Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5568 svör fundust
Þarf ég að hlýða ef lögreglan stoppar mig og skipar mér að koma í lögreglubílinn?
Í lögreglulögum nr. 90/1996 er fjallað um störf lögreglumanna og framkvæmd lögreglustarfa og þar koma fram þær valdheimildir sem lögreglumenn hafa. Í 14. gr. laganna segir að handhöfum lögregluvalds sé heimilt að beita valdi við framkvæmd skyldustarfa sinna en aldrei megi þeir þó ganga lengra í beitingu valds e...
Hvað merkir orðið fimbulfamb?
Margir hafa nú um jólin gripið í spilið Fimbulfamb. Elsta heimild um orðið fimbulfamb í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá síðasta hluta 19. aldar: Þegar jeg tala um einkennislýsing, á jeg ekki við hið óendanlega fimbulfamb um smámuni. (Eimreiðin 1898:38) Orðið er notað í merkingunni ‘þvættingur, heimskutal...
Hvaða áhrif hefur hlýnun á jörðinni á jökla, hafís og sjávarborð?
Jöklar um allan heim hafa rýrnað frá lokum 19. aldar en mest þeir sem eru utan heimskautasvæða. Jöklar í Ölpunum, í Norður-Ameríku, á Nýja-Sjálandi, í Skandinavíu og á Íslandi hafa látið mjög á sjá. Jöklar hafa einnig horfið í hæstu fjöllum í Afríku, Suður-Ameríku og Himalajafjöllum. Undir lok 20. aldar jókst rýrn...
Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hversu lengi eru áldósir og plastflöskur að brotna niður í náttúrunni og hvaða skaðlegu efni geta losnað? Ál er mjög sterkt efni og er því mjög lengi að brotna niður í náttúrunni. Hversu fljótt það eyðist fer eftir því hversu mikil veðrunin er, það er vindur, úrkoma...
Á hvaða tímabili var tónskáldið Franz Joseph Haydn uppi og hvers konar tónlist var þá algengust?
Austurríska tónskáldið Franz Joseph Haydn var fæddur árið 1732 og lést 1809. Um það skeið í tónlistarsögunni sem hófst um svipað leyti og Haydn kom í heiminn og varði fram á fyrstu ár 19. aldar er oft haft hugtakið „klassíski stíllinn“. Klassík er gjarnan notað um list sem ýmist lagar sig eftir eða er á einhve...
Hvað hefur vísindamaðurinn Jón Guðnason rannsakað?
Jón Guðnason er dósent við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður Gervigreindarseturs Háskólans í Reykjavík. Hann leggur stund á rannsóknir í talmerkjafræði og máltækni. Rannsóknir Jóns í talmerkjafræði snúa aðallega að því að hanna og þróa aðferðir við að greina heilbrigði og hugrænt á...
Hvenær gátu íslenskar konur stofnað til bankaviðskipta?
Kristján 9. konungur Íslands undirritaði lög um fjármál hjóna nr. 3/1900 þann 12. janúar árið 1900 sem tóku gildi 1. júlí sama ár. Í 10. grein þeirra laga er ákvæði um að sömu reglur gildi um fjárforræði giftrar konu og ógiftrar. Skipa má eiginmann sem fjárhaldsmann eiginkonu sinnar, en þó aðeins í málefnum sem sn...
Var manneskjan til þegar Ísland myndaðist?
Stutta svarið við spurningunni er að Ísland myndaðist löngu áður en menn urðu til. Eins og fram kemur í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands? þá tók Norður-Atlantshafið að opnast fyrir um það bil 60 milljón árum. Síðan þá hefur verið land yfir heita reitnum...
Hvernig hefur þróun hrognkelsa verið undanfarin ár?
Hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) hafa verið veidd hér við land í áraraðir, bæði grásleppa, sem er hrygnan, og rauðmaginn, sem er hængurinn. Fiskurinn er veiddur í net þegar hann gengur upp á grunnsævið til hrygningar. Hrygning fer fram á grýttum og þanggrónum botni á 0-40 metra dýpi. Venjulega koma fyrstu hrygnurna...
Hvað er „að komast í hann krappan“?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: "Að komast í hann krappan" þýðir að koma sér í vandræði. En hvaðan kemur þetta orðatiltak? Hvaða krappi er þetta sem við komum okkur í? Maður hefur heyrt "að komast í/stíga krappan dans" en það útskýrir tiltækið ekkert betur. Lýsingarorðið krappur merkir ‘þröngur, knapp...
Hvaða rannsóknir hefur Ingibjörg Ágústsdóttir stundað?
Ingibjörg Ágústsdóttir er dósent í breskum bókmenntum við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru breskar 19., 20. og 21. aldar bókmenntir, skoskar bókmenntir á 20. og 21. öld og sögulegur skáldskapur frá 19. öld fram til dagsins í dag. Hún hefur rannsakað vinsældir Túdor-tímabilsi...
Hver er munurinn á heimastjórn og sjálfstjórn?
Í stuttu máli á hugtakið sjálfstjórn við um þau landsvæði sem stjórna sér sjálf en heimastjórn er aðallega notað um nýlendur sem njóta einhverrar sjálfstjórnar. Landsvæði sem er undir stjórn ákveðins ríkis getur notið sjálfstjórnar í einhverjum mæli. Sé sjálfstjórnin töluverð hvað varðar framkvæmdarvald, löggja...
Af hverju kaupa fyrirtæki hlut í sjálfum sér og af hverju er það leyft?
Hlutafélög hafa í grundvallaratriðum tvær leiðir til að skila hagnaði af rekstri til hluthafa sinna. Algengasta leiðin er arðgreiðslur en einnig verður sífellt algengara að þau kaupi eigin hlutabréf af hluthöfum. Báðar leiðirnar eru löglegar að uppfylltum tilteknum skilyrðum en í sumum löndum eru eða hafa verið ta...
Hversu hratt gæti COVID-19 smitast um alla heimsbyggðina og hversu fljótt væri hægt að stöðva faraldurinn?
Frá því að COVID-19-sýking kemur fram getur einstaklingur smitað um fjóra aðra á einni viku. Fjöldi smitaðra getur fjórfaldast í hverri viku, en til að fjöldinn nái þúsund þarf um það bil einn mánuð. Sem sé þúsundföldun á rúmum mánuði og þúsundfalt það eftir annan mánuð. Smitið nær þá til milljón manns á rúmum tve...
Af hverju myglar brauð ekki ef það er geymt í púðursykri?
Púðursykur er mjúkur vegna þess að hann inniheldur örlítið vatn eða um 1,5% af heildarmassanum, eins og lesa má í svari við spurningunni Hvers vegna helst púðursykur mjúkur ef maður hefur brauðsneið í boxinu? Ef umbúðirnar utan um púðursykurinn eru ekki nægilega loftþéttar gufar vatnið í honum upp og sykurinn har...