Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1045 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið grameðla, á flestum öðrum tungumálum heitir þessi risaeðla tyrannosaurus?

Það er rík hefð fyrir því á Íslandi að taka ekki beint upp erlend heiti heldur íslenska þau. Það á einnig við við um heiti dýra. Þegar að er gáð er alls ekki út í hött að nota heitið grameðla yfir risaeðlutegundina sem á latínu kallast Tyrannosaurus rex. Grameðla (Tyrannosaurus rex). Gramur er gamalt orð yfir...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað merkir örnefnið Ok?

Ok heitir dyngja ein við vesturenda Langjökuls, næstum 1200 m há. Jökull hefur legið ofan á fjallinu um langa hríð en er nú óðum að hverfa. Nafnið merkir 'ávöl hæð' eða 'bunga' og á vel við landslagið. Nafnið er ekki ungt, kemur þegar fyrir í Harðarsögu og Hólmverja. Í Lýsingu Borgarfjarðarsýslu frá 1854 (Mýra...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju er kívífuglinn í útrýmingarhættu?

Í þéttum skógum Nýja-Sjálands, sem sluppu við við ágang og eyðileggingu landnema, hefur einum alsérstæðasta núlifandi fugli í fánu jarðar tekist að halda velli. Þessi heimkynni hans eru nú sem betur fer vernduð með viðamiklu og öflugu neti þjóðgarða. Hér er um að ræða kíví eða kívífuglinn, sem frekar ætti að ta...

category-iconJarðvísindi

Hvaða munur er á hugtökunum náttúruhamfarir og náttúruvá?

Mörgum, einkum almenningi og fjölmiðlafólki, er tamt að tala og hugsa um eldgos sem náttúruhamfarir og greina þau þannig frá öðrum og minna áberandi fyrirbærum í náttúrunni. En hvað eru þá náttúruhamfarir? Þetta hugtak er nokkuð loðið og skilgreining þess alls ekki einföld. Náttúruhamfarir hér þurfa ekki að vera n...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað hefur vísindamaðurinn Kári Helgason rannsakað?

Kári Helgason er stjarneðlisfræðingur við Raunvísindastofnun Háskóla íslands. Flest rannsóknarverkefni hans snúa að svokölluðu bakgrunnsljósi alheimsins, en það er uppsöfnuð birta allra þeirra stjarna sem skinið hafa í alheimssögunni. Bakgrunnsljósið hefur því að geyma mikilvægar upplýsingar um myndun og þróun ve...

category-iconNæringarfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Inga Þórsdóttir rannsakað?

Inga Þórsdóttir hefur kennt næringarfræði við Háskóla Íslands frá árinu 1989. Hún varð prófessor við námsbraut í matvælafræði í efnafræðiskor Raunvísindadeildar 1997, sem síðar varð Matvæla- og næringarfræðideild við Heilbrigðisvísindasvið skólans. Inga er forseti Heilbrigðisvísindasviðs síðan 2012. Rannsóknir Ing...

category-iconEfnafræði

Af hverju verður silfurborðbúnaður hreinn þegar hann er látinn liggja í matarsóda, soðnu vatni og álpappír?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Þegar ég fægi silfrið mitt þá set ég matarsóda og álpappír út í sjóðandi vatn, hendi silfrinu úti og bíð róleg um stund. Svo tek ég upp skínandi fínt silfur en álpappírinn verður svartur. Hvað gerist? Silfur (Ag) dökknar með tíð og tíma þegar það hvarfast við brenni...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fara hreindýratalningar fram?

Fyrsta opinbera talningin á hreindýrum var haustið 1939 en þá fór Helgi Valtýsson að tilstuðlan Viðskiptamálaráðuneytisins ríðandi í Kringilsárrana til að telja hreindýr. Þann 22. desember sama ár voru samþykkt lög frá Alþingi þar sem heimilað var að skipa sérstakan hreindýraeftirlitsmann og skyldi hann meðal ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær fæddist og dó Claude Monet?

Oscar-Claude Monet var franskur myndlistamaður og einn af forsprökkum impressjónismans, listastefnu sem fram kom á seinni hluta 19. aldar. Á myndum í anda impressjónisma er lögð áhersla á að sýna samspil ljóss og lita. Claude Monet fæddist 14. nóvember árið 1840 í París, Frakklandi. Fjölskylda hans flutti til ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað kallast kvenfugl og karlfugl rjúpunnar?

Rjúpa (Lagopus muta) er fugl af orraætt, staðfugl á Íslandi og víðar á norðurslóðum. Heitið getur líka vísað til annarra skyldra fugla sem að jafnaði finnast ekki hér á landi, svo sem dalrjúpu og lyngrjúpu. Til aðgreiningar frá þeim er sú tegund sem finnst hér á landi nefnd fjallrjúpa. Karri (kerri, keri, rjúpk...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju kalla Íslendingar Hvíta-Rússland ekki Belarus eins og landið heitir?

Í mörgum tilvikum hefur sú hefð myndast að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Má þar nefna sem dæmi að við tölum um Þýskaland en ekki Deutschland, Svíþjóð en ekki Sverige, Kaupmannahöfn en ekki København. Myndast hefur hefð að staðfæra nöfn á löndum og borgum. Hér má sjá Strusta-vatn í Hvíta-Rússlandi. Nafnið ...

category-iconFélagsvísindi

Hvað eru afleiður og þá afleiðustöður og notkun þeirra í fyrirtækjarekstri?

Afleiður (e. derivatives) eru mjög víður flokkur verðbréfa sem öll hafa það sameiginlegt að greiðsluskylda útgefanda og þar með verðmæti afleiðanna fer eftir verðþróun annarrar eignar (hugsanlega margra). Nafnið vísar því til þess að verðmæti afleiðanna leiðir af verðþróun annarra eigna. Þær eignir sem afleiðurnar...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er munurinn á Rússlandi og Hvíta-Rússlandi?

Rússland er langstærsta land heims, um 17.098.000 km2 eða nær tvöfalt stærra en Kanada sem kemur þar á eftir. Landið er þó aðeins í áttunda sæti yfir fjölmennustu ríki heims með rúmlega 143 milljónir íbúa. Stærsti hluti Rússlands tilheyrir Norður-Asíu en svæðið vestan Úralfjalla tilheyrir Evrópu eins og lesa má um...

category-iconFélagsvísindi

Hvenær og af hverju var byrjað að halda upp á áramótin á Íslandi?

Mjög breytilegt er og hefur verið um heim allan hvenær haldið er upp á áramót. Sem dæmi má nefna að Kínverjar hafa eigin áramót sem lúta allt öðrum reglum en hér á Vesturlöndum. Í Evrópu var byrjun ársins lengi vel einnig mjög á reiki. Rómverjar höfðu í öndverðu látið árið hefjast 1. mars og mánaðarheitin bera...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvenær var uppþvottavélin fundin upp?

Upprunalega hljóðaði spurningin svonaHvenær kom fyrsta uppþvottarvélin til Íslands og hvenær urðu þær algengar á íslenskum heimilum? Fyrstu uppþvottavélarnar voru gerðar í Bandaríkjunum um miðja 19. öld. Leirtaui og borðbúnaði var snúið í þessum vélum með handafli á meðan vatn sprautaðist yfir. Þessar fyrstu vé...

Fleiri niðurstöður