Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 478 svör fundust
Til hvers er frumefnið evrópín (Eu) notað og af hverju er heiti þess dregið af heimsálfunni Evrópu?
Frumefnið evrópín nefnist europium á ensku. Það hefur sætistöluna 63 í lotukerfinu og efnatáknið Eu. Atómmassi þess er 151,964 g/mól. Frumefnið finnst í náttúrunni og er stöðugt en stöðug frumefni búa yfir minnst einni stöðugri samsætu (e. isotope). Fundur frumefnisins er eignaður franska efnafræðingnum Eugène-Ana...
Hvenær urðu blóðbankar til og hvernig er hægt að geyma blóð?
Einnig hefur verið spurt: Hvað geymist blóð í blóðbönkum lengi? Er til gerviblóð? Hver (og hvenær) fann fyrst út að hægt væri að taka blóð úr manneskju, geyma það og nota það síðar í aðra manneskju? Það er gefa blóð. Hugmyndir um að nota eða taka blóð úr fólki í lækningaskyni eru mjög gamlar. Í margar aldir vo...
Hver er uppruni atviksorðsins alveg?
Atviksorðið alveg er meðal algengustu orða í íslensku, í Íslenskri orðtíðnibók (1991) er það til að mynda talið meðal 200 algengustu orðmynda málsins. Notkun þess og merking er nokkuð fjölbreytt eins og títt er um atviksorð en helstu afbrigðin eru þessi (dæmin eru sótt í nýleg dagblöð og vefsíður): 1. Notað með...
Er einhvers staðar fjallað um norðurljós í Íslendingasögunum?
Spurningin í fullri lengd var: Er einhvers staðar fjallað um norðurljós í Íslendingasögunum? Hvað með aðrar heimildir frá miðöldum? Á norðurljós er hvergi minnst með beinum hætti í Íslendingasögum, sem sumar hverjar fela þó í sér frásagnir af yfirnáttúrlegum eða óútskýrðum eldum. Meðal þeirra eru haugaeldar...
Hvar er að finna áreiðanlegar og traustar upplýsingar um COVID-19?
Hér er að finna tengla í ýmsar síður, greinasöfn, gagnabanka og annað efni þar sem áreiðanlegum og traustum upplýsingum um sjúkdóminn COVID-19 og veiruna SARS-CoV-2 er miðlað. Listinn er tekinn saman af ritnefnd COVID-19-verkefnis Vísindavefsins og verður uppfærður eftir þörfum. Efni á íslensku dAton – COVID...
Varð til einhver ný þekking í jarðfræðirannsóknum á Surtsey?
Surtsey myndaðist í eldgosi sem hófst á sjávarbotni 1963 og stóð yfir með hléum til 1967. Frá upphafi hefur Surtsey verið undir strangri vernd og eru áhrif mannfólks á náttúrulega ferla í eynni lágmörkuð eins og hægt er. Fáheyrt er að slík svæði séu vöktuð jafn vel og raunin er í Surtsey og má segja að eyjan sé ra...
Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á þjóðarhag?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvaða áhrif hafa fólksflutningar milli landa á hag þeirra sem fyrir eru og þeirra sem eftir sitja? „Varanlegur“ flutningur fólks á aldrinum 16-70 ára milli landa hefur margþætt hagræn áhrif bæði á fráflutnings- og aðflutningsstað. Á fráflutningsstað fækkar fólki á vinn...
Er rökrétt að fullyrða að landnámsmenn á Íslandi hafi verið víkingar?
Upprunalega, þegar Norðmenn og Íslendingar fóru að nota ritmál, var orðið víkingur notað um norræna karlmenn sem fóru í ránsferðir á skipum. Í sögu Egils Skallagrímssonar segir frá því að sex ára gamall drap hann tíu eða ellefu ára gamlan strák. Móðir Egils brást þannig við að hún „kvað Egil vera víkingsefni ok kv...
Mega Megas og Britney Spears 'stíga á stokk' og halda tónleika?
Spurningin í heild sinni hljóðaði nokkurn veginn svona:Við erum að velta ýmsu fyrir okkur sem er í fjölmiðlum þessa dagana. En nú má sjá að margir tónlistarmenn eru að farnir að stíga á stokk. Er þetta málvilla eða geta Megas og Britney Spears stigið á stokk og haldið tónleika?Við sjáum ekki í fljótu bragði að það...
Skapa peningar hamingju?
Svarið við þessari spurningu er í stuttu máli: Já, en að takmörkuðu leyti í þróuðum löndum eins og Íslandi. Fræðimenn hafa sýnt fram á að fjölskyldulíf, vinátta og hjónabönd hafa mun meiri áhrif á hamingju fólks á Vesturlöndum heldur en tekjur og eignir. Engu að síður er sú trú útbreidd að peningar og efnislega...
Er femínismi það sama og kvenfrelsi?
Hugtökin femínismi og kvenfrelsi hafa frá upphafi kvennahreyfingarinnar verið tengd hvort öðru. Femínismi er hugsjón um það samfélagslega réttlæti sem felst í jafnrétti kynjanna. Krafan um kvenfrelsi hefur gjarnan verið miðuð við það félagslega frelsi sem karlar hafa yfir að ráða. Hugtökin eru þannig bæði háð því ...
Hvað eru vetnishalíðar?
Halógenar skipa sautjánda flokk lotukerfisins (áður kallaður 7. flokkur). Þeir eru flúor (F), klór (Cl), bróm (Br), joð (I), astat (At) og frumefni númer 117 en enn á eftir að staðfesta tilvist þess og gefa því viðurkennt nafn samkvæmt Alþjóðasamtökum um hreina og hagnýta efnafræði (IUPAC). Samheiti mínushlaðinna ...
Hvernig var kosningakerfi Grikkja til forna?
Til þess að útskýra kosningakerfi Forngrikkja verður að segja einnig lítið eitt um helstu stjórnmálastofnanir þeirra. Í flestum grískum borgum var aðalstjórnmálasamkundan þing sem kallaðist ekklesia. Þangað gátu allir frjálsir borgarar komið og greitt atkvæði en þátttakan takmarkaðist þó við karlmenn sem náð hö...
Hver var Thomas Morgan og hvert var hans framlag til erfðafræðinnar?
Thomas Hunt Morgan fæddist 25. september 1866, í Lexington, Kentucky, í Bandaríkjunum en lést 4. desember 1945. Bakgrunnur Morgans var í þroskunarfræði en hans merkilegustu uppgötvanir voru á sviði erfðafræði. Hann lauk doktorsprófi (1899) frá John Hopkins-háskóla í Baltimore, þar sem hann rannsakaði þroskun s...
Hvenær á að nota „mig“ og hvenær á að nota „mér“ með sagnorðum?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær á að nota „mig“ og hvenær á að nota „mér“ með sagnorðum? (Til dæmis mig langar, mér finnst). Flest sagnorð taka með sér nafnorð eða fornöfn, eitt eða fleiri, til að tákna þátttakendur í þeirri athöfn, atburði eða aðgerð sem sögnin lýsir. Mjög oft stendur eitt þessara nafnor...