Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5299 svör fundust
Hvernig fann Eratosþenes ummál jarðar svo nákvæmlega meira en 200 árum fyrir Krist?
Á þriðju öld fyrir Krist tókst Eratosþenesi að reikna ummál jarðarinnar með nokkuð góðri nákvæmni. Aðferðina sem hann beitti má skýra með meðfylgjandi mynd. Eratosþenes vissi að á hádegi um hásumar falla ljósgeislar frá sólinni beint ofan í brunn í borginni Sýenu við Níl. Sólin er því beint yfir henni á þessum ...
Hvað er rafgas (plasma)? Er hægt að framleiða það á rannsóknarstofu?
Rafgas er gas sem er jónað að hluta eða að fullu og inniheldur rafeindir, jónir, hlutlausar frumeindir og sameindir. Fulljónað rafgas inniheldur einungis rafeindir og jónir en hlutjónað rafgas inniheldur jafnframt hlutlausar agnir. Megnið af alheiminum er rafgas. Iður stjarna og gufuhvolf þeirra, gaskennd geimþoka...
Hvað er ísöld og hvenær myndast hún?
Ísöld nefnist það þegar loftslag kólnar svo mjög um alla jörðina að jöklar þekja stór svæði sem ella væru auð, bæði á norður- og suðurhveli. Miðað er við að síðasta ísöld hafi hafist fyrir um 2,6 milljón árum (þó jöklar á norðlægum slóðum hafi tekið að vaxa fyrr), og þegar hún var í hámarki náðu heimskautajöklar l...
Hví eru allar farþegaþotur lágþekjur?
Flugvélum má skipta í 3 flokka eftir hæðarstaðsetningu vængja þeirra: Miðþekja: vængur er staðsettur á miðju skrokks. Lágþekja: vængur er staðsettur við botn skrokks. Háþekja: vængur er staðsettur við topp skrokks. Miðþekja býður upp á minnstu loftmótstöðuna en er ekki hagkvæm í farþega- og flutninga...
Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum?
Eins og eðlilegt er hefur mikið verið spurt um þessi efni hér á Vísindavefnum og er hér með einnig svarað eftirfarandi spurningum: Eru til einhverjar sannanir fyrir því að vitsmunalíf þrífist úti í alheimnum? (Hinrik Bergs) Hvers vegna er talið að það sé ekkert líf í þessu sólkerfi nema á jörðinni? (Árný Yrsa)...
Hvernig fjölga ánamaðkar sér?
Ánamaðkar fjölga sér með tvíkynja æxlun eins og mörg dýr gera. Hitt er merkilegra að hvert dýr er tvíkynja þannig að egg og sæði myndast í sama dýrinu. Yfirleitt makast ánamaðkar niðri í moldinni þannig að mökunarferlið er sjaldnast sýnilegt mönnum. Ein algeng tegund hérlendis, stóráni, heldur sig þó við yfirborði...
Hvað er hnattvæðing?
Hugtakið hnattvæðingu má í stuttu máli skýra sem aukna samtengingu jarðarbúa. Hnattvæðing, eða alþjóðavæðing eins og hún er stundum kölluð, er oft talin vera afleiðing hraðrar þróunar samskipta- og flutningstækni í nútímanum. Einnig má nefna minni höft á hreyfingu fjármagns og einstaklinga milli landsvæða og ríkja...
Hvað er keyta?
Í Íslenskri orðabók Árna Böðvarssonar frá 1983 er gefin eftirfarandi skýring á orðinu keyta:staðið (geymt) hland (notað m.a. til þvotta)Í þvagi er mikið af efni sem kallast þvagefni (urea) og er tiltölulega einfalt, lífrænt efnasamband. Þegar það brotnar niður myndast meðal annars ammóníak, NH3, og á það mikinn þá...
Var engilsaxneska á 14. öld lík þeirri ensku sem nú er töluð í Bandaríkjunum og Bretlandi?
Á 14. öld var töluð í Bretlandi svokölluð 'miðenska', sem var töluvert frábrugðin þeirri ensku sem við þekkjum nú. Hún hafði breyst mikið frá engilsaxnesku eða fornensku, sem töluð var í Englandi fram eftir 12. öld, en fornenska var mun líkari íslensku en nútímaenska. Miðenska var rík af mállýskum, bæði rituðum og...
Hvað eru margar mállýskur í íslensku og hverjar eru þær?
Mállýskumunur er lítill hér á landi ef hann er til dæmis borinn saman við nágrannamálin norrænu, ensku eða þýsku þar sem algengt er að menn skilji ekki hver annan ef þeir nota mállýskur sínar í samtali. Því er ekki til að dreifa hér á landi og þess vegna er því stundum haldið fram að íslenska sé án mállýskna. Ý...
Hvaða tungumál er mest talað í heiminum í dag?
Kínverska mun vera það tungumál sem flestir tala í heiminum. Á að giska fjórðungur jarðarbúa, eða hátt á annan milljarð manna, mun tala einhverja kínverska mállýsku. Meginmállýskurnar eru fimm og er svo mikill munur á þeim að málnotendur af mismunandi mállýskum skilja ekki hvor annan. Þó eru þessar mállýskur ekki ...
Af hverju er auðveldara að þurrka bleytu af borði með blautri, vel undinni borðtusku en þurri?
Þegar vatnsdropi kemst í snertingu við venjulegan þerripappír getum við séð hvernig hann sogast inn í pappírinn. Jafnvel þótt pappírinn sé hafður lóðréttur og vatnið snerti aðeins neðsta hluta hans getur það lesið sig langa leið upp eftir honum. Þetta verður með líkum hætti og rótarkerfi trjáa flytur vatn (með upp...
Hvað er „fé í húfi“?
Enska hugtakið Value at Risk, skammstafað VAR, hefur verið þýtt á íslensku sem fé í húfi eða áhættuvirði. Hér verður notuð þýðingin fé í húfi. Með fé í húfi er átt við hve mikið er talið að virði tiltekins eignasafns geti rýrnað á tilteknu tímabili undir eðlilegum kringumstæðum, það er þannig að tiltölulega lit...
Hvað er vegið meðaltal fjármagnskostnaðar?
Vegið meðaltal fjármagnskostnaðar fyrirtækis (e. Weighted Average Cost of Capital, WACC) er meðalkostnaður fyrirtækisins við öflun fjármagnsins sem það notar til þess að standa undir rekstrinum. Fyrirtæki hafa ýmsar leiðir til að afla fjár. Eigendur geta lagt fram fé til rekstursins eða það haldið eftir einhver...
Hverjir eru kostir og gallar klónunar?
Áður en lengra er haldið þarf að gera greinarmun á tvenns konar tilgangi með einræktun, læknisfræðilegum tilgangi og æxlunartilgangi, og skoða síðan kosti og galla hvors um sig. Einræktun í æxlunartilgangi gæti gefið fleirum kost á að eignast börn sem væru líffræðilega tengd þeim sjálfum. Enga sæðisfrumu þarf í...