Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 2197 svör fundust
Hvernig stendur á notkun orðtakanna að 'rota rjúpur', 'draga ýsur' og 'skera hrúta'?
Öll orðasamböndin þrjú eru líkingamál. Þegar einhver rotar rjúpur situr hann venjulega uppréttur og dottar. Við það missir hann höfuðið fram og minnir sú hreyfing á snöggt högg sem rjúpum var gefið þegar þær voru rotaðar. Sú veiðiaðferð mun lítið tíðkast nú. Sá sem dregur ýsur er líka hálfsofandi, dottar. Hann...
Eru Gyðingar á Íslandi?
Svarið við þessari spurningu er ekki eins einfalt og ætla mætti. Það er engan veginn sjálfgefið að hægt sé að benda á Árna og segja: „Þú ert Gyðingur”, og benda síðan á Birnu og segja: „Þú ert ekki Gyðingur”. Sá sem gerir það gæti þurft að færa djúpstæð rök fyrir máli sínu auk þess sem Árni og Birna kynnu sjálf að...
Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku?
Hvaða ríki teljast til Norður-Ameríku og hver til Suður-Ameríku fer aðallega eftir skilgreiningum á landsvæðunum. Einnig skiptir máli hvort eingöngu eru talin sjálfstæð ríki eða hvort öll lönd, burtséð frá því hvort þau hafa fullt sjálfstæði eða ekki, teljast með. Löng hefð er fyrir því að skipta Ameríku í tvæ...
Hvað eru til mörg eldfjöll?
Það þarf að taka tillit til ýmissa þátta þegar telja á hversu mörg eldfjöll eru í heiminum. Til að mynda þarf að ákveða hvort aðeins er átt við eldfjöll sem gosið hafa á sögulegum tíma, öll eldfjöll sem talin eru virk (það er hafa gosið á nútíma - síðustu 10.000 ár) eða öll fjöll sem hafa gosið einhvern tímann í j...
Af hverju voru fyrstu manneskjurnar nefndar Adam og Eva?
Það er erfitt að svara því af hverju fyrsti maðurinn og fyrsta konan samkvæmt sköpunarsögu Bíblíunnar hétu Adam og Eva. Í Íslenskri orðsifjabók segir að Adam komi úr hebresku og merki maður en að aðrir telji að það merki 'hinn rauðleiti'. Í sömu bók segir að uppruni nafns Evu sé óviss en það sé úr hebresku og ...
Hvað er lífhimnubólga og er hún lífshættuleg?
Lífhimnubólga (e. peritonitis) er bólga í lífhimnunni, það er þunna vefnum sem þekur vegg kviðarholsins að innan og umlykur þannig öll líffæri í kviðnum. Ef sýking kemst í himnuna er allt kviðarholið í hættu, þar með talin öll innri líffærin. Til eru tvær gerðir lífhimnubólgu. Fyrsta stigs lífhimnubólga er þeg...
Hvernig mæla vísindamenn hæð fjalla og hæða á Mars og Venusi þar sem þar eru engin höf?
Landslag Mars er geysilega fjölbreytt þótt reikistjarnan sé tiltölulega lítil. Á yfirborðinu eru stórir gígar, risavaxin eldfjöll, hraunsléttur, gljúfur og vatnssorfnir dalir, svo fátt eitt sé nefnt. Frá jörðu séð má skipta yfirborðinu í tvennt, ljós og dökk svæði. Ljósu slétturnar eru þaktar ryki og sandi og voru...
Hver er munurinn á heimastjórn og sjálfstjórn?
Í stuttu máli á hugtakið sjálfstjórn við um þau landsvæði sem stjórna sér sjálf en heimastjórn er aðallega notað um nýlendur sem njóta einhverrar sjálfstjórnar. Landsvæði sem er undir stjórn ákveðins ríkis getur notið sjálfstjórnar í einhverjum mæli. Sé sjálfstjórnin töluverð hvað varðar framkvæmdarvald, löggja...
Hvers konar sjón er nasasjón?
Orðið nasasjón er notað um yfirborðslega og ekki djúpa þekkingu á einhverju. Í Íslenskri orðabók (2002:1042) er einnig notuð skýringin ‘nasaþefur’. Svipað orðafar og mun eldra er nasavit sem dæmi er um í Maríu sögu (ONS II:7):sá er ilminn kennir með nösunum, þá hefir hann alla þá sætu, er nasavitit má fá. Elst ...
Hvernig geta jarðhræringar rumskað við Geysi?
Spurningin öll var svohljóðandi:Ég hef heyrt (frá óvísindalegum heimildum reyndar) því haldið fram að hann hefði sofnað þessum áratugasvefni sínum vegna uppsafnaðra steinefna í brunninum sem yllu því að hann gæti ekki ,,ofurhitnað.'' Mér þykir erfitt að skilja hvernig jarðskjálftar gætu breytt því -- eða er þetta...
Hvað merkir opus í nöfnum á klassískum verkum ?
Opus í latínu þýðir 'verk'. Þegar fjallað er um tónlist er orðið notað um 'tónverk' eða 'tónsmíð'. Tónskáld og útgefendur nota þetta orð þegar verkum er raðað í tímaröð: Opus 1, opus 2 o.s.frv. Opus-tölusetning getur þó verið blekkjandi um aldur verks. Mörg fyrri verka Beethovens voru til dæmis gefin út seint ...
Hver er orðaforði íslenskrar tungu og hver er orðaforði fullorðins einstaklings að jafnaði?
Um orðaforða íslenskrar tungu má lesa í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað eru til mörg orð í íslensku?. Með orðaforða einstaklings er átt við þau orð sem hann hefur á valdi sínu. Greint er á milli virks orðaforða og óvirks. Með virkum orðaforða er átt við þau orð sem einstaklingur notar en til óvirks ...
Mega bændur slátra heima hjá sér til einkanota?
Lög nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum ná yfir afurðir dýra sem slátrað er heima, sbr. g-lið 2. gr. Í 1. mgr. 5. gr. laganna segir að sláturdýrum, sem slátra eigi til að flytja afurðirnar á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu inn...
Hvernig geta trúmál haft áhrif á tungumál þjóðar?
Trúmál geta á ýmsan hátt haft áhrif á tungumál þjóðar. Helgirit varðveita oft eldri málstig og geta átt þátt í að varðveita orð, orðasambönd og ýmis málfræðileg atriði. Ef litið er til Íslands þá er saga íslenskrar biblíuhefðar orðin ærið löng. Elstu biblíutextar, sem þekktir eru, eru varðveittir í handriti Íslens...
Er hægt að senda veirur í gsm-síma?
Til eru svokallaðir tölvuormar sem dreifa sér á milli síma sem hafa stýrikerfi (Windows Mobile eða Symbian) og annað hvort þráðlaust net eða Blátönn (e. Bluetooth). Dæmi eru um orma sem hafa smitað fjölda síma þar sem margmenni var samankomið, svo sem á íþróttakappleikjum í Finnlandi. Einnig er vitað um orma se...