Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 859 svör fundust
Hvaða mánaðar- og vikudaga, nákvæmlega, var Alþingi Íslendinga sett árin 999, 1000 og 1001?
Samkvæmt Íslendingabók Ara fróða var ákveðið á Alþingi árið áður en kristni var lögtekin, „að menn skyldi svo koma til alþingis, er tíu vikur væri af sumri, en þangað til komu viku fyrr.“ Þetta kemur heim við lögbókina Grágás, sem var auðvitað skráð eftir að þessi breyting var gerð. Í Þingskapaþætti hennar segir: ...
Hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Sturlungaöld er oft lýst sem einu ofbeldisfyllsta tímabili Íslandssögunnar. Eru til heimildir um hversu margir voru vegnir á Sturlungaöld? Nokkuð hefur verið á reiki hvaða tímabil falli innan marka Sturlungaaldar. Hún hefur verið talin hefjast um miðja 12. öld, um 1200,...
Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?
Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi: gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. septem...
Hvað er allegóría?
Einfaldasta útskýringin á allegóríu er sú að með henni sé eitt sagt en annað meint. Gríska hugtakið allegoria felur í sér orðin allos sem merkir annað og agoreuein sem þýðir að tala opinberlega. Í allegóríu er þess vegna að minnsta kosti tvenns konar merking: hin bókstaflega og hin allegóríska. Upphaf allegórís...
Hvernig og hvenær urðu Dimmuborgir til?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvaðan eru hraunmyndanir Dimmuborga komnar og hvenær urðu þau eldsumbrot? Um þetta efni skrifar Kristján Sæmundsson í greininni „Jarðfræði Kröflukerfisins“ (Náttúra Mývatns, ritstj. Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson. Hið íslenska náttúrufræðifélag, Rvk. 1991). Fyrir rúm...
Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi?
Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna gagnasafn sem kallast Bæjatal. Þar má leita að bæjarheitum eftir stafrófsröð, með því að slá inn tiltekið nafn eða leita eftir sveitarfélögum og sýslum. Þegar leitað er að ákveðnu bæjarnafni birtast niðurstöður sem sýna öll bæjarnöfn þar sem viðkomand...
Eru til íslensk nöfn á rússnesku borgirnar sem verður spilað í á HM 2018?
Heimsmeistaramót landsliða í knattspyrnu karla verður haldið í Rússlandi sumarið 2018. Íslenska karlalandsliðið keppir þar í fyrsta sinn á lokamóti HM. Rússneska er rituð með kyrillísku letri eða stafrófi en ekki latnesku eins og til að mynda íslenska. Umrita þarf því rússnesk heiti og nöfn yfir á íslenskt staf...
Hvað er fjörulalli?
Fjörulalli er íslensk kynjaskepna sem getið er um í þjóðsögum. Hún er sögð halda sig í sjónum en ganga stundum á land. Fjörulalli sést yfirleitt á ferli í skjóli nætur. Önnur heiti yfir kvikindið eru fjörudýr, fjörulabbi, lalli og skeljalabbi eða skeljalalli. Samkvæmt samantekt um íslenskar kynjaskepnur í þjóðsögu...
Af hverju er rauður litur jólanna?
Hér er einnig svarað spurningunni: Hvers vegna hafa menn jólahúfur? (Katrín Möller, f. 1989) Rauður litur hefur frá fornu fari staðið sem tákn fyrir lífskraftinn, meðal annars vegna þess að hann er litur blóðsins. Þessi litur hefur einnig verið talinn vernda gegn hinu illa, fjandanum og hyski hans. Í trúarathöfn...
Í hverju felst starf tölvunarfræðinga? Hver er munurinn á því og starfi kerfisfræðinga?
Hvorugt þessara starfsheita er lögverndað [sjá athugasemd neðst]. Hver sem er getur kallað sig tölvunarfræðing eða kerfisfræðing. Aftur á móti er venjan sú að þeir kalla sig tölvunarfræðinga sem lokið hafa BS-prófi í tölvunarfræði (computer science á ensku) eða sambærilegri háskólagráðu. Aftur á móti kalla þeir si...
Eru lygamælar til og ef svo er hvernig verka þeir?
Lygamælar heita á erlendum málum 'polygraph' en ganga oftast undir svipuðu nafni og íslenska heitið á þessu fyrirbæri; á ensku kallast þeir 'lie detectors'. Orðið polygraph merkir eiginlega að 'skrifa margt', enda eru lygamælar tæki sem nema og skrá samtímis ýmsar breytingar á líkamsstarfsemi, til dæmis á hjartslæ...
Hvernig er kýrillíska stafrófið sem notað er í Rússlandi?
Kýrillíska stafrófið varð til á 9. öld e. Kr. og var það hannað til nota fyrir þær þjóðir sem töluðu slavnesk mál og tilheyrðu rétttrúnaðarkirkjunni. Rússar, Hvítrússar, Úkraínumenn og Serbar nota enn þetta stafróf. Sömuleiðis er það enn í notkun í Makedóníu og Bosníu. Elsta slavneska letrið nefndist glagolica...
Hvaða tungumál ætli Nói og niðjar hans hafi talað?
Ellefti kafli fyrstu Mósebókar hefst á þessum orðum: "En jörðin hafði eitt tungumál og ein og sömu orð." Þetta er skrifað í framhaldi af lokum 10. kafla (32. versi) þar sem segir frá því að eftir syndaflóðið hafi ættkvíslir Nóa og sona hans og þær þjóðir sem frá þeim greindust dreifst um jörðina. Niðjar Nóa fóru v...
Hvað er dökka rákin í humri? Er nauðsynlegt að taka hana burt áður en humarinn er borðaður?
Þegar við fáum okkur humar er það yfirleitt halinn sem við borðum. Á halanum er dökk rák sem er aftasti hluti meltingarvegarins, en hann endar í endaþarmsopinu. Endaþarmurinn liggur aftast á halanum neðanverðum undir skelblöðkunum. Ekki er nauðsynlegt að fjarlægja rákina áður en humarinn er borðaður. Sumum þyk...
Hvaða fiskur er skyldastur hornsílum?
Hornsíli (Gasterosteus aculeatus) teljast til hornsílaættar (Gasterosteidae). Innan þeirrar ættar eru tegundir sem lifa í ferskvatni, í sjó eða bæði í ferskvatni og sjó. Í Norður-Atlantshafi þekkjast fimm tegundir, þar af eru þrjár í Norðaustur-Atlantshafi, en aðeins ein þeirra lifir í vötnum hér á landi, það er h...