Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 6432 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um vefi dýra?

Hér er einnig svarað spurningunni: Hvað er þekjuvefur? Dýravefir eru yfirleitt flokkaðir í stoðvefi, þekjuvefi, blóð, taugavefi og vöðvavefi. Í þessu svari er athyglinni fyrst og fremst beint að stoðvefjum og þekjuvefjum en þegar hefur verið fjallað um vöðvavefi í svari sama höfundar við spurningunni Hvað getið...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað eiga froskdýr og skriðdýr sameiginlegt?

Það er langt síðan þessir tveir flokkar hryggdýra: froskdýr (Amphipia) og skriðdýr (Reptilia) aðskildust í þróunarsögunni. Fyrstu froskdýrin komu fram seint á Devon-tímabilinu í jarðsögunni, fyrir um 360 milljón árum (sjá mynd af jarðsögutöflu með því að smella hér), og voru ríkjandi á kolatímabilinu. Fyrir um 310...

category-iconNæringarfræði

Hvenær var farið að sjóða niður mat og hvenær varð niðursuðudósin til?

Niðursuða er ekki ýkja gömul aðferð til þess að geyma mat. Söltun, reyking og þurrkun á mat eru til að mynda miklu eldri aðferðir. Niðursuða á mat á rætur að rekja til Frakklands undir lok 18. aldar. Á þeim tíma, og í byrjun 19. aldar, áttu Frakkar í ófriði við ýmsa nágranna sína í Evrópu (Napóleonsstríðin). Erfit...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað er snákaolía og hverjir seldu hana?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjir voru snákaolíusölumenn? Hugakið snákaolía er notað um ýmsar vörur ætlaðar til hjálækninga. Íslenska hugtakið hjálækningar er þýðing á ensku orðunum 'complementary' eða 'alternative medicine'. Til hjálækninga flokkast þær aðferðir til lækninga sem samrýmast e...

category-iconEfnafræði

Hvað gerist í deigi þegar það gerjast?

Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað er ger (það sem er notað í alls konar bakstur)? Það sem nefnt er bökunarger í daglegu tali er í raun lifandi einfruma sveppur af tegundinni Saccharomyces cerevisiae. Þetta er mjög harðger sveppur sem er víða í náttúrunni þar sem sykur er að finna, sér í lagi á þroskuðum ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju kallast Istanbúl einnig Mikligarður?

Borgin sem nú nefnist Istanbúl og er í Tyrklandi var stofnuð af Grikkjum frá borginni Megara árið 667 fyrir Krist. Hún var verslunarborg og vel staðsett við sjóleiðina um Sæviðarsund (Bosporos) á milli Eyjahafs og Svartahafs. Í upphafi nefndist borgin Byzantion. Nafnið er ekki grískt og er talið af þrakverskum ...

category-iconHagfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Þorvaldur Gylfason rannsakað?

Þorvaldur Gylfason, fæddur 1951, er prófessor í hagfræði í Háskóla Íslands. Hann er jafnframt rannsóknarfélagi við CESifo-stofnunina í Háskólanum í München. Eftir hann liggja 20 bækur, um 300 ritgerðir og kaflar í erlendum og innlendum tímaritum og bókum, nálega 1.000 blaðagreinar og um 100 sönglög. Þorvaldur ...

category-iconEfnafræði

Hvaða hefur vísindamaðurinn Sigríður G. Suman rannsakað?

Sigríður G. Suman er dósent við Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Fræðasvið hennar er ólífræn efnafræði. Sigríður hefur unnið margvísleg verkefni í tengslum við efnahvatanir, málmdrifin lyf og virkjun smásameinda og umbreytingu þeirra í gagnleg efni. Efnahvatanir eru efnahvörf sem eru nýtt til þess að búa ti...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað hefur vísindamaðurinn Helgi Þór Ingason rannsakað?

Helgi Þór Ingason er prófessor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík og forstöðumaður MPM-náms - meistaranáms í verkefnastjórnun. Hann lauk MSc-prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands 1991 og doktorsprófi í verkfræði frá Norska tækniháskólanum í Þrándheimi 1994. Rannsóknir hans í doktors...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað éta höfrungar?

Til ættar höfrunga teljast um 40 tegundir í 17 ættkvíslum. Höfrungar eru mjög breytilegir að stærð eða frá 1,2 metra löngum og 40 kg þungum maui-höfrungi (Cephalorhynchus hectori maui) upp í risann meðal höfrunga, háhyrninginn (Orcinus orcas), sem getur orðið rúmlega 9 metra langur og vegið allt að 10 tonn. H...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hver er munurinn á jafnréttindum og kvenréttindum?

Í grunninn er munurinn á „jafnréttindum“ og „kvenréttindum“ sáralítill. Bæði hugtökin eru byggð á hugmyndinni um félagslegan jöfnuð sem á rætur að rekja til kenninga Aristótelesar. Þess ber að geta að þegar Aristóteles setti hugmyndina fram náði hún ekki til allra samfélagsþegna í Forn-Grikklandi. Konur og þrælar ...

category-iconSálfræði

Hvað er svefnsækni og hvernig er hún greind?

Svefnsækni (e. hypersomnia) er sjúkdómur sem einkennist af gífurlegri þreytu og miklum svefni. Þeir sem þjást af svefnsækni eru þreyttir svo til allan sólarhringinn, jafnvel þó þeir hafi náð fullkomnum nætursvefni eða leggi sig á daginn. Þessi mikla þreyta yfir daginn veldur vanlíðan þar sem vökutímar sjúklinga er...

category-iconVísindi almennt

Hvað eru mörg fótboltalið í heiminum?

Fótbolti er líklega vinsælasta íþrótt í heimi. Niðurstöður könnunar sem gerð var á vegum Alþjóðaknattspyrnusambandsins í byrjun 21. aldarinnar sýndu að meira en 240 milljónir spila reglulega fótbolta í þeim 211 ríkjum sem eiga landslið á heimslista FIFA. Eins og geta má nærri er nokkuð erfitt að svara því hvað all...

category-iconVerkfræði og tækni

Hver fann upp úrið?

Frá örófi alda hafa menn notað ýmis tæki til að mæla tímann, til dæmis sólsprota, vatnsklukkur og stundaglös. Á nýöld komu svonefndar pendúlklukkur til sögunnar, en í þeim telur klukkan sveiflur pendúls. Þessar klukkur voru ekki mjög meðfærilegar og hin eiginlegu úr urðu fyrst til þegar fjöður og sveifluhjól komu ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvaða afleiðingar hafði franska byltingin á konungsfjölskylduna?

Þegar franska byltingin hófst var Loðvík sextándi (1754-1793) við völd í Frakklandi. Kona hans var Marie Antoinette (1755-1793) og áttu þau saman fjögur börn, þau Marie-Thérèse-Charlotte (1778-1851), Louis-Joseph-Xavier-François (1781-1789), Louis-Charles (1785 -1795) og Sophie-Hélène-Béatrix (1786-1787). Bæði Sop...

Fleiri niðurstöður