Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 451 svör fundust
Hver var Thomas Kuhn og hvert var hans framlag til vísindanna?
Thomas Samuel Kuhn (1922–1996) var bandarískur vísindasagnfræðingur og vísindaheimspekingur, þekktastur fyrir bók sína Vísindabyltingar (e. The Structure of Scientific Revolutions) og hugtök á borð við viðmið (e. paradigm) og ósammælanleika (e. incommensurability). Kuhn stundaði nám í eðlisfræði við Harvardhásk...
Er hægt að lýsa 9. sinfóníunni með orðum?
Níunda sinfónía Ludwigs van Beethoven (1770–1827) er eitt meginverk tónlistarsögunnar. Hún var samin seint á ævi hans, á árunum 1822-1824 og er að mörgu leyti tímamótaverk þótt ekki hafi allar hugmyndir tónskáldsins verið splunkunýjar. Ludwig van Beethoven (1770–1827). Upphaf sinfóníunnar er dularfullt og ó...
Hvers konar stjarna er Seres og hvenær fannst hún?
Seres, eða 1 Seres, er dvergreikistjarna og stærsti hnötturinn í smástirnabeltinu milli brauta Mars og Júpíters. Seres er um 945 km í þvermál og því eina fyrirbærið í smástirnabeltinu sem hefur nægan þyngdarkraft til að vera því sem næst fullkomlega kúlulaga. Seres inniheldur þriðjung af heildarmassa smástirna í s...
Hvað getur þú sagt mér um stjörnuþyrpingar?
Stjörnuþyrping er hópur stjarna sem haldast saman á litlu svæði vegna þyngdaraflsins. Stjörnuþyrpingum má skipta í kúluþyrpingar og lausþyrpingar. Stjörnuþyrpingum má þó ekki rugla saman við vetrarbrautir sem eru miklu stærri og stjörnur þeirra laustengdari. Í flestum vetrarbrautum er bæði að finna kúluþyrpingar o...
Hvað getið þið sagt mér um Cassini-Huygens-leiðangurinn til Satúrnusar?
Cassini-Huygens er ómannað geimfar sem rannsakar Satúrnus, hringa hans og fylgitungl. Því var skotið á loft þann 15. október 1997 og komst á braut um Satúrnus þann 1. júlí 2004. Geimfarið skiptist í Cassini-brautarfarið, sem hringsólar um Satúrnus, og Huygens-kannann sem lenti á Títan þann 14. janúar 2005. Geimför...
Hver var heimspekingurinn Deleuze og hvert er framlag hans til hinna ólíku fræðasviða?
Gilles Deleuze var franskur heimspekingur sem hafði víðtæk áhrif á margvíslegum sviðum á síðustu áratugum 20. aldar og í upphafi þeirrar 21. Hann fæddist í París árið 1925 og lést 1995, sjötugur að aldri. Hann hóf feril sinn með áhugaverðum verkum um sögu heimspekinnar, þar sem hann fjallaði um feril og hugmyndir ...
Hvernig tengjast jarðskjálftar eldgosum?
Af jarðeðlisfræðilegum aðferðum sem beita má til rannsókna á innviðum eldfjalla, er jarðskjálftafræði ef til vill mikilvægust. Hún getur gefið upplýsingar um uppbyggingu eldstöðva og jarðskorpuna undir þeim, en einnig um spennu í skorpunni, og þá sérstaklega hvar hún fer yfir brotmörk og leiðir til skjálfta. Þegar...
Hver var fyrsti íslenski trúboðinn?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Landnámabók segir að fóstbræðurnir Kollur og Örlygur hafi komið til Íslands í trúboðserindum á landnámsöld. Þeir komu frá Suðureyjum, líklega frá Kólumbusarklaustrinu á Iona, sem þá var miðstöð kristni. Eftir vetursetu í Örlygshöfn reisti Örlygur kirkju að Esjubergi, sem ...
Hvað eru mógrafir og til hvers voru þær grafnar?
Mógrafir, það er grafir sem myndast við mógröft, eru meðal algengustu fornleifa á Íslandi og sjást oft í mýrlendi. Úr þeim fékkst mór sem var mikilvægt eldsneyti hér á landi allt fram á 20. öld. Grafirnar láta oft lítið yfir sér en eru stórmerkilegar heimildir um eldsneytisnotkun Íslendinga áður fyrr. Flestar mógr...
Er til próf sem sýnir hvort maður hafi einhvern tíma fengið COVID-19?
Upprunaleg spurning Leifs var: Varðandi COVID-19-vírusinn. Ég hef unnið í ca. 4 daga í nánum samskiptum við fólk frá Asíu, t.d. Kína, Tælandi, þegar þetta fólk var að ferðast hér. Síðastliðið haust fékk ég slappleika og var lengi að ná mér, m.a. þrálátan þurran hósta, og þetta var svo slæmt að ég fór í fyrsta sk...
Hvað er vitað um dyngjugos á Reykjanesskaga?
Dyngjugos á Reykjanesskaga byrja sennilega í flestum tilvikum sem sprungugos. Vísbendingar um slíkt má sjá í Fagradalsfjallskerfinu og víðar. Virknin færist síðan smám saman í einn gíg og þróast í sígos sem stendur lengi, jafnvel nokkur ár í stærstu dyngjunum. Hraunframleiðsla er talin lítil eða kringum fimm rúmme...
Eru til afgerandi málfræðileg rök fyrir því að rita eigi leysir frekar en leisir?
Orðið laser í ensku og fleiri tungumálum er í raun skammstöfun sem vísar til enska hugtaksins ‘Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation’. Ýmsir hafa velt fyrir sér hvort finna megi afgerandi málfræðileg rök fyrir því að íslenskur ritháttur sé leysir fremur en leisir. Stutta svarið við spurningunni e...
Hvað ganga mörg tungl í kringum reikistjörnuna Satúrnus og hvað heita þau?
Umhverfis Satúrnus ganga að minnsta kosti 146 þekkt fylgitungl. Erfitt er að komast að nákvæmri tölu því strangt til tekið eru allir stórir íshnettir í kringum reikistjörnuna fylgitungl, en erfitt getur reynst að skilja á milli stórra hringagna og lítilla fylgitungla. Af þessum tunglum eru aðeins sjö nógu stór og ...
Valda kannabisefni varanlegum skemmdum á neytanda (ekki lungum)?
Neysla á kannabis fer oftast þannig fram að hann er reyktur. Þess vegna er eðlilegt að umfjöllun um skaðsemi kannabis miðist við það heilsutjón, sem kann að leiða af kannabisreykingum. Í kannabisplöntunni er urmull af efnum, sem berast út í reykinn þegar plantan er reykt. Sum þeirra ummyndast og breytast í ný efna...
Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarafls út?
Hér er svarað eftirtöldum spurningum:Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarafls út? (Björn Reynisson)Hvað er hlutur lengi að finna fyrir þyngdaráhrifum annars hlutar? „Samstundis“ eða með hraða ljóssins? (Jón Pétursson)Hversu hratt ferðast þyngdarkrafturinn? (Benjamín Sigurgeirsson)Verkar þyngdarafl í geimnum samstun...