Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 968 svör fundust
Hvað eru innantómar hitaeiningar?
Innantómar eða tómar hitaeiningar (kaloríur) eru hitaeiningar sem gefa orku en innihalda lítil sem engin næringarefni eins og vítamín og steinefni. Líkaminn þarf á orkunni að halda en vítamín og steinefni eru afar mikilvæg til þess að hann starfi eðlilega. Uppistaða í sælgæti er sykur. Í 100 grömmum af sykri er...
Hvað þýðir orðið "fuð" samanber örnefnin Gunnufuð, Mangafuð og Fjósafuð á Goðalandi?
Orðið fuð merkir ‚kvensköp‘ en í þessum örnefnum er merkingin ‚(kletta)gjögur‘ (Ásgeir Blöndal Magnússon, 214). Þórður Tómasson í Skógum kallar Gunnufuð og Mangafuð bergskoru (Þórsmörk, 61). Á vef Útisvistar er að finna leiðarlýsingu inn á Goðaland. Þar segir: Hvannárgil skiptist innar í Norðurgil og Suður...
Eru Dimmuborgir friðlýstar?
Dimmuborgir eru friðlýst náttúrvætti en náttúrvætti nefnast friðlýstar náttúrumyndanir svo sem fossar, eldstöðvar, hellar, drangar og fundarstaðir steingervinga og sjaldgæfra steinda sem mikilvægt er að varðveita vegna fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna, eins og segir í lögum um náttúruvernd nr. 44/1999. D...
Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurjón Baldur Hafsteinsson rannsakað?
Sigurjón Baldur Hafsteinsson er prófessor í safnafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir Sigurjóns Baldurs hafa meðal annars snúið að viðhorfi Íslendinga til dauða og sorgar, en þau viðhorf eru tengd félagspólitískum breytingum sem orðið hafa á Íslandi á undanförnum þrjátíu árum. Söfn...
Gætu nýjar hákarlategundir komið til Íslands þar sem hitastig er að hækka vegna gróðurhúsaáhrifa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Þar sem hitastig jarðar fer hækkandi vegna gróðurhúsaáhrifanna er þá möguleiki að stærri rándýr eins og hákarlar, sem sækjast í heitari sjó, komi til sjávar í kringum Ísland á næstunni? Hitastig hefur farið hækkandi á jörðinni síðastliðin ár. Til að mynda hefur hitastig á s...
Eru til örnefni sem tengjast brennum?
Brennur og álfadans settu svip á hátíðahöld um áramót á 19. og 20. öld. Elsta þekkt frásögn um slíkt er frá árinu 1791 er Sveinn Pálsson segir frá því í Ferðabók sinni að piltar í Hólavallaskóla í Reykjavík hafi haldið brennu „á hæð einni skammt frá skólanum, sem þeir kalla Vulcan.“ Hæð þessi er að líkindum Landak...
Hvernig er orkunotkun í heiminum skipt eftir orkugjöfum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:Hvað er jarðefnaeldsneyti mikill hluti af heildarorkunotkun á Íslandi? En í heiminum? Áður hefur verið fjallað um orkunotkun á Íslandi eftir orkugjöfum í svari sama höfundar við spurningunni: Hvaða orkugjafar eru á Íslandi? Þar má finna eftirfarandi töflu: Tafla 1: Orkunot...
Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á þjóðarhag?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á hag þeirra sem fyrir eru og þeirra sem eftir sitja? „Varanlegur“ flutningur fólks á aldrinum 16-70 ára milli landa hefur margþætt hagræn áhrif bæði á fráflutnings- og aðflutningsstað. Á fráflutningsstað fækkar fólki á vinn...
Hvað hefðu Svavars-samningarnir kostað ef þeir hefðu verið samþykktir?
Endurskoðuð útgáfa af þessu svari var birt 16.6.2016. Hægt er að lesa hana hér: Hvað hefðu Icesave-samningarnir kostað íslenska ríkið ef þeir hefðu verið samþykktir? Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvað hefðu Icesave-samningarnir sem kenndir eru við Svavar Gestsson kostað íslenska ríkið hingað ...
Hvað er hægt að kafa djúpt með venjulegum loftkúti?
Samkvæmt Heimsmetabók Guinness er núverandi heimsmet í köfun 133 metrar. Metið settu bandarísku kafararnir John J. Gruener og R. Neal Watson við Bahamaeyjar 14. október 1968. Kafarinn Bret Gilliam segist hafa kafað fjórum metrum dýpra árið 1990 við strönd Hondúras og Daniel J. Manion fullyrðir að hann hafi komist ...
Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alltaf í nóvember?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er það rétt að nóvemberkaktus blómstri alls staðar í heiminum í nóvember og ef svo er hvernig veit hann hvaða mánuður er? Nóvemberkaktus er ræktunarafbrigði sem tilheyrir ættkvíslinni Schlumbergera. Náttúruleg heimkynni þessarar ættkvíslar er skóglendi við strendur Suðaustur-B...
Hvenær verður næsti sólmyrkvi sem mun sjást frá Íslandi?
Sólmyrkvi (e. solar eclipse) verður þegar tunglið gengur milli sólar og Jarðar svo tunglið myrkvar sólina að hluta til eða í heild frá Jörðu séð. Það gerist aðeins þegar sólin, tunglið og Jörðin eru í beinni línu (kallað raðstaða eða okstaða). Ár hvert verða á milli tveir til fimm sólmyrkvar á Jörðinni. Seinast...
Voru grameðlur í rauninni vondar eða voru þær bara að reyna að lifa af?
Grameðlan (Tyrannosaurus rex) var ekki vond í þeim skilningi sem við leggjum í illsku heldur var hún ráneðla sem leitaði uppi bráð eða hræ sér til viðurværis rétt eins og önnur rándýr sem við þekkjum í dag. Í raun er ekki vitað hvort hún veiddi lifandi bráð eða var fyrst og fremst hrææta en um það má lesa meira í ...
Hvað er kolefnisár?
Ein leið til að aldursgreina dýra- og jurtaleifar er með hlutföllum samsæta kolefnis og er þá mælt hversu mikið af kolefnissamsætunni C-14 (einnig ritað 14C) er til staðar í sýnunum miðað við kolefnissamsætuna C-12. Þetta hlutfall 14C/12C í sýnunum er síðan borið saman við hlutfallið í andrúmsloftinu og helminguna...
Hvernig notar maður formalín til að hreinsa bein?
Í upphafi þessa svars er rétt að taka fram að formalín er ekki notað til að hreinsa bein. Formalín er notað til þess að varðveita líkamsvefi í sýnum og við líksmurningu eða sem lausn til sótthreinsunar. Ástæðan fyrir þessari notkun formalíns er sú að það hefur bakteríudrepandi áhrif. Því er hægt að varðveita líkam...