Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1817 svör fundust
Hver var Bríet Bjarnhéðinsdóttir og hvert var framlag hennar til kvenréttindabaráttu á Íslandi?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Ég er að gera ritgerð um kosningabaráttu kvenna og Bríeti Bjarnhéðinsdóttur en mér gengur svolítið illa. Getið þið sent mér einhverjar upplýsingar um þetta? Bríet Bjarnhéðinsdóttir stóð í mörgu gegnum ævina: Hún stofnaði og ritstýrði Kvennablaðinu, átti frumkvæði að stofnun...
Hvernig varð 'Erlendur' íslenskt karlmannsnafn? Ég er Englendingur og mér finnst undarlegt að nefna barn 'Foreign'!
Ekki eru allir sammála um merkingu nafnsins Erlendur. Flestir telja þó að um sama orð sé að ræða og lýsingarorðið erlendur í merkingunni ‘útlendur, frá öðru landi’. Upphaflega hafi þá verið um viðurnefni að ræða sem síðar hafi fest sem eiginnafn. Fyrri liðurinn væri þá forskeytið er- (eldra ør-) og síðari liðurinn...
Hvað getur þú sagt mér um árið 1918?
Árið 1918 var viðburðaríkt bæði hér á landi og víða annars staðar í heiminum. Það væri vel hægt að skrifa mörg svör um það sem gerðist á árinu en hér verður látið nægja að segja í stuttu máli frá nokkrum viðburðum. Sagt er frá atburðunum að mestu leyti í tímaröð, fyrst frá því sem gerðist úti í heimi og svo frá in...
Fyrir hvað voru Nóbelsverðlaunin í efnafræði veitt árið 1918?
Nóbelsverðlaunin eru líklega þekktustu verðlaun heims á eftir Óskarsverðlaununum. Nóbelsverðlaununum var fyrst úthlutað árið 1901. Sænska akademían sá þá um úthlutun í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði og bókmenntum en norska Stórþingið veitti friðarverðlaun Nóbels. Hagfræðiverðlaun hafa verið veitt frá því 1969....
Hvað er "landfræðileg alin"?
Menn hafa notað einhvers konar lengdareiningar frá alda öðli. Elstu einingarnar miðast nær allar við við mannslíkamann: Þumlungur eða tomma, spönn, fet, alin, stika, faðmur og svo framvegis. Og við veljum okkur einingu eftir því hvað við ætlum að mæla. Þess vegna tilgreinum við, jafnvel enn þann dag í dag, lengd á...
Hvað eru freknur?
Freknur eru litlar skellur af litarefninu melaníni í húðinni. Þær eru mjög mismunandi á stærð, oftast álíka stórar og títuprjónshaus en geta runnið saman og þá orðið stærri. Freknur myndast við sams konar ferli og þegar við verðum sólbrún (sjá svar sama höfundar við spurningunni Hvers vegna verðum við brún af því ...
Hvað getið þið sagt mér um fléttur?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hvað geturðu sagt mér um fléttur? Hver er stofn þeirra, er einhver samkeppni og hvert er kjörbýli þeirra? Fléttur eru sambýli sveppa og ljóstillífandi lífveru, ýmist blábaktería (e. cyanobacteria) eða grænþörungs. Sveppurinn er oftast ráðandi aðilinn í sambandinu og er nafn fl...
Hvað eru margar tegundir af þröstum hér á landi?
Stutta svarið er að hér á landi verpa tvær tegundir þrasta að staðaldri og þriðja tegundin óreglulega. Skógarþröstur (Turdus iliacus) hefur verpt hér á landi frá alda öðli. Hann er mjög algengur og útbreiddur á láglendi um allt land. Hann verpir helst í alls konar skóglendi, mest í birkiskógum, ræktuðum skógum...
Hverjir voru musterisriddararnir sem talað er um í bókinni Da Vinci lykillinn?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hverjir voru musterisriddararnir og hver var tilgangur þeirra? Eru þeir ennþá til? Hvað er vitað um riddararegluna sem kennd er við musteri Salómons? Árið 1118, tuttugu árum eftir að krossfarar unnu Jerúsalem, komu nokkrir franskir riddarar á fund patríarkans í borginni, en hann...
Hvað þýðir skammstöfunin et al. í tilvitnanasvigum?
Skammstöfunin et al. er latína og er hún notuð á tvo vegu. Annar vegar er et al. stytting á 'et alibi' en það þýðir 'og annars staðar'. Þegar et al. kemur á eftir ákveðinni tilvísun getur því verið átt við að tilvísunina sé einnig að finna annars staðar, þótt ekki sé tilgreint nákvæmlega hvar. Hins vegar er ska...
Getið þið sagt mér allt um hina ógnvænlegu basilíuslöngu?
Basilíuslangan, eða basilískan (e. basilisk), er kynjadýr úr evrópskum þjóðsögum. Pliníus eldri (uppi á 2. öld) lýsir henni í bók sinni Naturalis Historiae sem 12 þumlunga langri (um 30 sm) og með kórónulaga blett á höfði. Af þessum bletti fær hún nafn sitt, en gríska orðið 'basilius' merkir 'konungur'. Basilískan...
Hvað er Guffi?
Aðrir spyrjendur eru: María J., Guðni Líndal, Hákon Arnarson og Benjamín Sigurgeirsson. Teiknimyndapersónan Guffi er hundur, en ólíkt hundum eins og Plútó er Guffi gerður mannlegur; hann getur bæði talað og gengið uppréttur. Guffi er vinur Mikka músar og er aðstoðarmaður hans í mörgum svaðilförum. Hann er góðhj...
Hvað varð um París og Helenu fögru?
París var sonur Príamosar konungs í Tróju. Hann hafði numið á brott Helenu fögru, drottningu Menelásar konungs í Spörtu og af þeim sökum braust út Trójustríðið (sjá nánar í svari Geirs Þ. Þórarinssonar við spurningunni Hvernig og hvers vegna var Trójustríðið háð?). Gríska hetjan Fíloktetes drap París Trójuprins...
Hvað er raftónlist?
Raftónlist (e. electronic music) er stundum notað sem samheiti yfir alla þá tónlist sem sköpuð er með rafmagnstækjum. Samkvæmt þessari skilgreiningu er til dæmis hægt að spila raftónlist á rafmagnsgítar, hljóðgervil, tölvu eða theremin. Samkvæmt máltilfinningu okkar virðist þó íslenska orðið raftónlist helst ...
Af hverju er Óðinn eineygður?
Óðinn er æðstur og elstur ása í Ásatrú. Hann er alfaðir ása. Kona Óðins nefnist Frigg og hún er ein af ásynjum Ásgarðs. Synir þeirra eru Þór, Týr, Baldur, Höður og Váli. Óðinn er sonur Bors og Bestlu. Þau áttu einnig Vilja og Vé en ásamt þeim skapaði Óðinn jörðina og himininn. Óðinn skapaði mannfólkið ásamt Hæ...