Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7652 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hverjir eru kostir og gallar lúpínu sem landgræðsluplöntu?

Kostir lúpínu sem landgræðsluplöntu eru einkum þeir að hún bindur fljótt örfoka land og hefur þá eiginleika eins og aðrar belgjurtir að mynda sambýli með örverum og getur þannig unnið köfnunarefni úr andrúmsloftinu. Lúpínan dreifir sér fljótt með fræi sem er kostur í landgræðslu en getur aftur verið ókostur í öðru...

category-iconEfnafræði

Úr hverju er lanolín og hvaða áhrif hefur það á húðina?

Lanolín er þykk, gulleit og klísturkennd feiti sem unnin er úr ull. Lanolín er notað til ýmissa hluta, svo sem í smyrsl og áburði, sápur, til að vatnsverja leður, í málningu og jafnvel í tyggigúmmí. Það hefur þann eiginleika að hrinda frá sér vatni og er jafnframt mýkjandi fyrir húð, sem skýrir breiddina í nýtingu...

category-iconTrúarbrögð

Er gott að trúa á Jesú?

Hér er einnig svarað spurningu Áskels Harðarsonar: Hvað gerir trúin í daglegu lífi manns? Spurningin er persónulegs eðlis og í svarinu er lýst persónulegu viðhorfi kristins manns. Jesús segir mér að ég eigi í honum vin sem aldrei bregst. Hann segir mér að hvað sem gerist með líf mitt á jörðu, þá sé það aldrei h...

category-iconVísindavefur

Af hverju er búið að taka út tengilinn við "spurningar í vinnslu"?

Spyrjandi vísar til þess að við höfðum í byrjun sérstakan tengil sem gerði gestum okkar kleift að lesa allar spurningar sem höfðu komið inn og voru í vinnslu. Þetta var vinsælt á fyrstu mánuðum vefsins meðan svör voru fá. Nú eru hins vegar svörin að nálgast þúsund. Lesandi sem vill kynna sér sérstaklega um hvað fó...

category-iconJarðvísindi

Af hverju hefur sápa þau áhrif á hveri að þeir gjósa?

Gos í hverum stafar af hvellsuðu - rúmmálið eykst skyndilega 1800 sinnum þegar vatnið breytist í gufu. Til að hvellsuða geti orðið þarf vatnið að yfirhitna, nefnilega hitna yfir suðumark sitt, en jafnframt þarf það að yfirvinna yfirborðsspennu til að mynda gufubólur. Hér kemur sápan inn í myndina, því hún lækkar y...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Verpir bjartmáfur hér á landi og blandast hann þá við silfurmáf?

Bjartmáfurinn (Larus glaucoides) telst ekki til íslenskra varpfugla en íslenskir fuglaskoðarar sjá töluvert af bjartmáfum við sjávarsíðuna á veturna enda eru þeir mjög algengir vetrargestir á Íslandi. Varpstöðvar bjartmáfsins eru syðst á Baffinslandi (Kanada) og víða á sunnanverðu Grænlandi. Á veturna heldur ...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað ganga fílar lengi með afkvæmi sín?

Fílar ganga með afkvæmi sín í um það bil 22 mánuði. Ekkert dýr gengur lengur með en fíllinn. Eftir að hafa eignast afkvæmi líða 5 ár þangað til að fíllinn getur eignast annað. Þetta gefur móðurinni tíma til að kenna unganum hvernig á að haga sér og komast af. Hér má sjá fílamömmu með tvo unga fíla Þetta ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er til stórt Ð?

Spurningin er sjálfsagt til komin af því að bókstafurinn ð kemur aldrei fyrir í upphafi orða og þarafleiðandi hvorki í upphafi setninga né fremst í sérnöfnum þar sem við höfum hástafi (stóra stafi). Í venjulegum texta eins og þessum hér er þess vegna engin þörf á stóru Ð. Hins vegar kemur oft fyrir að við skrif...

category-iconUnga fólkið svarar

Er hægt að senda veirur í gsm-síma?

Til eru svokallaðir tölvuormar sem dreifa sér á milli síma sem hafa stýrikerfi (Windows Mobile eða Symbian) og annað hvort þráðlaust net eða Blátönn (e. Bluetooth). Dæmi eru um orma sem hafa smitað fjölda síma þar sem margmenni var samankomið, svo sem á íþróttakappleikjum í Finnlandi. Einnig er vitað um orma se...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið róni yfir drykkjumann?

Orðið róni er sennilega stytting úr orðinu baróni í merkingunni 'drykkjurútur'. Það er sett saman úr bar og róni en síðari liðurinn sækir sér fyrirmynd í orðið las(s)aróni 'róni, flækingur, drykkfelldur auðnuleysingi'. Lasarus rís upp frá dauðum. Mósaíkmynd frá 5. öld e. Kr. í ítölsku borginni Ravenna. Las(s)...

category-iconLögfræði

Er ölstofum leyfilegt að selja fólki af götunni, bjór úr söluvögnum sem standa fyrir utan krárnar?

Á Íslandi eru í gildi nokkuð skýr og ströng lög um sölu, veitingu og meðferð áfengis hér á landi. Lög og reglur um veitingar á áfengi eiga sér uppruna í lögum nr. 75 frá árinu 1998 sem nefnast áfengislög. Þjóðverjar drekka gjarnan öl utandyra og í tjöldum á svonefndum Októberhátíðum. Til að öðlast leyfi til á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er satt að hundar verði blindir fái þeir sykur?

Hér er einnig svar við spurningunum:Er venjulegt súkkulaði sem menn leggja sér til munns hættulegt hundum á einhvern hátt?Geta hundar í alvöru orðið blindir ef þeir borða súkkulaði?Ef dýri, til dæmis hundi, er gefið of mikið af sykri verður það þá blint? Það er ekki alveg rétt að hundar verði blindir við það að...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju er sjaldgæft að vera örvhentur?

Á Vísindavefnum er að finna mjög fróðlegt svar við spurningunni Af hverju eru sumir örvhentir en aðrir ekki? og eru lesendur hvattir til að kynna sér það. Í svarinu kemur fram að erfðir virðast hafa talsverð áhrif á það hvora höndina við kjósum að nota en vísindamönnum hefur þó ekki tekist að einangra genið s...

category-iconLæknisfræði

Hefur það áhrif á heyrnina ef hljóðhimna springur eða rifnar?

Í flestum tilfellum springur eða rifnar hljóðhimnan vegna sýkingar í miðeyranu. Þá verður bólga í miðeyranu fyrir innan hljóðhimnuna og getur þrýstingurinn orðið svo mikill að hljóðhimnan springur. Við það vellur gulgrænn vökvi út í hlustina, jafnvel örlítið blóðlitaður. Langoftast grær hljóðhimnan af sjálfu sér á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða dýr hefur lengstu tunguna?

Stærstu tungur sem finnast í dýraríkinu eru í reyðarhvölum. Tunga reyðarhvala er um 160 til 180 cm á lengd og vegur tunga steypireyðarinnar allt að 4 tonn, en það skagar upp í þyngd asíufíls. Af landdýrum hefur gíraffinn (Giraffa camelopardalis) lengstu tungu núlifandi dýra. Tunga fullorðinna gíraffa er á bil...

Fleiri niðurstöður