Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 942 svör fundust
Hvað er að vera 'gamall í hettunni' og hvaðan er orðatiltækið sprottið?
Orðatiltækið að vera gamall í hettunni í merkingunni ‛vera reyndur, hafa fengist lengi við eitthvað’ er ekki gamalt í íslensku máli. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu „Safn af íslenzkum orðskviðum“ sem Guðmundur Jónsson tók saman og gaf út í Kaupmannahöfn 1830. Giskað hefur verið...
Hvað eru vébönd?
Nafnorðið vé hefur fleiri en eina merkingu. Það var notað í eldra máli um bústað, heiðinn helgistað, helgidóm og í skáldamáli um gunnfána, stríðsfána. Með orðinu vébönd er átt við bönd kringum helgan stað þar sem dómari átti sitt sæti og réttur var haldinn. Í Egils sögu er véböndum á Gulaþingi í Noregi lýst þannig...
Hvers konar „vortis“ er í orðinu innvortis?
Síðari liðurinn –vortis í innvortis og útvortis er tökuorð úr dönsku, indvortes og udvortes. Þau eru aftur fengin að láni frá lágþýsku inwordes, inwerdes og utwordes, utwerdes í merkingunni 'sem snýr inn; sem snýr út.’ Síðari liðurinn er skyldur latnesku sögninni vertere 'snúa’. Síðari liðurinn í lágþýsku orð...
Er málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski?
Upprunalega spurningin hljómaði svona: Er það málfræðilega rétt að segja að það sé kjöt á fiski? Það er að segja að þegar maður verkar fiskinn sé flakið kallað kjöt. Orðið kjöt er langoftast notað í merkingunni 'hold (einkum af spendýrum)’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er aðeins ein heimild um að kjöt sé...
Hvers konar lukkupott geta menn dottið í?
Orðið lukkupottur er til í málinu frá lokum 18. aldar í sambandinu að grípa í lukkupottinn samkvæmt ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Merkingin virðist vera að ‘láta tilviljun ráða’. Heldur yngra dæmi frá Eggerti Ólafssyni sýnir aðra merkingu: ,,Það er viðtekinn málsháttr utanlands, að sá hafi gripið í lukkupottin...
Orðið vanræksla er mikið notað þessa dagana. Hversu gamalt er það í málinu?
Orðið vanræksla hefur hljómað hátt að undanförnu í umræðunni um orsakir efnahagshrunsins. Því bregður meðal annars alloft fyrir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Merking orðsins er skýrð þannig í Íslenskri orðabók:það að rækja e-ð ekki, láta e-ð ógert, vanhirða, hirðuleysi Orðið er augljóslega leitt af sög...
Hvað þýðir eiginlega kumpáni?
Orðið kumpán(n), kumpáni, einnig ritað kompáni og í eldra máli kompán(n), merkir 'félagi, náungi, kunningi' og í eldra máli 'maki'. Elst dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans er um ritháttinn kompán frá miðri 16. öld sem bendir til að orðið geti verið eldra í málinu þar sem söfnun Orðabókarinnar hefst við 1540. Ef að ...
Hvaðan kemur orðið afleggjari og hvað merkir það?
Orðið afleggjari er notað um græðling sem skorinn eða klipptur er af plöntu, settur í vatn eða beint í mold og látinn skjóta rótum. Orðið er líka haft um veg eða vegarspotta út frá aðalbraut. Það er fengið að láni úr dönsku, aflægger, á fyrri hluta 20. aldar. Reynt var að amast við orðinu, til dæmis eftirfarandi ...
Hvað merkir „gródirskur“ hjá Þórbergi Þórðarsyni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað þýðir orðið „gródirskur“ eins og Þórbergur Þórðarson ritar oft í sínum bókum og bréfum? Ég hygg að átt sé við lýsingarorðið gróteskur ‘fáránlegur, afskræmilegur, hlægilegur’. Það er tökuorð í íslensku, líklega úr dönsku grotesk eða þýsku grotesk. Í ensku og frö...
Hvað er þetta tandur í því sem er tandurhreint?
Orðið tandur merkir ‘eldur, smáneisti’ og þekkist þegar í fornu máli. Ekkert dæmi fannst þó í ritmálssafni Orðabókar Háskólans. Annað orð sömu merkingar og af sama uppruna er tandri sem kemur fyrir í skáldamáli og sem fornnorskt viðurnefni á 14. öld. Þá má nefna sögnina að tandra, sem dæmi er um frá 17. öld, og sö...
Hvað er tremmi, eins og í 'tremma mörg stig'?
Tremmi er vel þekkt slanguryrði sem í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar er þýtt sem 'brennivínsæði'. Í læknisfræði er brennivínsæði íslenskun á fræðiheitinu 'Delirium tremens' sem er notað um hættuleg fráhvarfseinkenni eftir langvarandi áfengisneyslu, svo sem mikinn skjálfta og ofskynjanir. Hægt er að lesa meira ...
Hvernig verður manni ekki um sel?
Orðatiltækið vera eða verða ekki um sel merkir að ‘lítast ekki á blikuna, vera kvíðinn, áhyggjufullur’. Vera ekki um sel virðist eldra í málinu og er bein merking þess að líka ekki við selinn, vera ekki um selinn gefið (sbr. Íslenzkt orðtakasafn Halldórs Halldórssonar 1968 og síðar). Elsta dæmi um það í söfnum Orð...
Hvað merkir orðið egó á íslensku, hvaðan er það komið og hvenær var farið að nota það hérlendis?
Lára Björk bætir við: „Hefur merking þess breyst í gegnum tíðina?“ Hér er einnig svarað spurningu Öldu Sveinsdóttur: „Hvað er egóisti?“ Orðið egó, ‘ég’, er komið úr latínu og er þar persónufornafn í fyrstu persónu eintölu nefnifalli. Á síðari hluta 19. aldar var farið að nota orðið egó að erlendri fyrirmynd, da...
Hvaða döf er átt við þegar eitthvað er á döfinni?
Orðið döf hefur fleiri en eina merkingu: lend,hvíld, deyfð, drungi,einskonar bálkur eða bekkur,spjót, spjótskaft í fornu skáldamáli,bleyta, óhreinindi. Halldór Halldórsson (1958:66–68) tengir orðtakið að vera á döfinni við fyrstu merkinguna og sama gerir Ásgeir Blöndal Magnússon (1989:143). Merkingin er ‚ver...
Hvaða sprakki er þetta þegar forsprakki er nefndur til sögunnar?
Upprunalega spurningin var: Hvers konar fyrirbæri er sprakki? Og ef til er eitthvað sem heitir forsprakki, liggur þá ekki beint við að álykta að einhvern tíma hafi verið til baksprakki? Orðið sprakki er einkum notað eitt sér í skáldamáli um röskleikakonu, kvenskörung. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er ...