Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1955 svör fundust
Er það rétt að til sé köngulóartegund á Íslandi sem getur bitið í gegnum skinn á manni?
Já, það er rétt. Af þeim rúmlega 80 tegundum köngulóa sem hafa fundist hér á landi eru örfáar sem hafa nógu öflug klóskæri til að stinga í gegnum húð manna. Þær eru krossköngulóin (Araneus diadematus), heiðaköngulóin (Arctosa alpigena) og skurðalóin(Leptorhoptrum robustum). Þess má þó geta að bit af völdum þessa...
Hvað er það sem gerir DHEA-fæðubótarefnið ólöglegt á Íslandi?
DHEA eða Dehydroepiandrosterone er forveri að minnsta kosti tveggja hormóna; testósteróns og estradíol. Það hefur verið auglýst sem "youth hormone" af því að það er í hámarki þegar við erum ung. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fylgni milli DHEA og aukins krafts, betri heilsu og hraustleika 40 ára manna, en það var au...
Hvað er danskt fet margir sentímetrar?
Eins og fram kemur í Almanaki Háskólans og víðar er danskt fet 31,39 cm. Það er þannig ívið lengra en bresk-bandarískt fet (foot, fleirtala feet, skammstafað ft) sem er 30,48 cm. Tvö dönsk fet eru í danskri alin sem er 62,77 cm. Í bresk-bandarísku feti eru 12 þumlungar eða tommur (inch, fleirtala inches, skammstaf...
Hvað er hrafntinna, hvar finnst hún og í hvað hefur hún verið notuð?
Hrafntinna er svart eða dökklitað gler, yfirleitt með samsetningu rhýólíts (líparít, ljósgrýti) en gler er ókristallað fast efni. Berg og steindir eru yfirleitt því smákornóttari sem þau hafa storknað hraðar. Hrafntinna myndast þannig við frekar hraða kælingu kísilríkrar kviku með lágt gasinnihald. Algengast er...
Hvað verða þrestir gamlir?
Skógarþrösturinn, sem heitir Turdus iliacus á latínu, verpir í Norður-Evrópu og Síberíu, og er einnig nokkuð algengur á Íslandi. Hér á landi er hann að mestu leyti farfugl og fer til vetrarheimkynna í Vestur-Evrópu. Hann er um 21 cm á lengd. Áreiðanlegar heimildir segja til um að hámarksaldur starra sé 20 ár o...
Hver er munurinn á lögfræðingi og lögmanni?
Munurinn á starfsheitunum er sáraeinfaldur: Lögmenn hafa leyfi til að gæta hagsmuna annarra fyrir dómstólum en lögfræðingar ekki. Lögfræðingur er einstaklingur sem “hefur lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi við lagadeild háskóla sem viðurkenndur er hér á landi samkvæmt lögum um háskó...
Vaxa dekkri viðartegundir í heitu löndunum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Eru dekkri viðartegundir í heitum löndum og ljósari í kaldari löndum? Eða er reglan „dökkur jarðvegur = dökkur viður“?Litur viðar er hvorki háður veðurfari né jarðvegi. Það vill svo til að flestar trjátegundir í barrskógabeltinu (köldu löndunum) eru með frekar ljósan við en...
Þágufalli
Vísindavefnum krefst þess að algjöru jafnræði ríki meðal föllum landinu. Í fyrirmyndarríki framtíðinni skulu öllum föllum vera frjálsum undan forsetningum, mannasetningum og kennisetningum. Í framtíðinni verða engum þágufallssjúkum, nefnifallsveikum, þolfallssýktum eða eignarfallsstola. Öllum hafa fullum rétti ...
Hvað eru til mörg litbrigði af jaspis?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona: Hvað eru til mörg litbrigði af steintegundinni jaspis og hvar er jaspis helst að finna? Jaspis er dulkornótt afbrigði af kísli, SiO2, rétt eins og kalsedón (glerhallur, draugasteinn) og tinna. Jaspis er ekki hreinn kísill heldur mengaður ýmsum efnum, einkum járnsamböndum, ...
Get ég fengið fræðslu um fyrstu þátttöku íslenskra kvenna í stjórnmálum?
Giftar konur í Reykjavík fengu kosningarétt í bæjarstjórnarkosningum árið 1908 og buðu strax fram sérstakan kvennalista í kosningum í febrúar það ár. Listi kvennanna hlaut mjög góðar viðtökur og fjórar konur komust inn í bæjarstjórnina. Konur í Reykjavík buðu síðan fram sérstaka kvennalista allt fram til ársins 19...
Hvað eru fílar þungir þegar þeir fæðast?
Fílar eru stærstu landdýr jarðarinnar. Því er við því að búast að afkvæmi þeirra séu bæði stór og þung. Meðgöngutími fílskúa er mjög langur eða 18-22 mánuðir. Kálfurinn er um 100 kg við burð og er á spena í um eitt og hálft ár (18 mánuði). Til eru fjölmörg svör á Vísindavefnum um fíla, til dæmis: Hvert e...
Hvaðan kemur örnefnið Tintron og hvað merkir það?
Tintron er gervigígur eða hraunketill sunnan við Gjábakka í Þingvallasveit nærri veginum að Laugarvatni. Hann er mjög djúpur með strýtulaga uppvarpi yfir opinu. Helgi Guðmundsson (2002:150-152) telur nafnið á Tintron vera komið af frönsku donjon 'dýflisa, svarthol'. Merkingin getur staðist en að franskt orð li...
Hver er merking viðskeytisins -rænn?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver er merking viðskeytisins -rænn? 'Sem kemur frá landi' eða almennt 'sem kemur við'?Viðskeytið –rænn á sér tvenns konar uppruna og oft er erfitt að greina á milli. Annars vegar á viðskeytið uppruna sinn í áttaheitunum austur, vestur, suður, norður. Um stofnlægt -r- var að r...
Hvar finnst blæösp á Íslandi?
Blæösp (Populus tremula) finnst einkum í Mið- og Norður-Evrópu og Asíu. Íslenska blæöspin hefur fundist villt á sex stöðum á landinu. Erlendis getur blæöspin orðið 10-25 m há, en hefur hæst mælst 13 metrar hér á landi. Blæöspin hefur aðeins fundist villt á sex stöðum á Íslandi. Tveimur stöðum á Norðurlandi og fj...
Éta einhverjar fisktegundir svartfuglsegg?
Það er harla erfitt fyrir fiska að komast í tæri við svartfuglsegg þar sem svartfuglar verpa á þurru landi líkt og aðrir fuglar. Þegar talað er um svartfugla er átt við algenga sjófugla við Ísland, til dæmis lunda (Fratercula arctica), langvíu (Uria aalge), stuttnefju (Uria lomvia) og álku (Alca torda). Erfitt ...