Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5181 svör fundust
Hvernig varð orðasambandið „að lepja dauðann úr skel" til?
Orðasambandið merkir að ‘draga fram lífið í mikilli fátækt, lifa við sult og seyru’. Sögnin lepja merkir að ‘ausa upp í sig vökva eða þunnri fæðu með tungunni’ eins og til dæmis hundar og kettir gera. Kunnugt er að fátækt fólk notaði áður fyrr skeljar í stað spóna eða skeiða og lítill sopi var þá í hverri skel. ...
Finnast kleggjar eða hestaflugur á Íslandi?
Í stuttu máli þá lifa kleggjar ekki á Íslandi. Kleggi (ft. kleggjar) er íslenska heitið á ætt tvívængja sem kallast Tabanidae á latínu. Þær hafa líka verið kallaðar hestaflugur á íslensku, væntanlega vegna enska heitisins 'horse fly'. Meðal margra annarra enskra heita sem notuð eru yfir þessar flugur eru 'deer ...
Finnast eiturefni í íslenskum fiskum?
Í mjög stuttu máli er hægt að svara spurningunni á eftirfarandi hátt:Niðurstöður rannsókna benda til þess að magn þungmálma og þrávirkra efna sé mjög lítið á helstu fiskimiðum við landið. Undantekning er kadmín, sem mælist hátt í íslensku sjávarlífríki og kopar og sink sem mælast hátt í kræklingi. Það má að öllu...
Hvernig vita vísindamenn um loftslag á jörðinni til forna?
Upprunalega spurningin var: Var loftslagið á Íslandi, Grænlandi og víðar þar sem norrænir menn settust að í kringum landnámsöld mun hlýrra en við þekkjum í dag, eða svipað? Hvaða heimildir eru fyrir því, t.d. úr sagnaritun miðalda og vísindalegum mælingum? Náttúrulegar veðurfarssveiflur eru þekktar frá fyr...
Hver er elsta þekkta heimild um galdrastafi á Íslandi?
Íslensk hefð galdrabóka, sem á alþjóðmálum kallast grimoires, hófst snemma á svonefndri lærdómsöld (1550–1750), sem þrátt fyrir nafnið var engan veginn laus við hjátrú. Fyrir miðja 16. öld urðu siðaskipti í landinu og tók lútherstrú við af kaþólsku. Ísland var þá hluti af danska konungsríkinu. Ströng opinber viðmi...
Hvað er fuglaflensa?
Fuglaflensa hefur nýlega tekið sér bólfestu í villtum fuglum á Íslandi og er það í fyrsta sinn sem hún greinist hér á landi. Þegar þetta svar er skrifað hefur fuglaflensan eingöngu fundist í villtum fuglum og ólíklegt er talið að þessi tiltekna fuglaflensa berist til manna. Hins vegar er mikilvægt að skilja eðli f...
Hefur glæpatíðni aukist á Íslandi undanfarin ár?
Þegar rætt er um glæpatíðni er átt við fjölda afbrota miðað við íbúafjölda, oftast mælt sem fjöldi skráðra brota á hverja 10.000 íbúa á ári. Þetta gerir okkur kleift að bera saman afbrotatölur milli ára og milli landa, og taka um leið tillit til þess að fólksfjöldi getur verið mjög ólíkur sem hefur áhrif á fjölda ...
Hvað er framlegð?
Framlegð er notuð yfir tekjur að frádregnum breytilegum kostnaði. Með breytilegum kostnaði er átt við kostnað sem breytist með framleiddu magni (ef um framleiðslufyrirtæki er að ræða) eða seldu magni (ef um dreifingaraðila er að ræða). Sem dæmi má nefna smásala sem kaupir vöru af heildsala á 80 krónur. Gerum ráð f...
Er hrossabændum ekki skylt að búa vel að hrossum sínum á veturna?
Upphaflega spurningin var þessi:Af hverju eru hrossabændum ekki gert skylt að hafa þannig aðbúnað hjá hrossum að þau séu ekki á berangri að vetri til?Það er lífsnauðsyn fyrir hross að komast í skjól í verstu vetrarveðrum, sérstaklega ef tíðarfar er mjög umhleypingasamt. Hross sem standa skjóllítil í höm hafa sig e...
Hver er tilgangur lífsins? / Til hvers er lífið?
Í grófum dráttum má skipta svörum þeirra hugsuða sem hafa fjallað um þessa spurningu í tvo flokka: Annars vegar þá sem telja tilganginn búa í lífinu sjálfu; þetta mætti kalla hlutlæg viðhorf. Og hins vegar þá sem halda því fram að það búi enginn tilgangur í lífinu sjálfu heldur verði fólk að búa hann til sjálft; ...
Hvers vegna eru plöntur grænar en ekki fjólubláar eða svartar?
Grasið er grænt vegna litarefnisins blaðgrænu (Chlorophyll) sem er staðsett í grænukornum í laufblöðum plöntunnar. Þetta efni sinnir einu mikilvægasta hlutverkinu í plöntunni sem er kallað ljóstillífun (Photosynthesis). Með ljóstillífun framleiðir plantan næringarefni eins og kolvetni, prótín og fleira. Dýr og men...
Hvers vegna er fólk á móti fóstureyðingum?
Fólk getur verið á móti fóstureyðingum af ýmsum ástæðum, en þau fræðilegu rök sem algengast er að menn beri beri fyrir sig eru þessi: Það er rangt að deyða mannverur Fóstur er mannvera Þess vegna er rangt að eyða fóstri Veikasti hlekkurinn í þessari rökfærslu virðist vera 2. Þótt því verði varla á móti m...
Hvers vegna halda plastumbúðir ekki súrefni og hvernig er hægt að lágmarka súrefnisflæðið?
Hvaða þættir valda því að plastumbúðir halda ekki súrefni? Öll plastefni eru í raun flóki af risalöngum fjölliðukeðjum sem er líkastur hrúgu af soðnu spaghettíi. Hver fjölliðukeðja er mynduð úr raðtengdum atómum, oft 10-100 þúsundum þeirra, líkt og perlur í perlufesti. Langoftast eru það kolefnisatóm sem er...
Er líf á hafsbotni?
Hafsbotninn hefur að geyma fjölbreytilegt lífríki og kallast lífverurnar á botninum botndýr og botnþörungar. Meðal þeirra fyrrnefndu eru krossfiskar, samlokur, ýmsir krabbar og margt, margt fleira. Einfalt er að kynnast botndýrum og botnþörungum með því að ganga eftir strandlengjunni. Víða á brimasömum ströndum má...
Hvað er það í mjólkurafurðum sem veldur óþoli hjá ungbörnum?
Spurningunni fylgdi eftirfarandi skýring:Ég er með 3 vikna barn á brjósti. Ég borðaði mikinn mjólkurmat (skyr, AB-mjólk, súrmjólk, osta) og drakk mörg mjólkurglös á dag. Barnið var mjög órólegt fljótlega á 2. viku, allan sólarhringinn. Ég ráðfærði mig við hjúkrunarfræðinginn sem nefndi við mig að hætta að neyta mj...