Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1983 svör fundust

category-iconVísindavefur

Hvort keyra fleiri bílar í heiminum hægra eða vinstra megin á götunni?

Í flestum ríkjum heims er hægriumferð og flestir bílar aka því hægra megin á veginum. Áætlað er að um 66% allra ökumanna í heiminum aki hægra megin. Vinstriumferð er á Bretlandseyjum og á Írlandi. Einnig er keyrt vinstra megin í nær allri Eyjaálfu, svo sem í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Í sumum löndum Asíu, þar...

category-iconNæringarfræði

Úr hverju er nammi?

Innihald sælgætis fer alveg eftir því um hvaða sælgæti er að ræða. Eins og fram kemur í svari Björns Sigurðar Gunnarssonar við spurningunni Hvaða áhrif hefur súkkulaði á líkamann? er súkkulaði gert úr kakóbaunum. Úr baununum er unnið kakósmjör sem er eitt mikilvægasta innihaldsefni súkkulaðis, auk malaðra kakóbau...

category-iconEfnafræði

Hvað er ATP?

ATP er skammstöfun fyrir adenosine triphosphate eða adenósín þrífosfat á íslensku. Þetta er lífrænt efnasamband sem finnst í öllum frumum. ATP geymir í sér mikla orku og er gjarnan kallað orkuefni líkamans. Eins og nafnið bendir til eru þrír fosfathópar í hverri sameind af ATP. Efnatengin milli fosfathópanna...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað fara geitungar yfirleitt langt frá búi sínu í fæðuleit?

Það fer eftir aðstæðum hversu langt geitungar fara frá búum sínum í leit að fæðu. Til dæmis skiptir máli hversu stutt er í fæðuna. Samkvæmt reynslu erlendis frá geta geitungar farið allt að 500 metra frá búinu í fæðuleit. Ef sést til geitunga og leita á að búinu getur leitarsvæðið því verið nokkuð stórt. Það eru ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað brennir maður mörgum hitaeiningum í svefni?

Þó líkamsstarfsemin sé í lágmarki þegar við sofum er engu að síður ýmislegt í gangi sem krefst orku; við drögum andann, hjartað slær, blóðið rennur, heilinn er virkur, við byltum okkur og svona mætti áfram telja. Víða á Netinu má finna upplýsingar um það hversu mikla orku þarf til þess að framkvæma ákveðið ath...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað er histamín, er það gott eða vont, hvað gerir það, hvert er mikilvægi þess og fleira.

Histamín tilheyrir hópi efna sem nefnast lífræn amín. Önnur efni í sama flokki eru til dæmis tyramín (e. tyramin), dópamín (e. dopamin), tryptamín (e. tryptamin), serótónín (e. serotonin), pútreskín (e. putrescin), cadaverín (e. cadaverin), spermidín (e. spermidin), spermín (e. spermin) og agmatín (e. agmatin). ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju mjálma kettir?

Í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju gefa kettir frá sér einkennilegt kjökur þegar þeir sjá bráð? er sagt frá nokkrum hljóðum sem kettir gefa frá sér og sennilegri merkingu þeirra. Þegar kattareigendur og aðrir fylgjast með ólíkum blæbrigðum mjálms, verður þeim ljóst að kötturinn er að reyna að tjá sig...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvernig er spegill á litinn?

Speglun ljóss á fleti gerist með tvennum hætti; stefnubundin eða dreifð. Við stefnubundna speglun (e. spatial reflection) er stefnuhorn speglaðs geisla jafnstórt stefnuhorni innfallsgeisla, sjá mynd 1. Þessi eiginleiki gerir speglinum fært að mynda spegilmynd sem eins konar afrit af fyrirmyndinni. Speglaður ge...

category-iconHugvísindi

Hverjir ástunda vúdú og hvaða hlutir eru notaðir við trúarathafnir?

Vúdú (voodoo, vodou, voudou) er algengasta heitið á trúarbrögðum sem mikill meirihluti íbúa á Haítí aðhyllist að einhverju marki. Hlutfallið er 80-90% samkvæmt sumum heimildum. Haítímenn sem hafa sest að í Norður-Ameríku og afkomendur þeirra ástunda einnig vúdú. Sumir fræðimenn meta það svo að vúdú hafi hnignað á ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er bakflæði?

Flestir kannast við óþægindi eins og brjóstsviða, nábít og uppþembu, einkenni sem koma oft eftir máltíð og versna við að beygja sig fram eða liggja útaf. Slík óþægindi stafa oftast af því að magainnihald nær að renna upp í vélinda, en það er kallað vélindabakflæði. Hjá langflestum gerist þetta sjaldan, er alveg me...

category-iconNæringarfræði

Er nauðsynlegt að fá fosfór úr fæðu og í hvaða fæðutegundum er hann?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Í hvaða fæði er fosfór öðru en mjólkuvörum, er ekki nauðsynlegt að fá fosfór úr fæðu? Fosfór (e. phosphorus=P) er frumefni í flokki málmleysingja. Það er mjög algengt í náttúrunni en kemur þó ekki fyrir þar sem hreint efni vegna þess hversu hvarfgjarnt það er. Það finn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er munur á notkun sagnanna heita og nefnast?

Sögnin að heita merkir 'nefnast tilteknu nafni, vera kallaður; gefa nafn, skíra'. Sögnin nefna hefur svipaða merkingu, það er 'kalla e-n nafni, gefa e-m nafn'. Ef einhverjum hefur verið gefið nafn þá heitir hann því nafni. Þar getur verið átt við persónu, dýr eða jafnvel hlut. Dæmi: Maðurinn heitir Jón en ko...

category-iconLögfræði

Mega starfsmenn útihátíða leita í töskum og bílum og gera upptækt áfengi og annað sem þeim sýnist?

Það lagaumhverfi sem aðstandendur útihátíða búa við er á víð og dreif samkvæmt niðurstöðu skýrslu sem starfshópur á vegum dóms- og kirkjumálaráðuneytis vann að. Þær reglur sem eiga við um útihátíðir eru meðal annars reglugerð um löggæslu á skemmtunum og um slit á skemmtunum og öðrum samkvæmum. Um eðlilega starfshæ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hver er munurinn á dökkum og ljósum púðursykri?

Munurinn á dökkum og ljósum púðursykri fest í því hversu mikið hann inniheldur af efnum sem gefa honum lit. Púðursykur er oftast nær hreinsaður sykur sem búið er að húða með melassa (e. molasses), sykursírópi eða öðrum efnum sem gefa honum brúnan lit. Hversu dökkur sykurinn er fer eftir því hversu mikið af öð...

category-iconHugvísindi

Eru örnefni sunnar í álfunni sem gefa til kynna að norrænir menn hafi sest þar að, sambærilegt við nöfn hér eins og Vestmannaeyjar?

Jú, víkingar settust að í Normandie í Frakklandi, einkum á 10. öld, og örnefni þar bera þess merki. Þeir sem settust þar að komu víða að; Danir, Norðmenn, víkingar frá eyjunum í Atlantshafi, fólk af keltneskum uppruna af Bretlandseyjum og menn ensk-skandinavískrar ættar. Náið samband hefur því verið milli norrænna...

Fleiri niðurstöður