Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8059 svör fundust
Hvenær og af hverju varð Baldjökull að Langjökli?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona: Ég hef séð á mörgum kortum af landinu að Langjökull er nefndur Baldjökull. Hvenær og af hverju átti þessi nafnabreyting sér stað? Nafnmyndin Baldjökull er eldra nafn á Eiríksjökli eða norðvesturhluta Langjökuls og er upphaflega nafnmyndin Balljökull (nefndur til dæmis í Harða...
Hvernig er hægt að sjá hvort læður séu kettlingafullar?
Fyrstu 10-20 daga meðgöngunnar er nærri ómögulegt að sjá hvort læða sé kettlingafull. Til þess að skera úr um það þyrfti kattareigandinn að fara til dýralæknis og láta framkvæma þungunarpróf á henni. Á annarri eða þriðju viku meðgöngunnar koma fyrstu ytri einkennin í ljós. Geirvörtur læðunnar stækka nokkuð og ...
Hver er munurinn á úteitri og inneitri?
Úteitur (e. exotoxin) eru eiturefni sem bakteríur seyta frá sér og eru meðal bannvænstu efnasambanda sem þekkjast í náttúrunni. Dæmi um eitrun af völdum úteiturs er svokölluð bótúlíneitrun, matareitrun sem rekja má til sperðilbakteríunnar (Clostridium botulinum). Lesa má um einkenni bótúlíneitrunar á heima...
Hvað er súrál?
Súrálsduft. Súrál er efnasamband áls og súrefnis sem jafnframt nefnist áloxíð. Efnaformúla þess er Al2O3 og vísar til þess að það samanstendur af álfrumeindum (Al) og súrefnisfrumeindum (O) í hlutföllunum tveir á móti þremur. Súrál er hvítt, púðurkennt efni og aðalhráefnið í lokaframleiðlu á áli í álverum líkt...
Hvernig voru föt víkinga?
Þar sem mun minna framboð var á efnum í fatnað á víkingatímanum notuðu víkingarnir það sem hendi var næst, aðallega ull. Konurnar ófu fatnaðinn úr ullinni og bjuggu til buxur og síðar skyrtur fyrir karlmennina en konurnar gengu í síðum kjólum. Auk þess gengu víkingarnir í leðurskóm og með skikkju. Þegar víkingarni...
Hvernig verkar drullusokkur?
Myndir sýnir þverskurð af drullusokki sem þrýst er að stífluðu niðurfalli vasks. Drullusokkurinn samanstendur vanalega af íhvolfri gúmmiblöðku og skafti sem stendur upp úr henni líkt og myndin sýnir. Þegar skaftinu er þrýst niður pressast blaðkan saman. Rúmmál hennar minnkar og umfram loftið þrýstist út und...
Hvað geta kettir stokkið hátt?
Kettir eru afar duglegir að stökkva. Víða erlendis eru margir garðeigendur þreyttir á því að fá ketti í garða, þar sem þeir gera stykkin sín og veiða fugla. Því hafa menn girt garða sína og þá er gengið út frá því að kettir geti stokkið fimm til sjöfalda líkamslengd sína. Að vísu eru það ekki nema allra öflugustu ...
Af hverju sogar svartholið til sín?
Svarthol verða til þegar kjarnar stjarna falla saman undan eigin þunga. Allur massi stjörnunnar er þá samankominn á örlitlu svæði. Í kringum þetta svæði er þyngdarsviðið svo öflugt að ekkert sleppur þaðan, ekki einu sinni ljós. Þyngdarsvið svarthola er svo gífurlegt að það sýgur allt efni í sig sem fer of nálæg...
Hvernig verða stjörnur til?
Í svari við spurningunni Hvernig er þróun sólstjarna háttað? kemur fram að sólstjörnur verða til í risastórum gas- og rykskýjum í Vetrarbrautinni, en Vetrarbrautin er safn hundruð milljarða stjarna: Stjörnur verða til í geysistórum gas- og rykskýjum, einhvers staðar í vetrarbrautunum. Við köllum slík ský stjörn...
Er orðið ógnanir til?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Er orðið ógnanir til? Ég er í viðskiptafræði og kennararnir tala alltaf um ógnanir en ekki ógnir, er þetta ekki vitlaust hjá þeim?Orðið ógnun er verknaðarnafnorð leitt af sögninni að ógna með viðskeytinu -un og merkir 'hótun, það að ógna'. Ógnanir eru því hótanir sem einhver...
Anda flugur?
Flugur anda líkt og allar lífverur jarðar. Í líffræði er öndun skilgreind sem efnaferlar í lifandi verum sem stuðla að losun orku með sundrun næringarefna. Líkt og næringarnám er öndun eitt af megineinkennum alls þess sem telst lifandi hér á jörðu. Eins og aðrar lífverur anda flugur þótt loftskipti hjá þeim geri...
Hvaðan kemur orðatiltækið "þar lágu Danir í því"?
Orðasambandið þar (eða nú) lágu Danir í því virðist ekki mjög gamalt í málinu en er vel þekkt í nútímamáli. Það er notað í merkingunni ‘þar fór nú illa, þarna beið einhver lægri hlut’ og er þá ekki sérstaklega átt við Dani. Ekki er, svo þekkt sé, til saga sem lýsir atburðinum sem vísað er til og Danir koma við sög...
Hvað eru mörg lbs í einu kílói?
Skammstöfuni lb stendur fyrir breskt pund og lbs fyrir pund í fleirtölu, en hægt er að lesa meira um mynteininguna pund í svari við spurningunni Hver er uppruni pundsmerkisins og af hverju er það táknað með £? Í einu kílógrammi eru rúm 2,2 pund en pundið er um 0,45 kg. Til eru fjölmargar síður á Netinu sem bjóð...
Hvernig geta ský orðið að mönnum?
Ef ég skil spurninguna rétt á spyrjandi við af hverju okkur finnst oft að ský séu í laginu eins og manneskjur, sérstaklega andlit. Líklegasta ástæðan er að aðrar manneskjur skipta okkur miklu máli. Það er til dæmis mikilvægt að við getum hratt og vel lesið í andlitsdrætti fólks til að vita hvernig því liður og hva...
Af hverju er það kallað að 'reka við' þegar maður prumpar?
Sögnin að reka er notuð í ýmsum samböndum með mismunandi fylgiorðum, forsetningum eða atviksorðum, til dæmis reka áfram, reka út, reka eftir einhverjum, reka í eitthvað og svo framvegis og hefur eftir því mismunandi merkingar. Í sambandinu reka við einhvers staðar er hún notuð um að hafa stutta viðkomu einhvers st...