Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 807 svör fundust

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna eru mörk hljóðmúrsins breytileg eftir hæð?

Þegar þotur ná hljóðhraða rjúfa þær svokallaðan hljóðmúr og gríðarlegur hávaði heyrist. Mörk hljóðmúrsins eru breytileg eftir hæð vegna þess að hljóðhraðinn í lofti vex með hita þess og hitinn breytist með hæð. Hitinn lækkar reyndar með hæð í lofthjúpnum upp að veðrahvörfum, það er að segja á mestöllu því svæði se...

category-iconEfnafræði

Hvað eru samsætur?

Frumeindir (atóm) samanstanda af jákvætt hlöðnum kjörnum og neikvætt hlöðnum rafeindum á sveimi umhverfis kjarnana. Frumeindakjarnar samanstanda ennfremur af jákvætt hlöðnum róteindum og óhlöðnum nifteindum. Fjöldi róteinda segir til um sætistölu viðkomandi frumeinda og er hún einkennandi fyrir viðkomandi frumefni...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?

Harðsperrur eru afleiðing skemmda sem verða í vöðvum þegar þeir framkvæma vinnu. Harðsperrur koma helst þegar vöðvi myndar kraft um leið og hann lengist en það kallast eftirgefandi vöðvastarf eða bremsukraftur. Krafturinn sem einstakar vöðvafrumur geta myndað er mestur undir slíkum kringumstæðum. Vöðvasýni ú...

category-iconHeimspeki

Hverjir eru kostir og gallar klónunar?

Áður en lengra er haldið þarf að gera greinarmun á tvenns konar tilgangi með einræktun, læknisfræðilegum tilgangi og æxlunartilgangi, og skoða síðan kosti og galla hvors um sig. Einræktun í æxlunartilgangi gæti gefið fleirum kost á að eignast börn sem væru líffræðilega tengd þeim sjálfum. Enga sæðisfrumu þarf í...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig sjá kettir?

Sjón katta er ákaflega vel þróuð. Kettir sjá í þrívídd líkt og við mennirnir en slík sjón er algeng hjá rándýrum því þau þurfa að meta fjarlægðir og afstöðu hluta í rúmi til dæmis þegar þau eru á veiðum. Rannsóknir á sjón katta bendir til þess að þeir séu frekar nærsýnir þannig að veiðidýr eða hlutur sem er nálægt...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða hlutverki gegnir taugabolur og taugasími í taugafrumum?

Taugafrumur eða taugungar eru mjög sérhæfðar frumur. Hlutverk þeirra er að flytja taugaboð frá einum stað til annars í líkamanum. Taugaboð eru dauf raf- og efnaboð. Rafboð myndast þegar taugungur verður fyrir áreiti, til dæmis þegar ljós fellur á taugung í sjónu augans eða heitur hlutur áreitir sársaukaskynfrumu í...

category-iconLæknisfræði

Af hverju verður maður þróttlaus og þreyttur þegar maður fær flensu?

Líklegt svar við þessu er að sýkingin veldur því að efnaskiptahraði fruma líkamans eykst, ekki síst hjá þeim frumum sem tilheyra ónæmiskerfinu, en þær „fara á fullt” þegar sýkill berst inn í líkamann. Það krefst orku að mynda mótefni, önnur efni og frumur sem þarf til að ráða niðurlögum sýklanna. Veikindum fyl...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvert er hlutverk sogæðakerfisins?

Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Hvar liggur sogæðakerfið helst og hvernig vinnur það? Hefur sogæðanudd sannað árangur sinn? Vessi er blóðvökvi sem síast út úr háræðum blóðrásarkerfisins í vefina þar sem hann verður að millifrumuvökva og að lokum að vessa sem safnast í grannar rásir, svokallaðar vessa...

category-iconLífvísindi: almennt

Hafa flóknari heilkjarna lífverur fleiri litninga en þær einfaldari?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Fer það eftir því hversu flókin heilkjarna lífvera er hversu marga litninga hún hefur í hverri frumu? Litningar bera erfðaefni lífvera. Fjöldi þeirra er mismunandi milli lífvera og gerðirnar einnig. Mestur munur er á byggingu litninga baktería, sem eru einnig kallaðar ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að klóna manneskju?

Miðað við það hversu margar tegundir spendýra hafa verið einræktaðar (klónaðar) er ekki loku fyrir það skotið að hægt væri að klóna manneskju. Það er því, að minnsta kosti fræðilegur, möguleiki á því hægt sé að klóna manneskju. Slík klónun fæli í sér að erfðaefni einnar manneskju væri komið fyrir í virkjuðu en kja...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Sjást veirur í smásjá?

Hér er einnig að finna svar við fjölmörgum spurningum sem hafa borist Vísindavefnum um rafeindasmásjá. Hefðbundin (ljós)smásjá nýtir linsur til að stækka mynd af þeim hlutum sem verið er að skoða. Skrifa má jöfnu fyrir hámarks upplausn í slíkri smásjá, það gerði þýski eðlisfræðingurinn Ernst Abbe (1840-1905) fy...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Morse-kóði og hvernig verkar hann?

Morse-kóði er gamalt samskiptaform þar sem hver bókstafur er táknaður með ákveðnum fjölda punkta og strika. Sem dæmi er bókstafurinn A í Morse-kóðanum táknaður með punkti og bandstriki eins og hér er sýnt: A = .- Þetta táknkerfi var notað í svokölluðum ritsíma (e. telegraph), til dæmis á skipum og í lestum til ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast albínóar meðal allra dýrategunda?

Albínismi er þekkt erfðafræðilegt ástand hjá öllum hryggdýrum. Albínóar finnast einnig meðal skordýra, til að mynda eru til hvítingjar af fiðrildategundinni Erebia epiphron silesiana. Orsökin fyrir albínisma liggur í stökkbreytingu í geni sem tjáir ensímið týrósínasa en það leikur mikilvægt hlutverk í myndun me...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er munurinn á slettum, slangri og tökuorðum?

Með orðinu sletta er átt við orð eða samband orða sem borist hefur inn í tungumál úr öðru máli en er ekki viðurkennt þar sem það hefur ekki aðlagast hljóð- eða beygingarkerfinu. Í íslensku er helst talað um dönsku- eða enskuslettur. Enska orðið sjeik 'mjólkurhristingur' er til dæmis merkt ?? í nýju orðabókinni frá...

category-iconBókmenntir og listir

Hver er útgefandi bókarinnar Róbinson Krúsó?

Fáar bækur hafa verið gefnar út oftar en sagan af Róbinson Krúsó eftir Englendinginn Daniel Defoe (1660-1731). Ein heimild telur að við lok 19. aldar, tæpum 200 árum eftir að sagan kom fyrst út, hafi verið til rúmlega 700 útgáfur af Róbinson Krúsó. Síðan þá hafa margfalt fleiri útgáfur af bókinni komið út og ómögu...

Fleiri niðurstöður