Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1188 svör fundust

category-iconHugvísindi

Hvað er stóuspeki?

Stóuspeki er heimspekikerfi sem varð til í Aþenu undir lok 4. aldar f.Kr. Upphafsmaður þessa heimspekikerfis var maður að nafni Zenon frá Kítíon. Eftir að hafa numið hjá hundingjanum Kratesi, platonistanum Pólemoni og spekingunum Díodórosi Krónosi og Stilponi frá Megöru hóf hann að kenna undir súlnagöngunum Stoa P...

category-iconJarðvísindi

Í hvers konar gosum myndast hraungúlar?

Hraungúlar (e. lava dome) myndast í gosum þar sem uppstreymi kvikunnar er mjög hægt. Reyndar svo hægt að auðveldast er að mæla það með ljósmyndum sem teknar eru frá sama stað og sjónarhorni á viku til mánaðar fresti (sjá mynd 1). Að sama skapi er framleiðnin í þessum gosum í minna lagi, eða á bilinu 1-100 rúmmetra...

category-iconHeimspeki

Er hægt að segja að talan 0 sé eining, öllu heldur sem eitthvað, jafnvel áþreifanlegt?

Elstu menningarþjóðirnar, Forn-Egyptar, Majar, Kínverjar og Súmerar, virðast hafa haft hugtakið "núll", en sérstakt tákn var þó ekki notað fyrir það nema stundum til að gefa til kynna eyðu á milli annarra tölustafa. Fyrsta notkun á tölustafnum "0" (það er samsvarandi tákni) á sama hátt og hann er notaður í dag kem...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvaða áhrif hefur hnattræn hlýnun á lífríki sjávar?

Hnattræn hlýnun er sú hækkun á meðalhitastigi sem mæld hefur verið á jörðinni síðan mælingar hófust. Frá iðnvæðingunni sem hófst um 1750 hefur magn gróðurhúsalofttegunda (koltvíildis, einnig nefnt koltvísýringur og koldíoxíð, metans, ósons, kolflúorkolefna) aukist gríðarlega í andrúmsloftinu. Sameindir þeirra drek...

category-iconFélagsvísindi almennt

Af hverju þurfa tenniskonur að spila í pilsum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Á hvaða forsendum eru kvenkyns tennisspilarar skikkaðir til að vera í pilsum, meðan karlarnir mega bara ráða þessu sín megin? Og þá ekki síður, hvers vegna hefur enginn reynt/tekist að breyta þessu fáránlega karlrembulega misræmi?! Stutta svarið við spurningunni er að engar alm...

category-iconVeðurfræði

Hvað orsakaði það að stórir ísklumpar féllu til jarðar fyrir skömmu?

Það er óleyst ráðgáta, en böndin beinast að flugvélum. Í stórum skúraklökkum myndast stundum haglmolar sem geta orðið hátt í kg að þyngd. Svo þungt hagl myndast í sterku uppstreymi þar sem ísmoli getur náð töluverðri þyngd áður en hann fellur til jarðar. Á leið sinni niður rekst hann á fjölda undirkældra vatnsd...

category-iconSálfræði

Á að hindra aðgang fíkla að tölvuleikjum?

Spurningin í heild var svohljóðandi:Í svari ykkar við spurningunni Eru tölvuleikir vanabindandi? þann 14.02. kemur fram að breyta þurfi aðstæðum "fíkilsins" kerfisbundið. Hvernig ber að skilja það? Á t.d. að hindra aðgang viðkomandi að tölvuleikjum? Eða hvað á að gera? Svar óskast.Spurningin vísar í eftirfarandi o...

category-iconVísindi almennt

Hvenær var smokkurinn fundinn upp?

Óvíst er hvenær smokkurinn var fyrst fundinn upp. Þó er víst að ýmsir hlutir hafa verið notaðir í aldanna rás til að þekja getnaðarlimi í þeim tilgangi að vernda gegn þungun og sýkingum og til skrauts og örvunar. Nokkurs konar slíður til að setja á getnaðarlim var notað af egypskum karlmönnum um 1350 fyrir Krist. ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna verður maður eins og sveskja á puttum og tám eftir heitt bað?

Náttúruleg olía sem kallast sebum þekur húð okkar. Olían er framleidd í fitukirtlum sem liggja nálægt hársekkjunum. Sebumolían verndar húðina, gefur henni raka og gerir hana vatnshelda ef svo má að orði komast. Ef við erum lengi í heitu eða köldu baði skolast sebumolían af. Þá er yfirborð húðarinnar ekki lengu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða hlutverki gegnir undirstúka í heila?

Undirstúka tilheyrir milliheila og liggur undir þeim hluta heilans sem nefnist stúka og yfir þeim hluta hans sem nefndur er heiladingull. Þrátt fyrir litla stærð stjórna kjarnar í undirstúku mörgum nauðsynlegum störfum í líkamanum og tengjast flest þeirra samvægi hans. Helstu hlutverk undirstúku eru eftirfar...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Til hvers er meyjarhaft?

Masters, Johnson og Kolodny (1982) halda því fram að meyjarhaftið (hymen) gegni engu sérstöku hlutverki. Hins vegar hafi það í tímans rás verið konum mikilvægt að geta fært sönnur á meydóm sinn með óspjölluðu meyjarhafti. Segja má að hlutverk meyjarhaftsins í því samhengi sé að veita fyrirstöðu við fyrstu samfarir...

category-iconLæknisfræði

Til hvers eru hálskirtlarnir fyrst það er alltaf verið að fjarlægja þá?

Hálskirtlar eru gamalt heiti á líffærum úr eitilvef sem heita réttu nafni gómeitlur (e. palatine tonsils) en eru einnig nefndir kverkeitlur. Eitlur (e. tonsils) tilheyra ónæmiskerfi líkamans og taka því þátt í vörnum hans gegn sýklum. Eitlur eru alls fimm, tvær gómeitlur, tvær nefeitlur og ein kokeitla, og raða...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er hljóðdvalarbreyting?

Með hljóðdvalarbreytingu er átt við breytingu á framburði sérhljóða sem lengdin ein hafði aðgreint í öndverðu. Talið er að þessi breyting hafi gengið yfir á 16. öld. Áður en breytingin hófst gátu áhersluatkvæði bæði verið stutt og löng. Ef áhersluatkvæði voru stutt höfðu þau stutt sérhljóð með stuttu samhljóði á e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju eru köngulær til?

Stutta svarið við þessari spurningu er: Að því bara! Örlítið lengra svar er vegna þess að þetta er hópur lífvera sem hefur komið sér fyrir á ákveðnum stað í fæðuvef lífríkisins. Af hverju þetta eru köngulær en ekki annar hópur dýra má rekja til mjög flókinnar atburðarásar þróunar- og lífssögu jarðar. Köngu...

category-iconJarðvísindi

Hvaða áhrif hefur eldfjallaaska á lífríkið?

Í Eyjafjallajökulsgosinu í apríl 2010 gafst einstakt tækifæri til að rannsaka tvístrun kviku af sömu efnasamsetningu sem sundraðist í snertingu við jökulbráðvatn fyrstu daga gossins en síðar við tvístrun kviku í andrúmslofti þegar gígbarmarnir héldu vatni frá gosrásinni og hraun rann niður Gígjökul. Engin sýru...

Fleiri niðurstöður