Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5208 svör fundust
Hvert er hlutverk hormónsins PYY?
Offita er sívaxandi vandamál í heiminum. Það er því ekki að undra að víða eru stundaðar rannsóknir á því hvað ræður matarlyst fólks. Lengi hefur verið vitað að í undirstúku heilans er hungur- og seddustöð líkamans, en þessar stöðvar stýra því hversu mikið dýr, þar á meðal maðurinn, éta. Við fæðuinntöku berast ...
Hvað orsakar offitu barna?
Að minnsta kosti eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum er of feitt og tala þeirra sem berjast við offitu fer stöðugt vaxandi. Á síðustu tveimur áratugum hefur of feitum börnum fjölgað um helming og tala þeirra sem eru mjög feit hefur tvöfaldast (Arch Pediatr Adolesc Med. 1995:149: 1085-91). Hlutfall of þungr...
Hvað þarf að gróðursetja mörg tré til að vinna gegn koltvíoxíðsmengun eins bíls?
Meðalbinding koltvíoxíðs (CO2) í íslenskum skógum er talin vera um 4,4 tonn á hektara á ári, yfir 90 ára vaxtartíma skógarins. Við skulum gefa okkur að "meðal" fólksbíll keyri um 30.000 km á ári og losi á þeim tíma um 4,6 tonn af koltvíoxíði. Til að vega upp á móti þeirri losun þarf að gróðursetja um einn hektara ...
Var Sherlock Holmes til í alvöru?
Sherlock Holmes er sögupersóna í bókum skoska rithöfundarins Arthurs Conans Doyles (1859-1930). Sherlock Holmes var þess vegna ekki til í alvörunni en vafalaust hafði rithöfundurinn ýmsar fyrirmyndir fyrir sögupersónunni, til dæmis prófessor Joshep Bell sem kenndi Doyle í háskóla. Á Netinu er hægt að finna bollale...
Hvað er selen og til hvers þurfum við það?
Frumefnið selen (e. selenium), táknað Se, hefur sætistöluna 34 í lotukerfinu og mólmassann 78,96 g/mól. Selen finnst í jarðvegi, vatni og í sumu fæði, svo sem smjöri, hvítlauk, sólblómafræjum, valhnetum, rúsínum og ýmsum innmat eins og lifur og nýrum svo eitthvað sé nefnt. Selen gegnir mikilvægu hlutverki við ý...
Hver fann upp flugvélina?
Það er ákveðnum vankvæðum bundið að tilgreina einungis einn einstakling sem á að hafa fundið upp flugvélina. Svarið fer meðal annars eftir því hversu þröng skilgreining er notuð; hvort eingöngu er átt við hver bjó til fyrsta vélknúna farartækið sem gat flogið með mann innanborðs og hægt var að stýra eða hvort taka...
Hvenær fundust Vestmannaeyjar og hver fann þær?
Í Landnámabók er meðal annars sagt frá því þegar Ingólfur Arnarson og Hjörleifur fóstbróðir hans fóru til Íslands þegar landið var óbyggt:Hjörleifur tók land við Hjörleifshöfða, og var þar þá fjörður, og horfði botninn inn að höfðanum. Hjörleifur lét þar gera skála tvo, og er önnur tóftin átján faðma, en önnur nít...
Hvenær er talið að næsti loftsteinn lendi á jörðinni?
Næsti loftsteinn lendir örugglega á jörðinni í dag! Eins og fram kemur í fróðlegu svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina? verður jörðin daglega jörðin fyrir ágangi milljóna smásteina sem eru á sveimi úti í geimnum. Flestir þessara steina eru afa...
Við hvaða hitastig frýs Mývatn?
Öll stöðuvötn með ósöltu vatni frjósa í aðalatriðum við sama hita, 0°C (núll stig eða gráður á Selsíus), sem við köllum líka frostmark vatns. Hins vegar er fróðlegt að hugsa út í það sem gerist þegar stöðuvötn frjósa. Þeir sem þekkja Mývatn ekki sérstaklega geta þá hugsað til dæmis um Tjörnina í Reykjavík. Þeg...
Af hverju svarið þið ekki þessari spurningu?
Þessari spurningu er strangt til tekið ómögulegt að svara. Um leið og henni er svarað er sú forsenda sem spurningin hvílir á, að spurningunni sé ekki svarað, orðin ósönn. Skoðum þetta nánar: Hugsum okkur að einhver varpi fram spurningu sem við skulum kalla S. S gæti til dæmis verið „Hvert er skónúmer Bretlandsd...
Hvað eru margar reikistjörnur til?
Jörðin er ein af reikistjörnunum og auk þess sjáum við samtals fimm reikistjörnur með berum augum á himninum: Merkúríus, Venus, Mars, Júpíter og Satúrnus. Þeim er þá raðað eftir fjarlægð þeirra frá sól og er jörðin á milli Venusar og Mars í röðinni. Þannig vitum við samtals um sex reikistjörnur í sólkerfi okkar án...
Hvað eru rósahnútar (ekki rósroði)?
Hnútarós eða rósahnútar eru gömul heiti á meininu erythema nodosum. Níels Dungal, prófessor í meinafræði, lýsti einkennum og ferli sjúkdómsins mjög skilmerkilega í bókinni Heilsurækt og mannamein, sem var gefin út árið 1943. Þar segir meðal annars:Hnútarós er út af fyrir sig ekki alvarlegur sjúkdómur, en hún er of...
Hver er þjóðarhundur Frakka?
Það er rétt að fjölmörg ræktunarafbrigði hafa komið fram í Frakklandi á síðastliðnum öldum. Hundahald og hundaræktun byggir á afar gömlum merg í Frakklandi og hundar hafa til lengri tíma verið notaðir þar til veiða, skemmtunar eða til að verja eigur manna. Tegundir eins og franskur meistari (e. French Mastiff) eru...
Hvernig veit maður hvað er spurning? Og ef maður veit það, hvernig veit maður svarið?
Spyrjandi spyr okkur spurningarinnar: "Hvernig veit maður hvað er spurning?" Við getum orðað svarið við þeirri spurningu til dæmis svona: Við vitum að tiltekin setning er spurning ef í henni felst áskorun til viðmælanda um að veita upplýsingar. Um þessa skilgreiningu á spurningu má til dæmis lesa í svörum Erlendar...
Hvað eru blóðdemantar?
Orðið 'blóðdemantar' er íslenskun á ensku orðunum 'blood diamonds'. Einnig er til hugtakið 'conflict diamonds' sem mætti þýða sem stríðsdemantar. Flestir kannast líklega við orðið 'blóðpeningar' sem við notum um peninga sem fengnir eru með því að framselja einhvern í dauðann eða svíkja hann með öðrum hætti. Or...