Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8574 svör fundust
Hvenær gátu íslenskar konur stofnað til bankaviðskipta?
Kristján 9. konungur Íslands undirritaði lög um fjármál hjóna nr. 3/1900 þann 12. janúar árið 1900 sem tóku gildi 1. júlí sama ár. Í 10. grein þeirra laga er ákvæði um að sömu reglur gildi um fjárforræði giftrar konu og ógiftrar. Skipa má eiginmann sem fjárhaldsmann eiginkonu sinnar, en þó aðeins í málefnum sem sn...
Hvaða rannsóknir hefur Kristjana Stella Blöndal stundað?
Kristjana Stella Blöndal er dósent í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum beint sjónum að náms- og starfsferli ungmenna og brotthvarfi frá námi sem er óvenjumikið á Íslandi samanborið við Norðurlöndin og flest önnu...
Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg Ágústsdóttir stundað?
Ingibjörg Ágústsdóttir er dósent í breskum bókmenntum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru breskar 19., 20. og 21. aldar bókmenntir, skoskar bókmenntir á 20. og 21. öld og sögulegur skáldskapur frá 19. öld fram til dagsins í dag. Hún hefur rannsakað vinsældir Túdor-tímabilsi...
Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvers vegna styrkir Seðlabankinn krónuna með kaupum á krónum fyrir evrur og bandaríkjadali? Okkur hefur verið sagt hér áður fyrr að það væri hagkvæmara fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki svo sem sjávarútveginn að hafa tiltölulega veika krónu, þannig fengju fyrirtækin fleiri krónur...
Nýtt útlit á Vísindavef HÍ
Nýtt útlit var tekið í notkun á Vísindavef HÍ þann 8. júlí 2024. Útlitið er hannað af fyrirtækinu Jökulá sem sér um hönnun á vefjum Háskóla Íslands. Útlitsbreytingin er liður í að samræma betur ýmsa vefi HÍ og gefa þeim notendavænan heildarsvip. Geirlaugur Kristjánsson viðmótshönnuður sá um að útfæra væntanlegt út...
Fyrir hvað stendur geithafurinn í merki Grindavíkur?
Stutta svarið við spurningunni er að geithafurinn í skjaldarmerki Grindavíkur er tákn um frjósemi, ríkidæmi og vernd yfirnáttúrlegra afla. Geithafurinn er sóttur til lýsingar á landnámi Grindavíkur, eins og greint er frá því í Landnámabók. Þar kemur fram að Molda-Gnúpur og synir hans hafi byggt Grindavík. Í frá...
Getur hver sem er borið titilinn fornleifafræðingur?
Svarið er já, vegna þess að starfsheitið fornleifafræðingur er ekki verndað með lögum. Hins vegar geta aðeins þeir sem hafa lokið námi í fornleifafræði fengið leyfi til uppgraftar á fornminjum, samkvæmt skilgreiningu Þjóðminjalaga frá 2001. Ekki er heldur hefð fyrir því að þeir sem vinna við fornleifarannsóknir ti...
Af hverju skemmir sykur tennur?
Það eru sýrumyndandi sýklar sem skemma tennurnar í okkur. Sykur auðveldar vöxt sýklanna og þess vegna er meiri hætta á tannskemmdum ef við borðum mikinn sykur. Það hefur sitt að segja í hvaða formi sykurinn er og eins hversu oft við neytum hans. Sykur auðveldar vöxt sýkla.Sykur í karamellum loðir til dæmis len...
Nú er smá rifrildi í gangi, er til eitthvað rammíslenskt orð yfir pokann sem maður notar til að sprauta rjóma, kremi og majónesi?
Þríhyrningslaga plastpoki er gjarnan notaður þegar sprauta þarf rjóma, kremi eða majónesi á kökur eða rétti. Svo virðist sem hann sé oftast kallaður sprautupoki. Er það sama orð og notað er í dönsku og norsku, það er sprøjtepose og sprøytepose. Þríhyrningslaga plastpoki er gjarnan notaður þegar sprauta þarf rj...
Hvað eru til margar tegundir af hænum á Íslandi?
Það má segja að stofnforeldrar allra ræktunarhænsna í heiminum sé hið svokallaða bankívahænsni (Gallus gallus). Það má finna upprunlega í austanverðu Indlandi, í Búrma, Indókína og á Súmötru. Á Íslandi er livorno-kynið langalgengast en það er notað til eggjaframleiðslu. Livorno-kynið er einnig þekkt undir heiti...
Hvað er að „murka“ úr einhverjum lífið?
Elstu heimildir um sögnina murka virðast vera frá 19. öld samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Merkingin er ‘sarga í sundur, skera með bitlausum hníf, tálga eitthvað niður’. Þannig merkir að murka úr einhverjum lífið að drepa hann hægt og seint. Notkunina má vel sjá af eftirfarandi dæmum sem öll er að finna í...
Hvað kallast fólkið frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum á íslensku?
Sameinuðu arabísku furstadæmin kallast United Arab Emirates á ensku og á því tungumáli er orðið Emiratis notað þegar vísað er til þegnanna. Íslenskan virðist hins vegar ekki eiga neitt orð yfir íbúa landsins ef marka má lista yfir ríkjaheiti sem er að finna á vef Árnastofnunar. Listi þessi var tekinn saman af...
Hvaðan kemur heitið Síða sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu?
Í heild hljóðar spurningin svona:Hvaðan kemur nafnið „Síða“ sem nafn á tiltekinni sveit í Vestur-Skaftafellssýslu og hver er upphafleg merking þess? Síða er eldfornt örnefni yfir byggðarlag í Vestur-Skaftafellssýslu. Nafnið kemur þegar fyrir í Landnámabók og Íslendingabók Ara fróða. Það merkir bókstaflega „hlið...
Af hverju kallast svartar harðspjalda bækur með rauðum hornum kínakladdar?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Afhverju kallast kínakladdi, kínakladdi? Þ.e. svörtu harðspjalda bækurnar með rauðu hornunum og línustrikuðum blaðsíðum? Skýringin á nafninu kínakladdi mun vera sú að þessar harðspjalda, línustrikuðu minnisbækur, svartar að lit með rauðum kili og rauðum hornum, fluttust...
Hvers vegna heitir flóamarkaður þessu nafni?
Orðið flóamarkaður er myndað af orðunum fló ‘sníkjudýr’ og markaður. Á flóamarkaði ægir saman alls kyns varningi, mjög oft hrúgum af gömlum fötum, sem flær hafa oft komið sér fyrir í. Á ensku heitir svona markaður flea market, á þýsku Flohmarkt, á dönsku loppemarked þar sem fyrri hlutinn í öllum þremur orðunum er ...