Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 7065 svör fundust
Hver er tengingin milli grískrar heimspeki og heimspekinga miðalda?
Spurningin er viðamikil en í stuttu máli má segja að sú heimspekihefð sem varð til og mótaðist meðal Forngrikkja eigi sér órofa sögu sem teygir sig í gegnum Rómaveldi og miðaldir til okkar tíma, þótt hún teygi sig reyndar í aðrar áttir líka. Þessi hefð er stundum kölluð vestræn heimspeki. Þetta er ekki eina heimsp...
Eru rafrettur hættulegar?
Hér er einnig svarað spurningunni:Ef þú reykir rafsígarettu sem er ekki með nikótíni hefur það einhver skaðleg áhrif á líkamann? Hvaða efni eru í vökvanum í rafsígarettum? Eðlilega hafa margir velt því fyrir sér hvort rafrettur séu skaðlegar. Rafretturnar eru hins vegar það nýjar á markaðnum að ekki er komin n...
Hver er munurinn á náttúrulegum demanti og iðnaðardemanti?
Enginn. Iðnaðardemantur getur verið náttúrulegur demantur með miklum byggingarveilum eða óhreinindum. Mikill minnihluti náttúrulegra demanta er svo gallalaus að hægt sé að slípa þá og nota í skartgripi. Slíkir skartgripademantar hafa einkum fundist í námagreftri í gömlum eldstöðvum í Suður-Afríku, Ástralíu, ...
Eru spurningar sem berast vísindavefnum ritskoðaðar?
Hugsanlegt er að leggja þann skilning í orðið "ritskoðun" að svarið við þessari spurningu verði játandi. Við lagfærum strax stafsetningu og málfar á spurningunum sjálfum og styttum líka stundum þegar í stað, ef það liggur beint við. Þegar svör berast, lagfærum við spurningarnar enn frekar til að vefurinn verði sem...
Myndast span í vatnsdropa sem hefur yfirborðsspennu?
Eins og við skiljum spurninguna er svarið nei. Við skiljum þá orðið "span" þannig að átt sé við rafsegulfræðilegt span (induction) eins og það sem verður þegar leiðari hreyfist miðað við segulsvið eða hugsanlega eins og það sem gerist þegar ytra rafsvið veldur tilfærslu á rafhleðslu í leiðandi hlut án þess að heil...
Hvað veldur ólagi á hormónastarfsemi og hvaða lyf er hægt að fá við því?
Hormón mannslíkamans eru mörg og frá mörgum framleiðslustöðvum, kirtlum og innkirtlum. Starfsemi þeirra er stýrt af stjórnstöðvum sem eru jafnmargslungnar og hormónin eru mörg og flókin. Í stjórnstöðvunum eru frumur og efnahvatar sem lesa úr breytingum í blóði og líkamsvökvum, vessum, hvernig framleiðslu hvers ákv...
Hvað gerðist á Marteinsmessu og af hverju borða Danir endur þennan dag?
Marteinsmessa, 11. nóvember, er kennd við Martein biskup í Tours í Frakklandi. Útför hans fór fram hinn 11. nóvember 397 en talið er að Marteinn hafi fæðst um 316 í Pannóníu sem náði yfir austurhluta þess svæðis sem við köllum nú Austurríki og hluta af Ungverjalandi, Slóveníu og Bosníu. Marteinn var rómverskur ...
Af hverju má ekki blóta? Hver fann upp merkingu þessara orða?
Sögnin að blóta merkti upprunalega 'dýrka; fórna'. Fornmenn blótuðu heiðin goð þegar þeir leituðu til þeirra um ráð eða vildu sýna þeim þakklæti. Fyrir kristin áhrif fær sögnin aðra og óskylda merkingu, þ.e. 'bölva, formæla'. Það þótti eftir kristnitöku illt að blóta hin heiðnu goð og merking sagnarinnar varð neik...
Hvort er meira af gulu litarefni eða rauðu í sólinni?
Það er ekkert litarefni af nokkru tagi í sólinni. Eins og Ari Ólafsson bendir á í svari við spurningunni Af hverju er himinninn blár? sendir sólin frá sér hvítt ljós sem hlutirnir hér á jörðinni, þar með talinn lofthjúpurinn, endurvarpa á mismunandi hátt þannig að við sjáum ólíka liti. Svona útskýrir Ari mismu...
Hvað þýðir blótsyrðið ekkisens?
Uppruni blótsyrðisins ekkisens liggur alls ekki í augum uppi. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um þessa notkun eru frá síðari hluta 19. aldar. Ýmsar myndir koma þá fram eins og ekkisens, ekkisins, ekki sinn, ekki-sin, ekki-sen og ekkins. Helst koma tvær skýringar í hugann og eru báðar sóttar til Danmerkur. Önnur er ...
Hver er minnsta eyja heims?
Hér á Vísindavefnum hefur áður verið birt svar sem felur í sér svar við þessari spurningu, þó að svarið sé ef til vill ekki með því móti sem spyrjandi hefur í huga. Í stuttu máli er niðurstaða okkar sú að þetta sé ein af þeim spurningum sem ekki sé hægt að svara með því að benda á tiltekinn hlut, í þessu tilvik...
Hvers vegna lenda kettir alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð?
Þó að kettir lendi yfirleitt alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð gera þeir það ekki alltaf. Hæfileikinn til að lenda á löppunum er afleiðing af því að kettir hafa mjög góða jafnvægisskynjun og eru mjög liðugir. Ef ketti er sleppt úr einhverri hæð getur hann um leið skynjað stöðu sína í rúmi. Og ...
Er til hálf hola? (svar 2)
Hálfa holu má grafa í moldarbeð með því að moka sem nemur hálfri hrúgu af mold upp úr beðinu. Árangursríkast er að vinna verkið með hálfum huga, eða jafnvel hálfsofandi, við birtu frá hálfu tungli, tautandi hálfkveðnar vísur og hálfyrði í hálfum hljóðum. Hætta skal verkinu þegar það er hálfkarað og ber að hafa í...
Hvernig verða frumuskiptingar í klónaðri mannveru? Verða færri frumur í klónaðri mannveru?
Við klónun er kjarni fjarlægður úr eggfrumu og í staðinn látinn kjarni úr annarri frumu, ef til vill úr öðrum einstaklingi. Ein helsta forsenda þess að klónun takist er að frumuskiptingar séu eðlilegar allt frá upphafi fósturþroskunar. Í tilraunum með klónun dýra virðist hins vegar oft verða misbrestur á þessu...
Hver fann Majorku?
Ekki er vitað hver fann eyjuna Majorku vegna þess að landnám þar hófst á forsögulegum tíma eða áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna verður aldrei hægt að ákvarða hver nákvæmlega fann Majorku Á eyjunni er þó víða að finna mannvistarleifar frá liðnum öldum. Majorka er hluti af eyjaklasa í vestanverðu Mi...