Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 648 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um hvalháfa?

Hvalháfur (Rhincodon typus) er ein tegund hákarla og stærstur núlifandi fiska. Algengt er að hvalháfar séu um 15 metra langir, en til eru dýr sem mælst hafa allt að 18 metrar og vegið hátt í 20 tonn. Hvalháfar hafa flatan og breiðan haus, kviðurinn er fölgrár eða kremlitaður en bakið silfur- eða grængrát...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig lifir sleggjuháfur?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hvar lifir sleggjuháfur? Lifir sleggjuháfurinn við Ísland? Ef svo er ekki hefur hann flækst hingað? Hvað borðar sleggjuháfur? Sleggjuháfar (e. hammerhead sharks) eru hákarlar af ættkvíslunum Sphyrna og Eusphyrna. Þeir eru auðþekkjanlegir vegna sérkennilegrar lögunar á haus sem...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gæti ísbjörn synt frá Grænlandi til Íslands?

Þol og mikið úthald er eitt af helstu einkennum bjarndýra. Bjarndýr geta hlaupið nokkuð hratt og haldið hraðanum lengi og úthaldið er sennilega helsti styrkur þeirra. Ísbjörn er það bjarndýr sem best er lagað að lífi í vatni. Eins og sjá má af latneska heitinu, Ursus maritimus, er hann líka stundum kallaður sjó...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eru samlokur?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona:Hvað er fisktegundin samlokur og hvar get ég fengið myndir og upplýsingar um þær?Latneska fræðiheitið á samlokum er Bivalvia, á ensku heita þær bivalves eða mussels en á dönsku muslinger. Samlokur eru ekki fisktegund heldur hópur hryggleysingja innan fylkingar lindýra (Mollusca...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast mangankúlur á hafsbotni?

Upprunalega spurningin hjóðaðið svona:Hvað getið þið sagt mér um myndun mangankúlna á hafsbotni og finnast slíkar kúlur við Ísland? Í nóvember 1990 var gerður út leiðangur á rannsóknaskipinu Bjarna Sæmundssyni til að kanna stuttan kafla Reykjaneshryggjar þar sem þá stóð yfir jarðskjálftahrina. Botnsýni voru tekin...

category-iconLandafræði

Af hverju eru heimsálfurnar sjö?

Þó venjan sé að tala um heimsálfurnar sjö þá er það ekki algilt, sumir vilja álíta þær sex talsins og enn aðrir meina að þær séu aðeins fimm. Hvaða tölu fólk aðhyllist ræðst af því hvernig það vill skilgreina heimsálfur og eins af því hvaða hefðir hafa skapast í tímans rás. Það er erfitt að finna eina endanlega...

category-iconJarðvísindi

Hver kleif Hraundranga í Öxnadal fyrstur og hvenær var það?

Hraundrangi gnæfir yfir Öxnadal og Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu í 1075 metra hæð yfir sjó. Lengi fram eftir öldum var dranginn talinn ókleifur og spunnust um hann margar þjóðsögur. Ein þeirra segir frá því að á tindinum væri kútur fullur af peningum og skyldi hann falla þeim í skaut er fyrstur klifi Hraundranga. ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er Grænlandsjökull mörg prósent af öllu landinu?

Grænland er 2.166.086 km2 að flatarmáli. Þar af hylur ís 1.755.637 km2 eða rúmlega 80% af landinu. Til samanburðar má geta þess að jöklar á Íslandi eru um 10% af flatarmáli landsins. Grænlandsjökull er önnur stærsta jökulbreiða heims á eftir Suðurskautsjöklinum. Jökullinn er um 2.400 km langur frá norðri til...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er selurinn í útrýmingarhættu?

Selir eru einn af fáum hópum spendýra sem geta lifað bæði í sjó og á landi. Þetta er afar fjölbreyttur hópur dýra sem hefur mikla útbreiðslu um heim allan. Til eru tvær ættir sela, svokallaðir eiginlegir selir (Phocidae) og eyrnaselir (Otariidae). Samtals telja þessar ættir 35 tegundir sela, 19 þeirra tilheyra ætt...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hnúðlax og hvaðan kemur hann?

Hnúðlaxar (Oncorhynchus gorbuscha) hafa lengi veiðst í íslenskum ám. Þeirra varð fyrst vart í evrópskum ám upp úr miðri 20. öld. Þann 12. ágúst 1960 veiddist einn slíkur í Hítará á Mýrum og var það fyrsti hnúðlaxinn sem kom á land úr íslenskri á. Hnúðlaxana í Evrópu má rekja til tilrauna Rússa til að koma á legg h...

category-iconHagfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Ágúst Einarsson rannsakað?

Ágúst Einarsson er prófessor emeritus við Háskólann á Bifröst og var áður prófessor við Háskóla Íslands. Hann hefur fengist við rannsóknir í menningarhagfræði, sjávarútvegsfræðum, smásöluverslun og heilbrigðismálum. Ágúst hefur meðal annars rannsakað skipulag smásöluverslunar og hagræn áhrif menningar í alþjóð...

category-iconTölvunarfræði

Hversu margir sæstrengir liggja til og frá Íslandi?

Hugtakið sæstrengur (e. submarine communications cable) er notað um strengi sem liggja neðansjávar og leiða rafmagn eða rafrænar upplýsingar. Elstu sæstrengir voru lagðir um miðja 19. öld og miðluðu símskeytum (e. telegraphy) en nútíma sæstrengir eru ljósleiðarar. Frá Íslandi liggja nú fjórir sæstrengir sem sjá...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar finnast blóðsugur eða iglur?

Iglur (Hirudinea), sem oft eru kallaðar blóðsugur á íslensku, eru afar sérhæfður ættbálkur lindýra. Til ættbálksins teljast að minnsta kosti 680 tegundir sem flokkaðar eru í 91 ættkvísl. Iglur eiga heimkynni í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Meirihluti tegunda finnst á því svæði sem kallast ho...

category-iconFornleifafræði

Hvað fannst í svokölluðum Gaulverjabæjarfundi árið 1930 í Flóanum?

Hvað fannst? Gaulverjabær er kirkjustaður á Suðurlandi, í Flóanum í Árnessýslu sunnan við Selfoss. Nafn sitt dregur bærinn af átthögum landnámsmannsins Lofts Ormssonar frá Gaulum eða Gulum í Noregi. Þótt engar skipulegar fornleifarannsóknir hafi farið fram í Gaulverjabæ eru þaðan nokkrar merkar fornleifar. Til ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig fer ég að því að reikna út uppgufun úr sundlauginni okkar?

Spurningin öll hljóðaði svona: Við erum með sundlaug sem er 13 x 25 metrar sem er 29 gráður og vantar að vita hvað margir lítrar gufa upp á 24 tímum. Vatnsmagnið í lauginni er 400.000 lítrar. Ágætt væri að miða við ca 8 gráðu lofthita. Flestir hafa tekið eftir því að blautir hlutir þorna að lokum ef þeir er...

Fleiri niðurstöður