Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1520 svör fundust
Er raunverulega hægt að orða hugsanir sínar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er tungumálið öðrum þræði „bara ruslakista heilans“ (eins og bróðir minn orðaði það) eða hvers vegna annars breytir það einhverju um mína líðan að hafa orðað einhverja hugsun upphátt eins og það virðist gera? Þessi spurning er ansi djúp ráðgáta sem getur strax af sér aðrar ...
Er bragð af vatni? Sé svo, þá hvernig bragð?
Svar okkar er já; við vitum ekki betur en það sé bragð af vatni og að það sé kallað vatnsbragð (hvað annað?). Við sjáum til dæmis ekki eðlismun á því að stundum er vatnsbragð af hafragrautnum og stundum kannski saltbragð eða bara haframjölsbragð. (Svo getur grauturinn reyndar líka verið sangur, það er að segja við...
Hvaða nöfnum má skíra börn og hvað má ekki skíra?
Á Íslandi eru í gildi lög um mannanöfn frá árinu 1996. Í þeim kemur meðal annars fram að skylt er að gefa barni nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess. Sé það ekki gert er hægt að leggja 1.000 kr. dagsektir á forsjármenn þangað til barnið hefur fengið nafn. Samkvæmt lögunum er fullt nafn einstaklings eiginnaf...
Af hverju er ekki hægt að temja sebrahesta?
Þegar Evrópumenn komu til Góðrarvonarhöfða, syðsta hluta Afríku, árið 1652 voru hestar (Equus caballus) fyrstu húsdýrin sem þeir fluttu með sér. Haft var eftir Hollendingnum Jan van Riebeeck (1619-1677) sem var í forsvari leiðangursins að hross væru landnemum jafn mikilvæg og brauð. Á þessum tíma þekktust hest...
Hvers vegna myndast kísilhrúður og af hverju er svona erfitt að ná því af?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er það við kísilinn í íslensku vatni sem veldur því að það er svona erfitt að ná honum af? Erlendis er kalksteinn og annað kalkríkt berg algengt, sem aftur veldur því að vatnið er „hart“, það er í því er uppleyst kalk (CaCO3). Kalk er þeirrar náttúru að leysni þess ey...
Hvaða fiskur er skyldastur hornsílum?
Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) teljast til hornsílaættar (Gasterosteidae). Innan þeirrar ættar eru tegundir sem lifa í ferskvatni, í sjó eða bæði í ferskvatni og sjó. Í Norður-Atlantshafi þekkjast fimm tegundir, þar af eru þrjár í Norðaustur-Atlantshafi, en aðeins ein þeirra lifir í vötnum hér á landi, það er h...
Skemmir sódavatn tennur?
Í stuttu mál er sódavatn ekki glerungseyðandi nema sýru, eins og til dæmis sítrónusýru, sé bætt út í það. Íslenskt vatn er frekar basískt og hefur pH-gildi talsvert yfir 7,0 (sem er hlutlaust). Þegar vatni er breytt í gosvatn með því að setja í það kolsýru lækkar pH-gildi þess og það verður súrara en venjulegt ...
Hvort á að skrifa fyrirfram eða fyrir fram?
Upphafleg spurning var sem hér segir: Er orðið fyrirfram/fyrir fram skrifað í einu eða tveimur orðum? Íslenskukennarar í MR og Orðabók Háskólans virðast ekki vera sammála um það. Í auglýsingu um íslenska stafsetningu, sem birt var í Stjórnartíðindum B, nr. 132/1974, stendur í 37. grein: Þegar atviksorð er til orði...
Hvaðan kemur orðið edrú?
Orðið edrú ‘ódrukkinn, allsgáður’ er tökuorð úr dönsku ædru sem hefur sömu merkingu. Það virðist ekki vera gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi frá miðri 20. öld en edrú gæti þó vel verið eldra í talmáli. Þeir sem eru edrú hafa ekki smakkað á neinum af þessum drykkjum. Orðið er s...
Höfðu Skaftáreldar einhver áhrif á veðurfar?
Skaftáreldar höfðu víðtæk áhrif á veðurfar, og fyrirliggjandi gögn benda til þess að móðan hafi lækkað meðalárshitann á norðurhveli jarðar um eina gráðu í eitt til þrjú ár. Jafnframt sýna samtímaheimildir að áhrifin voru hvorki einsleit né jafndreifð um norðurhvelið. Sumarið 1783 einkenndist af mjög óvenjulegu veð...
Hver er munurinn á íslenskum og erlendum þjóðsögum?
Jónas Jónasson (1856–1918) frá Hrafnagili safnaði heimildum um íslenska þjóðhætti, en hann sá einnig um útgáfu á þjóðsagnasafni sem kom út árið 1908. Í formála sínum að því safni talar hann um að þjóðtrú, þjóðsagnir og ævintýri óskyldra þjóða séu undarlega lík. Hann taldi að bæði væri það vegna þess að þar væri ei...
Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum?
Hér er einnig svarað spurningu Örnu Bjargar Ágústsdóttur: Af hverju tala menn ekki sama tungumál? Ekkert er vitað með vissu um uppruna tungumála. Menn geta sér þess til að mannapar hafi notað einhver hljóð til tjáskipta en eiginlegt tungumál hafi ekki tekið að mótast fyrr en mun seinna eða fyrir um 100.000 árum...
Hvað þýðir nafnorðið „skotta”? Hvað er til í íslensku af orðum sem tengjast hári?
Orðið skotta er einkum notað sem heiti á kvendraugum og þekkist allt frá 18. öld. Þó er skotti til sem nafn á karldraug en er miklu fátíðara en skottuheitið. Í þjóðsögum kemur fram sú trú að höfuðbúnaður skottunnar hafi ráðið heitinu. Í þjóðsagnasafni Jóns Árnasonar má til dæmis finna þessi dæmi:Draga kvenndraugar...
Af hverju heitir fuglinn kría þessu nafni?
Kría (Sterna paradisaea) er fugl af þernuætt. Nafn sitt dregur hann af hljóðinu sem hann gefur frá sér, eins konar krí-krí. Sama orð er notað í færeysku um kríuna. Orð af þessu tagi eru nefnd hljóðgervingar og koma oft fram í barnamáli. Hundurinn er til dæmis nefndur voff-voff eða voffi eftir geltinu, öndin bra-br...
Hver er stærsti kaupstaður á landinu?
Orðið kaupstaður í íslensku er skilgreint með lögum. Til dæmis er oft talað um að tiltekinn þéttbýliskjarni hafi fengið kaupstaðarréttindi á tilteknum tíma. Þannig er hægt að telja upp kaupstaðina í landinu og líklegt að slíka upptalningu sé að finna á veraldarvefnum. Að þessu leyti er þetta orð miklu betur afmark...