Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8468 svör fundust

category-iconNæringarfræði

Úr hverju eru asíur eiginlega? Er í alvöru til einhver ávöxtur eða grænmeti sem kallast asíur?

Asíur eru einfaldlega stórar gúrkur (Cucumis sativus) sem yfirleitt eru seldar súrsaðar. Nafnið er hingað komið úr dönsku en þar er asie notað um kjarnhreinsaða, niðurskorna og súrsaða gúrku í edikslegi. Danska orðið gæti verið afbökun orðsins achar sem er haft um hvers kyns súrsað og kryddað grænmeti og ávexti. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu kalt er í tómarúmi geimsins og hver er meðalhitinn í geimnum?

Meðalhitastigið í tómarúmi geimsins er um 2,7 kelvín (K) sem jafngildir um -270,5 °C, en minnsta mögulega hitastig er 0 K eða -273,15 °C og það kallast alkul. Þar sem fjarlægðir milli stjarna og vetrarbrauta í geiminum eru gríðarlegar þá taka stjörnur og reikistjörnur aðeins mjög lítinn hluta af rúmmáli geimsin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið glundroði og hvað merkja glund og roði í orðinu?

Orðið glundroði merkir ‘ruglingur, tætingur, samsull’. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:259) er uppruni óviss en að upphafleg merking sé hugsanlega ‘glær (þunnur) vökvi’. Fyrri liður samsetningarinnar er þá glundur ‘þunnt mauk, þunnur spónamatur, gutl; ruglingur’. Glundroði sé þá or...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að skælbrosa og hvaðan er orðið komið?

Skæl- í skælbrosa er fengið frá sögninni að skæla ‘gráta, gretta sig’. Í Corvinuspostillu frá miðri 16. öld er þetta dæmi samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans: hæddu at mier / skældu sig oc skoku hofudin. Þarna er merkingin greinilega ‘grettu sig’. Nafnorðið skæla merkir ‘grátur’ en í fleirtölu einnig ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða medister er í medisterpylsu?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er medisterpylsa og hvað merkir þetta medister forskeyti? Orðið medisterpylsa er fengið að láni úr dönsku medisterpølse. Fyrri liður danska orðsins medister, med-, er fenginn úr miðlágþýsku met, sem merkir ‘svínakjöt’, og ister er úr gamalli dönsku í merkingunni ...

category-iconHugvísindi

Hver fann upp fótboltann?

Með engu móti er hægt að segja að einhver einn hafi fundið upp fótboltann en hægt er að finna dæmi um menn sem fundu upp einstök atriði tengd honum, til dæmis ákveðnar reglur, einhvern sérstakan búnað eða ýmiss konar heiti og nöfn. Þannig er vitað hver fann upp á því að setja net í mörkin (sá fékk einkaleyfi á hug...

category-iconSálfræði

Hver er Daniel Kahneman og hvert er hans framlag til fræðanna?

Daniel Kahneman fæddist í Tel Aviv árið 1934. Foreldrar hans voru litháískir gyðingar, búsettir í París. Kahneman ólst up í Frakklandi. Bernska hans þar einkenndist af „fólki og orðum“ frekar en íþróttum eða útivist eins og honum sagðist síðar frá.1 Eftir heimsstyrjöldina flutti hann til Palestínu en þar nam hann ...

category-iconJarðvísindi

Af hverju finnst ekki gull í jörðu á Íslandi, er landið of ungt?

Ef gullgröftur á að borga sig, þarf tveimur skilyrðum að vera fullnægt: nægilega mikið rúmmál af nægilega gullríku bergi. Meðalstyrkur gulls í jarðskorpunni er um 0,005 grömm í tonni af grjóti (g/tonn) en lágmarksstyrkur vinnanlegs gulls mun vera um 1000 sinnum meiri, 5 g/tonn. Nú er talið að allar „auðunnar“ gull...

category-iconLæknisfræði

Hvað er húðkrabbamein, hvernig lýsir það sér og hverjir fá það?

Til húðkrabbameina teljast ýmsar gerðir krabbameina, sem eiga upptök sín í húð. Aðallega er um að ræða þrjár gerðir, flöguþekjukrabbamein (carcinoma squamocellulare), grunnfrumukrabbamein (carcinoma basocellulare) og sortuæxli (melanoma malignum). Síðastnefnda gerðin hefur ákveðna sérstöðu og er fjallað um hana í ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða áhrif hefur ofþjálfun á líkamann?

Skilgreiningar á ofþjálfun (e. overtraining) hafa verið á talsverðu reiki og orðið er bæði notað í mjög þröngri merkingu en einnig mjög víðri. Ofþjálfun er því oft notað yfir mörg mismunandi fyrirfæri í líkamanum. Árið 2013 var sett fram skilgreining sem flestir fræðimenn hafa stuðst við síðan.[1] Í henni felst að...

category-iconBókmenntir og listir

Hver var Drakúla?

Drakúla er þekktastur sem sögupersóna í samnefndri skáldsögu írska rithöfundarins Bram Stokers (1847-1912). Sagan Drakúla kom fyrst út árið 1897 og er að mestu í bréfaskáldsöguformi, en dagbókarbrot, blaðafrásagnir og skeyti drífa frásögnina einnig áfram. Bréfaskáldsagan á rætur að rekja til 18. aldar og af slíkum...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stærsta tegund allra fiska?

Stærsta fisktegundin er hvalháfurinn (Rhinodon typus) en hann getur orðið allt að 15 metra langur og vegið um 16 tonn. Hvalháfur (Rhincodon typus). Árið 1919 er talið að 19 metra langur hvalháfur hafi veiðst en þær mælingar voru ekki staðfestar af vísindamönnum og líklega var um ýkjur að ræða. Stærsti beinfis...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á falli og vörpun í stærðfræði?

Oftast er ekki gerður neinn greinarmunur á skilgreiningunni á vörpun og falli. Hins vegar er stundum munur á því hvernig orðin eru notuð. Vörpun eða fall, F, er skilgreint sem ákveðin „aðgerð“ sem úthlutar sérhverju staki úr tilteknu mengi, köllum það A, staki í öðru mengi sem kalla má B (sjá dæmi á mynd). Stakið ...

category-iconLandafræði

Er Bretland land eða heiti á mörgum löndum saman?

Það má leggja fleiri en eina merkingu í orðið „land“ en í þessu svari er gert ráð fyrir að það merki sjálfstætt ríki þótt það sé kannski þröng skilgreining. Samkvæmt Íslenskri orðabók Eddu er Bretland heiti á ríki sem nær yfir svæðin England, Skotland, Wales og Norður-Írland auk eyja í grennd. Á ensku kallast ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar heldur íslenski lundinn sig á veturna?

Lundi (Fratercula arctica) er sjófugl af ætt svartfugla. Hann er algengur í Norður-Atlantshafi, mörg stór vörp eru í Noregi, Færeyjum og á Bretlandseyjum og einnig eru stór vörp á Íslandi, til dæmis í Vestmannaeyjum. Lundinn lifir stóran hluta ársins úti á reginhafi, allt frá ströndum Kanada, með vesturströnd Evró...

Fleiri niðurstöður