öðrum tilfellum liggur málið ekki eins ljóst fyrir. Rauðahafið er dæmi um það, þar sem það er vanalega blágrænt á lit en ekki rautt. Nokkrar kenningar eru til um uppruna naf...

category-iconNæringarfræði

Af hverju getur nammi ekki verið hollt?

Sælgæti eða nammi, inniheldur yfirleitt mikinn sykur, og er þar af leiðandi orkuríkt, en hefur lítið af nauðsynlegum næringarefnum eins og fram kemur í svari við spurningunni Úr hverju er nammi? Vissulega þurfum við á orku að halda til þess að líkami okkar starfi rétt. Við þurfum meira að segja að fá töluver...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er átt við með fljótandi gengi?

Sagt er að gengi gjaldmiðils fljóti ef það ræðst á markaði á hverjum tíma, það er fer eftir því hve mikið markaðsaðilar eru reiðubúnir að greiða fyrir viðkomandi gjaldmiðil í erlendri mynt. Andstaðan við fljótandi gengi er fast gengi. Þá er gengið ákveðið af einhverjum, oftast seðlabanka viðkomandi ríkis. Þrátt...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju verður rauðvín blátt þegar það blandast vatni?

Rauðvín hafa mismunandi blæ en einkennast öll af djúprauðum lit. Eins og vínáhugamenn vita kemur litur rauðvínsins úr hýði dökkra vínberja á meðan hvítvín eru unnin úr ljósum eða grænum vínberjum þar sem hýðið er að öllu jöfnu skilið frá. Það eru fjölmörg mismunandi litarefni í hýði berjanna, aðallega fenólefn...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er maður fljótari að sjóða vatn uppi á fjalli en niðri við sjó?

Við segjum að vatn sé farið að sjóða þegar loftbólur eru teknar að myndast í vatninu og fljóta upp að yfirborði þess. Þetta gerist vegna þess að hluti vatnsins fer úr vökvaham (fljótandi vatn) yfir í gasham (vatnsgufa) og myndar þá loftbólurnar í vatninu. Þá er sagt að vatnið hafi náð suðumarki sínu, en það eru mö...

category-iconStjórnmálafræði

Fá forsetar Íslands sérstakt skjaldarmerki? Hvernig líta þau út?

Tilgangur skjaldarmerkja er eins og nafnið gefur til kynna, að vera merki fyrir ákveðinn hóp, ætt, samfélag eða ríki. Skjaldarmerki Íslands er þannig auðkenni stjórnvalda ríkisins. Forseti Íslands á sitt eigið merki. Það tilheyrir embættinu en ekki persónunni sem gegnir því. Merkið hefur fylgt forsetaembættinu frá...

category-iconLandafræði

Hver eru höfin sjö?

Spurningin í fullri lengd var: Við hvaða höf er átt þegar talað er um höfin sjö? Talað hefur verið um höfin sjö í þúsundir ára en sagt er að rekja megi hugmyndina eða orðatiltækið að minnsta kosti til Súmera um 2300 f.Kr. Merkingin sem lögð er í orðatiltækið höfin sjö er ekki alltaf hin sama og hún móta...

category-iconJarðvísindi

Hvar eru helstu jarðskjálftasvæðin í heiminum?

Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Langflestir jarðskjálftar tengjast hreyfingum þessara fleka. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum (hjárek), ýtast hvor frá öðrum (frárek), eða þrýstast hver undir annan (samrek). Á öllum þessum flekasamskeytum byg...

category-iconVísindi almennt

Hvað getur þú sagt mér um heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna?

Á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfi mannsins, sem haldin var í Stokkhólmi árið 1972, viðurkenndu ríki nauðsyn verndunar þar sem „það skaðar arfleifð allra þjóða heims ef einhver hluti hinnar menningarlegu eða náttúrulegu arfleifðar spillist eða hverfur“. Á sama ári var á þingi Menningarmálastofnunar Same...

category-iconHugvísindi

Hvað var Austurlandahraðlestin?

Austurlandahraðlestin (e. Orient Express) var lest sem gekk á milli Parísar og Istanbúl á árunum 1883-1977. Reyndar breyttist leiðin sem lestin fór á þessum tíma, bæði vegna samgöngubóta og annarra aðstæðna. Eftir 1977 hætti lestin að ganga alla leið til Istanbúl en nafnið Austurlandahraðlestin hélst áfram á annar...

category-iconStærðfræði

Hvað eru ferningstölur og teningstölur?

Ferningstala er heiltala sem er jöfn annarri heiltölu eða sjálfri sér í öðru veldi. Með öðrum orðum er heiltala $a$ ferningstala ef skrifa má $b^2=b\cdot b=a$, þar sem $b$ er heiltala. Eins má segja að heiltala $a$ sé ferningstala ef kvaðratrótin af $a$, $\sqrt{a}$, er heiltala. Lesa má um veldi og rætur á vef ísl...

category-iconMenntunarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Birna María Svanbjörnsdóttir rannsakað?

Birna María B. Svanbjörnsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar í starfi og rannsóknum tengjast einkum námi í víðum skilningi og viðleitni við að brúa bilið milli fræða og starfs á vettvangi. Helstu áhugasvið hennar eru starfsþróun og starfshættir í skólastarfi sem stuðla að me...

Fleiri niðurstöður