Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1528 svör fundust
Hvaða fiskur er skyldastur hornsílum?
Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) teljast til hornsílaættar (Gasterosteidae). Innan þeirrar ættar eru tegundir sem lifa í ferskvatni, í sjó eða bæði í ferskvatni og sjó. Í Norður-Atlantshafi þekkjast fimm tegundir, þar af eru þrjár í Norðaustur-Atlantshafi, en aðeins ein þeirra lifir í vötnum hér á landi, það er h...
Skemmir sódavatn tennur?
Í stuttu mál er sódavatn ekki glerungseyðandi nema sýru, eins og til dæmis sítrónusýru, sé bætt út í það. Íslenskt vatn er frekar basískt og hefur pH-gildi talsvert yfir 7,0 (sem er hlutlaust). Þegar vatni er breytt í gosvatn með því að setja í það kolsýru lækkar pH-gildi þess og það verður súrara en venjulegt ...
Af hverju þurfa allir að tala ólík tungumál?
Mennirnir þurfa auðvitað ekki að tala ólík tungumál. Þeir gætu ákveðið að tala allir sama tungumálið. En vandinn er sá að þá þyrfti mannkynið allt að koma sér saman um hvaða tungumál ætti að nota. Það er eiginlega alveg öruggt að aldrei myndi nást fullkomin sátt um slíka ákvörðun. Segjum til dæmis að reynt yrði...
Er „Eimskipafélag Íslands, óskabarn þjóðarinnar“ málsháttur?
Orðið málsháttur er þannig skýrt: ‛orðskviður, spakmæli’. Oft er um fleyg orð að ræða sem lögð eru í munn einhverjum, sem ekki er endilega þekktur lengur, eða fengin eru úr einhverri sögu. Oftast er um heilar setningar að ræða. Dæmi um málshátt er „Oft eru flögð undir fögru skinni“, sem sóttur er til Eyrbygg...
Eru til orð í íslensku yfir mann frænku minnar eða konu frænda míns?
Mér er ekki kunnugt um orð sem notað er um eiginkonu frænda eða eiginmann frænku einhvers. Mágur, mágkona, svili og svilkona eru nær í skyldleikaröðinni. Mágur er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:971) ‘karlmaður þannig tengdur þeim sem talar eða rætt er um (karli eða konu) að hann er bróðir maka hans (hennar) ...
Af hverju segja menn kúlur í merkingunni milljónir?
Upprunalega spurningin var: Hver er uppruni þess að nota orðið "kúla" þegar verið er að tala um milljón? Að því er mér skilst kom orðið kúla í merkingunni ‘milljón’ fram á árunum 2007–2008 eða jafnvel aðeins fyrr. Orðið í þessari merkingu er því ekki í Íslenskri orðabók en ekki heldur í Íslenskri nútímamáls...
Hvaðan kemur nafnið krossfiskur?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvaðan kemur nafnið krossfiskur? Af hverju ekki stjörnufiskur? Elsta heimild um orðið krossfiskur í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Ein stutt undirrietting um Íslands adskilianlegar náttúrur eftir Jón Guðmundsson lærða. Dæmið er svona: Krossfiskur og hagalfiskur...
Hvað er átt við með orðinu fúkka í fúkkalyf?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna eru sum sýklalyf kölluð fúkkalyf... eða eru kannski öll sýklalyf fúkkalyf? Orðið fúki eða fúkki merkir ‘ódaunn, mygla’ en orðið er einnig haft um myglað hey og rotið þang. Fúkkalyf, fúkalyf eru framleidd með ræktun myglusveppa eða gerla. Algengara er í dag ...
Er raunverulega hægt að orða hugsanir sínar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er tungumálið öðrum þræði „bara ruslakista heilans“ (eins og bróðir minn orðaði það) eða hvers vegna annars breytir það einhverju um mína líðan að hafa orðað einhverja hugsun upphátt eins og það virðist gera? Þessi spurning er ansi djúp ráðgáta sem getur strax af sér aðrar ...
Höfðu Skaftáreldar einhver áhrif á veðurfar?
Skaftáreldar höfðu víðtæk áhrif á veðurfar, og fyrirliggjandi gögn benda til þess að móðan hafi lækkað meðalárshitann á norðurhveli jarðar um eina gráðu í eitt til þrjú ár. Jafnframt sýna samtímaheimildir að áhrifin voru hvorki einsleit né jafndreifð um norðurhvelið. Sumarið 1783 einkenndist af mjög óvenjulegu veð...
Hver er munurinn á íslenskum og erlendum þjóðsögum?
Jónas Jónasson (1856–1918) frá Hrafnagili safnaði heimildum um íslenska þjóðhætti, en hann sá einnig um útgáfu á þjóðsagnasafni sem kom út árið 1908. Í formála sínum að því safni talar hann um að þjóðtrú, þjóðsagnir og ævintýri óskyldra þjóða séu undarlega lík. Hann taldi að bæði væri það vegna þess að þar væri ei...
Hvort á að skrifa fyrirfram eða fyrir fram?
Upphafleg spurning var sem hér segir: Er orðið fyrirfram/fyrir fram skrifað í einu eða tveimur orðum? Íslenskukennarar í MR og Orðabók Háskólans virðast ekki vera sammála um það. Í auglýsingu um íslenska stafsetningu, sem birt var í Stjórnartíðindum B, nr. 132/1974, stendur í 37. grein: Þegar atviksorð er til orði...
Hvaðan kemur orðið edrú?
Orðið edrú ‘ódrukkinn, allsgáður’ er tökuorð úr dönsku ædru sem hefur sömu merkingu. Það virðist ekki vera gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi frá miðri 20. öld en edrú gæti þó vel verið eldra í talmáli. Þeir sem eru edrú hafa ekki smakkað á neinum af þessum drykkjum. Orðið er s...
Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum?
Hér er einnig svarað spurningu Örnu Bjargar Ágústsdóttur: Af hverju tala menn ekki sama tungumál? Ekkert er vitað með vissu um uppruna tungumála. Menn geta sér þess til að mannapar hafi notað einhver hljóð til tjáskipta en eiginlegt tungumál hafi ekki tekið að mótast fyrr en mun seinna eða fyrir um 100.000 árum...
Hvað þýðir nafnorðið „skotta”? Hvað er til í íslensku af orðum sem tengjast hári?
Orðið skotta er einkum notað sem heiti á kvendraugum og þekkist allt frá 18. öld. Þó er skotti til sem nafn á karldraug en er miklu fátíðara en skottuheitið. Í þjóðsögum kemur fram sú trú að höfuðbúnaður skottunnar hafi ráðið heitinu. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar má til dæmis finna þessi dæmi:Draga kvenndraugar...