Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað á Krugman við þegar hann segir í nýlegri grein að 'það að festa gengi krónunnar við gengi evru hefði ekki hjálpað við að draga úr skuldavandanum og hefði valdið mun meira atvinnuleysi'?
Krugman á líklega við að gengisfelling krónunnar hafi viðhaldið tekjum íslenskra heimila betur, miðað við skuldabyrði þeirra, heldur en ef krónan hefði verið á fastgengi við evruna. Gengisfelling krónunnar hafi þannig stuðlað að því að hægt var að koma í veg fyrir skuldahjöðnun og enn meiri efnahagsvanda á Íslandi...
Hvenær má búast við að kjarnasamruni verði notaður til orkuframleiðslu?
Beislun kjarnasamruna (e. nuclear fusion) er ennþá óleyst þraut. Bæði er eðlisfræðin enn ekki að fullu skilin og auk þess þarf að leysa ýmis verkfræðileg vandamál áður en hægt verður að nýta kjarnasamruna til orkuframleiðslu. Svarið við spurningunni um hversu langt sé að bíða þess að nýta megi kjarnasamruna t...
Hverjir ástunda vúdú og hvaða hlutir eru notaðir við trúarathafnir?
Vúdú (voodoo, vodou, voudou) er algengasta heitið á trúarbrögðum sem mikill meirihluti íbúa á Haítí aðhyllist að einhverju marki. Hlutfallið er 80-90% samkvæmt sumum heimildum. Haítímenn sem hafa sest að í Norður-Ameríku og afkomendur þeirra ástunda einnig vúdú. Sumir fræðimenn meta það svo að vúdú hafi hnignað á ...
Hvar fáið þið öll svörin við spurningunum? Kannski á Vísindavefnum?
Spyrjandi á varla við það að við fáum svörin á þessum vísindavef, því að upphaflega voru hér engin svör! Líklega er átt við það að við fáum svörin á Veraldarvefnum og það er rétt í sumum tilvikum. Stundum veit höfundur svars strax hvert svarið við spurningunni er og þarf ekki annað en að skrifa það niður og slí...
Vinna bara menntaðir einstaklingar við Vísindavefinn (vísindamenn, prófessorar og slíkt)?
Stór hópur manna tekur þátt í að svara spurningum á Vísindavefnum. Langflestir þeirra eru vísindamenn eða háskólakennarar eins og spyrjandi ýjar að en einnig eru í hópnum háskólanemar, annað hvort í grunn- eða framhaldsnámi. Öll svör á vefnum eru lesin yfir áður en þau eru birt, bæði með tilliti til efnis, skýrlei...
Hvað veldur því að við sjáum speglun sólarinnar í tunglinu?
Fyrirbærinu speglun var lýst að nokkru á Vísindavefnum í svari við spurningunni Af hverju getur maður séð sjálfan sig í spegli?. Þar var greint á milli speglunar frá gljáandi fleti og dreifðrar speglunar eða endurkasts frá möttum fleti. Við dreifða speglun dreifast ljósgeislarnir í allar áttir frá speglunarfletinu...
Hvernig vinnur líkaminn úr þrúgusykri í samanburði við hvítan sykur?
Melting, frásog og blóðsykur Þrúgusykur og hvítur sykur eru kolvetni. Þrúgusykur er einsykran glúkósi og hvítur sykur er tvísykran súkrósi, sem samanstendur af einsykrunum glúkósa og frúktósa. Meltingarensím sundra kolvetnum í fæðu í einsykrur áður en kolvetnin eru frásoguð úr meltingarveginum og flutt í blóðrá...
Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið?
Best er að byrja á því að skoða hamskiptarit eða fasarit fyrir vatn, sjá myndina. Slíkt línurit sýnir annars vegar hitann T og hins vegar þrýstinginn p. Hverjum punkti á línuritinu samsvara tiltekin gildi á þessum stærðum. Fyrir hvern slíkan punkt getur vatnið getur yfirleitt aðeins verið í einum ham eða fasa. Til...
Hvað er átt við þegar talað er um Bjarmalandsför einhvers?
Um Bjarmalandsferðir má lesa í fornsögum eins og Heimskringlu, Egils sögu og Örvar Odds sögu. Bjarmaland var við Gandvík þar sem nú heitir Hvítahaf, lengst norður í óbyggðum - séð frá blómlegum landbúnaðarhéröðum Noregs. Þangað sóttu menn skinnavöru í greipar fjölkunnugra Finna (Bjarma) og er Gunnhildur kona E...
Hver var hugsun George Orwells á bak við skáldsöguna Dýrabæ?
Enska rithöfundinum George Orwell (1903-1950, fæddur Eric Blair) var svo ákaflega uppsigað við óréttlæti heimsins að hann gerði skrif pólitískra ádeiluverka að hugsjón sinni. Fyrstu bækur hans frá fjórða áratug 20. aldar voru í samræmi við þá hugsjón. Bókin Down and Out in Paris and London (Utan garðs í París og ...
Hvað erum við margar mínútur að labba í kringum Ísland?
Hringvegurinn er 1381 kílómetra langur því að göngugarpurinn okkar velur að labba Hvalfjörðinn en styttir sér ekki leið með því að fara gegnum Hvalfjarðargöngin. Við gerum ráð fyrir að hann sé röskur og gangi 4 kílómetra á klukkustund. Göngugarpurinn unnir sér ekki hvíldar heldur labbar stanslaust án þess að verða...
Hvers vegna verða kaffiblettir dekkstir við jaðarinn þegar þeir þorna?
Mörg fyrirbæri í umhverfi okkar virðast svo sjálfsögð að okkur dettur ekki í hug að undrast fyrr en við nánari skoðun. Kaffiblettir eru gott dæmi um slíkt. Þegar kaffi þornar upp skilur það eftir sig bletti sem eru dökkir á jaðrinum en ljósir innan hans. Skýringin á þessu er kannski ekki augljós en þó í raun einfö...
Hvernig tengist Edwin Hubble sjónaukanum sem við hann er kenndur?
Edwin Powell Hubble fæddist í bænum Marshfield í Missouri-ríki í Bandaríkjunum þann 29. nóvember 1889. Strax sama ár fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til borgarinnar Wheaton í Illinois-ríki. Hubble heillaðist snemma af undrum vísindanna og átti það til að sökkva sér í vísindaskáldsögur eftir Jules Verne og Hen...
Éta allir hákarlar fólk? Finnst þeim við góð á bragðið?
Svarið við fyrri spurningunni er nei, fæstar þeirra rúmlega 300 tegunda hákarla sem þekktar eru hafa orðið uppvísar að mannáti. Alls eru skráðar 42 tegundir hákarla sem ráðist hafa á menn, báta eða önnur sjóför á síðastliðnum fjórum öldum, þar af eru 24 tegundir sem vitað er að hafi gert slíkar árásir oftar en þrí...
Frýs vatn alltaf við 0°C, sama hver loftþrýstingurinn er?
Nei, alls ekki. Í svari við spurningunni Suðumark vatns lækkar við minnkandi þrýsting, en getur ís soðið? má meðal annars sjá eftirfarandi mynd. Lesendur eru hvattir til að lesa það svar áður en lengra er haldið. Eins og sjá má liggur línan milli storkuhams (íss) og vökvahams (fjótandi vatns) í átt til lækkandi h...