Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8418 svör fundust

category-iconEfnafræði

Er hætta á að mengandi efni myndist þegar dagblöð eru brennd í kamínu innanhúss?

Við þessari spurningu væri hægt að gefa einfalt svar: Já, það er óhjákvæmilegt. Skoðum það aðeins nánar. Við alla brennslu myndast mengandi efni í nokkrum mæli. Við brennsluna myndast fínt ryk eða sót og gastegundir eins og koltvíoxíð, kolmónoxíð, nituroxíð og brennisteinstvíoxíð. Reykurinn frá eldi af þessu t...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig eru maurabú og er hægt að búa þau til heima hjá sér?

Um 8.000 tegundir maura innan ættarinnar Formicidae hafa fundist á jörðinni. Maurar lifa um heim allan en langflestar tegundir eru í hitabeltinu, sérstaklega á regnskógasvæðunum. Allar maurategundir lifa í hópum eða nýlendum enda eru maurar svokölluð félagsskordýr. Samfélög þeirra eru vel skipulögð með skýrri verk...

category-iconLæknisfræði

Af hverju stafar brjósklos og hvaða einkenni fylgja því?

Hryggsúlan er sett saman úr 26 smábeinum sem kallast hryggjarliðir og brjóskþófum sem tengja beinin saman. Þessir þættir raðast upp í súlu sem umlykur mænuna og styður við efri hluta líkamans. Hryggnum er gjarnan skipt í eftirtalda hluta: hálshluta, sem samanstendur af 7 hálsliðum brjósthluta, sem myndaður er a...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað er langt þangað til að sólin verður að rauðum risa og hvað verður um hana þegar hún er orðin að hvítum dverg?

Við rannsóknir á sólstjörnum standa vísindamenn frammi fyrir þeim vandkvæðum að þróun sólstjarna tekur milljónir og jafnvel milljarða ára. Það er því engin leið að geta fylgst með þróun einnar stjörnu frá upphafi til enda. Vísindamenn verða því að reyna að ákvarða hversu langt er liðið á þróunarskeið ýmissa stjarn...

category-iconFöstudagssvar

Er til einhver tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni?

Það vill svo skemmtilega til að Vísindavefurinn er nýbúinn að gefa út bókina Leiðarvísir með börnum sem framvegis mun fylgja með öllum börnum við fæðingu, en í henni er einmitt fjallað um þetta mikilvæga málefni! Við birtum hér útdrátt úr kaflanum „Tæknileg lýsing á því að skipta um kúkableiu á ungabarni“. Tæk...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða vefir í líkamanum gera ekki við sig?

Eftir að taugafrumur og vöðvafrumur hafa náð fullum þroska gera þær ekki fullkomlega við sig verði þær fyrir alvarlegum skaða. Sem dæmi má nefna að kransæðastífla í hjartavöðva leiðir til þess að hluti af vöðvanum fær ekki súrefni og deyr í kjölfarið. Þetta kallast hjartadrep og ef um stóran hluta af hjartanu er a...

category-iconLögfræði

Eiga aðstandendur látins manns rétt á að sjá sjúkraskrár hans?

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Eiga aðstandendur látins manns rétt á því að fá afrit af sjúkraskrám hins látna hafi hann meðan á sjúkralegu sinni stóð veitt samþykki sitt fyrir því? Í sjúkraskrám er oft að finna viðkvæmar persónuupplýsingar og því gilda mjög strangar reglur um afhendingu þeirra. Í 14. gr...

category-iconJarðvísindi

Hvernig getur vatn látið fljótandi hraun harðna?

Öll föst efni, sem við köllum líka storku, breytast í vökva og síðan í gas ef þau eru hituð nógu mikið. Gös breytast líka í vökva eða storku og vökvi í storku ef efnið er kælt nægilega. Hraunin sem við sjáum í kringum okkur á Íslandi hafa þannig öll storknað við kælingu, yfirleitt í snertingu við loft eða vatn. ...

category-iconHugvísindi

Hvenær ríktu Rómverjar?

Samkvæmt venju er stofnun Rómar talin hafa átt sér stað 21. apríl árið 753 f.Kr. Í fyrstu var Róm ekki nema lítið þorp við ána Tíber. Er fram liðu tímar óx borgin og Rómverjar seildust til áhrifa utan borgarinnar. Róm varð lýðveldi árið 510 eða 509 f.Kr. Á lýðveldistímanum varð Rómaveldi að stórveldi. Rómverjar ná...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Rosalind Franklin og hvernig tengist hún rannsóknum á DNA?

Rosalind Elsie Franklin var fædd í London árið 1920. Hún var af gyðingaættum. Hún lauk jafngildi B.Sc.-prófs í eðlisfræði frá Cambridge árið 1941 og hlaut doktorsgráðu í eðlisefnafræði frá sama skóla árið 1945. Rannsóknir hennar til doktorsprófs snerust um vissa eiginleika kola. Frá 1947 til 1950 starfaði hún í Pa...

category-iconVeðurfræði

Hver er mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi?

Mesta snjódýpt sem mælst hefur á Íslandi er 279 cm við Skeiðsfossvirkjun 19. mars 1995. Snjódýptarmælingar eru erfiðar hér á landi. Það er einkum tvennt sem kemur til. Í fyrsta lagi er skafrenningur algengur. Hann veldur því að snjór er sjaldnast jafnfallinn og oft eru risavaxnar fannir innan um marauð svæði...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar heldur síldin til eftir árstíðum við Ísland?

Síldin er árstíðabundin þar sem hún hrygnir á ákveðnum stöðum og gengur síðan eftir hrygningu á ætisstöðvar. Á síldarárunum svokölluðu fóru síldveiðar á norsku vorgotssíldinni, eða norsk-íslensku síldinni eins og hún nefnist í dag, fram á vorin og sumrin og var hún því árstíðabundin hérlendis. Þrír síldarstofna...

category-iconLæknisfræði

Hvað er flóðmiga og er til einhver meðferð við henni?

Flóðmiga (diabetes insipidus) er sjúkdómur sem stafar af vanseyti á þvagtemprandi hormóni (ÞTH - e. ADH eða vasopressin). ÞTH er myndað í undirstúku heilans og er geymt í og seytt frá afturhluta heiladinguls. Seyti ÞTH fer eftir styrk natrínjóna og vatnsmagns í blóði en þetta tvennt helst í hendur. Ef natrínjónast...

category-iconFöstudagssvar

Er ekki áhyggjuefni að krónan falli svo hratt að svarthol myndist sem eyði jörðinni; svona eins og þeir höfðu áhyggjur af í Sviss?

Eins og kemur fram í svari við spurningunni hvort tilraunir Evrópsku rannsóknamiðstöðvarinnar í öreindafræði (CERN) með stóra sterkeindahraðlinum (e. Large Hadron Collider) ógni tilvist heimsins þá setti fjöldi fólks fram tilgátur um mögulegar hamfarir í kjölfar tilraunanna. Má fræðast um tilgang þeirra í merkri b...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Get ég aukið hjartsláttinn með því að hugsa um hlaup og kæmi það þá í staðinn fyrir líkamlegu áreynsluna?

Hjartað og hjartsláttur eru að mestu leyti undir stjórn ósjálfráða taugakerfisins. Svonefnd drif- og sefkerfi (e. sympathetic and parasympthetic nervous system) sjá um þessa stjórn og það er samspil þeirra sem ræður hjartsláttartíðni. Drifkerfið eykur hjartslátt og kraftinn í slögunum en sefkerfið lækkar hjartslát...

Fleiri niðurstöður