Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 3174 svör fundust
Hefur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 sem kemur fyrir í Lost, einhverja stærðfræðilega merkingu?
Í sjónvarpsþáttunum Lost kemur talnarunan 4, 8, 15, 16, 23, 42 oft fyrir. Meðal annars er hún ástæða þess að ein persónan er á eynni sem þættirnir gerast á, tölurnar voru vinningstölur á lottómiða annarrar persónu og einnig má nefna að rununa þurfti að slá inn í tölvu á 108 mínútna fresti til að koma í veg fyrir h...
Af hverju voru vistarverur manna kallaðar baðstofur?
Upphafleg spurning hljóðaði svona: Baðstofa? Af hverju í ósköpunum voru vistarverur manna kallaðar baðstofur - það læðist að manni sá grunur að orðið eigi ekki rætur í líkamshirðu. Arnheiður Sigurðardóttir mag.art. skrifaði ítarlega bók og gaf út 1966 undir heitinu Híbýlahættir á miðöldum. Í fimmta kafla rek...
Hver var fyrsti fiskurinn í hafinu?
Upprunalega spurningin var á þessa leið: Veit einhver hvaða fiskur var fyrstur í hafinu? Við í 3. ÁGB í Setlandsskóla erum að læra um hafið og mig langar að vita þetta. Tilkoma fiska markar upphaf hryggdýra á jörðinni. Miðað við fyrirliggjandi þekkingu á þróunarsögu fiska er mjög líklegt að þeir hafi komið fra...
Hvaða bækur eru Grágás og Jónsbók?
Allsherjarríki eða þjóðveldi var stofnað á Íslandi á 10. öld. Eftir það giltu ein lög fyrir alla í landinu, sem var næstum einsdæmi í Evrópu. Til eru tvö stór og heilleg skinnhandrit af þjóðveldislögunum, Staðarhólsbók og Konungsbók, auk töluverðs fjölda brota. Talið er að þessar bækur hafi verið ritaðar um miðj...
Hvernig var fjallað um Araba í íslenskum miðaldaritum?
Töluvert er fjallað um Arabíu og Araba í norrænum miðaldaheimildum en flest af því sem þar kemur fram er ættað úr latneskum fornaldarheimildum. Í ítarlegri heimslýsingu Stjórnar, biblíurits sem er frá dögum Hákons V. (1299-1319), er Arabía sögð „hafandi í sér meira reykelsilegan og jurtarlegan ilm og sætleik en fl...
Hvað gerðist í bókmenntum á Íslandi árið 1918?
Freistandi væri að svara einfaldlega að fremur lítið hafi gerst í íslenskum bókmenntum árið 1918. Íslendingar höfðu um ýmislegt annað að hugsa þetta ár sem bar í skauti sér margskonar hörmungar. Þetta ár lauk fyrri heimstyrjöldinni sem hafði haft í för með sér kreppt kjör almennings svo staðan var ekki beysin þega...
Er vitað hversu margir Ísraelar fóru með Móse frá Egyptalandi?
Einfalda svarið við þessari spurningu felst í því að vísa til textans í 2. Mósebók 12:37-38. Þar segir að 600 þúsund Ísraelsmenn hafi yfirgefið Egyptaland – það er að segja karlmenn, fyrir utan konur og börn og mikinn fjölda fólks af ýmsum uppruna. Þar af leiðandi má ímynda sér á grundvelli þessa texta að hátt í t...
Er hægt að leysa þessa þraut sem ég og vinnufélagarnir höfum glímt við í meira en eitt ár?
Þrautin sem um ræðir sést á mynd 1 hér fyrir neðan. Markmiðið er að teikna óbrotna línu, sem sker sjálfa sig ekki, og fer gegnum hvert strik í kassanum á myndinni nákvæmlega einu sinni. Mynd 1 - Þrautin Ein tilraun að lausn sést á mynd 2. Þar höfum við þó lent í sjálfheldu, því enn vantar að fara gegnum strikið ...
Hverjir voru Ghenghis Khan og Kúblai Khan?
Ghenghis Kahn og sonarsonur hans Kúblai Kahn voru leiðtogar Mongóla á 13. öld eftir Krist. Undir þeirra stjórn stækkaði veldi Móngóla mikið. Þeir eru taldir vera mestu landvinningamenn sögunnar. Á tæpum 20 árum lögðu Mongólar undir sig múslímaríkin í Mið-Asíu, æddu yfir Kína og sóttu inn í Rússland. Ghenghis...
Hvað getið þið sagt mér um ævi Nikulásar Kópernikusar?
Nikulás Kópernikus fæddist 19. febrúar 1473 í borginni Torun sem nú er ekki fjarri miðju Póllands. Borgin var í Hansasambandinu á þessum tíma, mikilvæg viðskiptamiðstöð og vellauðug. Átján ára að aldri fór Kópernikus til náms við háskólann í Krakow, en hann er meðal elstu háskóla í Evrópu og naut mikillar virði...
Er Öræfajökull deyjandi eldstöð eða eykst eldvirkni þar?
Um 30-40 kílómetrum austan Austurgosbeltis eru megineldstöðvarnar Öræfajökull, Esjufjöll og Snæfell. Þessar eldstöðvar hafa verið tengdar saman og taldar mynda samhangandi belti.[1] Gosbelti þetta er ennþá illa þekkt vegna þess að það liggur að stórum hluta undir jökli. Erfitt er að ákveða aldur bergmyndananna, s...
Eru rauðíkornar í útrýmingarhættu og ef svo er, af hverju?
Rauðíkorni eða evrópski rauðíkorninn (Sciurus vulgaris) er tiltölulega algengur í skóglendi um gjörvalla Evrópu og langt austur til Síberíu. Útbreiðsla þessarar tegundar hefur þó breyst talsvert á síðustu hundrað árum og þrátt fyrir að vera enn algengir í Mið-Evrópu eru rauðíkornar á hröðu undanhaldi á Bretlandsey...
Af hverju deyr fólk?
Það má nálgast þessa spurningu á margan hátt, það er hægt að vera með heimspekilegar vangaveltur um líf og dauða (sem þó verður ekki gert hér), skoða hvað það er sem gerist í líkamanum sem veldur því að við deyjum og einnig má skoða hvað það er sem helst dregur okkur til dauða. Það eru ýmsar ástæður fyrir því ...
Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir?
Ösp (Populus) er ættkvísl stórvaxinna lauftrjáa. Innan ættkvíslarinnar eru 25-35 tegundir sem fyrirfinnast víða á norðurhveli jarðar. Aspir eru yfirleitt 15-50 metra háar og getur trjástofn stærstu tegunda orðið allt að 250 cm í þvermál. Venjulega er trjábörkur ungra aspa frá hvítum lit upp í grænleitt. Í eldri tr...
Af hverju er það vandamál að íbúum landsbyggðarinnar fari fækkandi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Af hverju er vandamál að íbúafjölda landsbyggðarinnar sé að fækka? Hvaða afleiðingar hefði það í för með sér t.d. ef byggð legðist 100% af á Vestfjörðum? Hvað er hægt að gera til að sporna við þessari þróun? Þekkist þetta vandamál í öðrum löndum? Þann 1. janúar 2015 bjuggu 117....