Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Er hægt að sanna að guð sé til?
Þessi spurning hefur löngum verið áleitin í kristnum menningarheimi. Mestu heimspekingar Vesturlanda hafa brotið heilann um hana og sýnist sitt hverjum um niðurstöður og árangur úr þeirri viðleitni. Ef við höfum í huga að kristnin er aðeins ein af mörgum trúarbrögðum manna, þá vaknar auðvitað meðal annars sú s...
Hvað er amerískur fótbolti stór?
Ameríski fótboltinn lýtur ströngum reglum um útlit, stærð og þyngd. Boltinn er ílangur eins og myndin sýnir og saumaður saman úr fjórum brúnum leðurbútum. Hann er 27 til 29 sentimetra langur og ummál hans er 72 eða 54 sentimetrar eftir því á hvorn veginn er mælt. Boltinn vegur um 14 til 15 únsur eða 395 til 425 gr...
Af hverju svarið þið ekki þessari spurningu?
Þessari spurningu er strangt til tekið ómögulegt að svara. Um leið og henni er svarað er sú forsenda sem spurningin hvílir á, að spurningunni sé ekki svarað, orðin ósönn. Skoðum þetta nánar: Hugsum okkur að einhver varpi fram spurningu sem við skulum kalla S. S gæti til dæmis verið „Hvert er skónúmer Bretlandsd...
Af hverju þarf maður að læra að lesa ef maður kann að lesa?
Palli sem var einn í heiminum hefði ekki þurft að spyrja svona; hann gat bara lært að lesa þegar honum sýndist. Hins vegar er því ekki svarað í sögunni af honum, hvernig bækurnar urðu til!? En þetta sem spurt er um er sennilega af því að maður er ekki orðinn nógu gamall til þess að maður eigi að vera búinn að l...
Er hægt að sitja einhvers staðar annars staðar en á rassinum?
Eftir nokkrar vettvangsrannsóknir, verklegar tilraunir og aðrar raunir hefur ritstjórn komist að þeirri niðurstöðu að það er vissulega hægt að sitja annars staðar en á rassinum. Í undirbúningi jólanna er stundum svo mikið kapp lagt á að gera "allt klárt" að sjálf börnin sitja á hakanum. Það er fremur ónotalegt ...
Hvað þýðir arabíska orðið halal?
Orðið halal er notað um allt það sem er leyfilegt samkvæmt íslömskum lögum. Andstæðan við halal er haraam, sem er notað um það sem íslömsk lög banna. Í löndum þar sem arabíska er ekki opinbert mál er halal oftast notað til að tilgreina þau matvæli sem múslimar mega neyta. Í því tilfelli gegnir orðið sambærilegu hl...
Ef maður gerir talnarunu, til dæmis 1, 8, 30 ..., er þá alltaf einhver regla sem býr til rununa?
Í fyrstu gæti okkur þótt svarið við þessari spurningu augljóst; ef hægt er að hugsa sér einhverja runu, þá ætti að vera hægt að finna reglu sem býr hana til. En ef við veltum spurningunni aðeins betur fyrir okkur, þá kemur í ljós að svarið við henni er alls ekki ljóst. Hugmyndir stærðfræðinnar um óendanleikann og...
Af hverju eru orðin "getur ekki" og "mun aldrei" notuð svo títt á Vísindavefnum?
Spyrjandi bætir við:Ef haft er til hliðsjónar: "...maðurinn á ALDREI eftir að fljúga..."Þessi spurning kemur okkur óneitanlega á óvart því að hitt heyrist fullt eins oft að vísindin gefi ekki nógu afdráttarlaus svör og vísindamenn setji svör sín oft fram með miklum fyrirvörum. Ef fullyrðing spyrjanda væri rétt mæt...
Geta karlmenn komist í kynni við fullnægingar kvenna?
Besta leiðin fyrir karlmann til að komast í kynni við fullnægingar kvenna er að stunda kynlíf með konu. Þannig getur karlmaðurinn orðið vitni að fullnægingu konunnar og jafnframt aðstoðað hana við að komast í það ástand. Þetta hafa margir karlmenn gert með góðum árangri, og láta vel af. Líklega á spyrjandi þó v...
Hver var minnsta risaeðlan og hvernig var andrúmsloftið þegar hún var uppi?
Líklega var stökkfeti (Saltopus) léttasta risaeðlan, en leifar hans fundust í norðausturhluta Skotlands þar sem honum var gefið nafnið árið 1910. Eðlan var tvífætla, um 60 cm löng, hæðin rétt um 30 cm (frá jörðu upp á efsta hluta höfuðs) og þyngdin er talin hafa verið 900 g. Hins vegar var þverhaus (Micropachyceph...
Hvernig getum við sem neytendur stuðlað að bættu umhverfi?
Við neytendur getum komið hverju sem er til leiðar, það er að segja ef við látum okkur málin einhverju varða. Á hinn bóginn finnst hverjum neytanda um sig hann gjarnan lítils megnugur, vegna þess að fæstir gera sér grein fyrir því hversu margir aðrir eru í sömu aðstöðu. Eitt af því mikilvægasta sem neytendur g...
Getur maður drukkið svo mikið vatn að það verði óhollt eða skaðlegt líkamanum?
Um 60% af líkamsþyngd heilbrigðra einstaklinga er vatn. Þetta hlutfall er heldur lægra hjá konum en körlum og getur verið enn lægra hjá þeim sem eru feitir eða aldraðir. Um tveir þriðju af líkamsvatninu er inni í frumum líkamans (frumuvatn) en þriðjungur utan frumna (millifrumuvökvi). Meðalmaður hefur því rúmlega ...
Hvað getið þið sagt mér um svartar mömbur?
Svarta mamban (Dendroaspis polylepis) er eitraður snákur, sá næst lengsti sem til er. Fullorðin dýr geta orðið rúmlega 4 metra löng. Svartar mömbur geta verið mjög árásargjarnar og enginn snákur fer eins hratt yfir og þær. Þær geta skriðið á allt að 23 kílómetra hraða á klst! Reyndar eru svörtu mömburnar afar kjar...
Hvort er réttara að segja snjókoma og hríð var á heiðinni eða snjókoma og hríð voru á heiðinni?
Tölubeyging sagnar er einfalt mál ef frumlagið er einfalt, til dæmis snjókoma, en málið getur vandast þegar það er samsett, til dæmis snjókoma og hríð. Svo gæti virst í fljótu bragði sem hér ætti einfaldlega að gilda samlagning („einn plús einn eru tveir“), samanber dæmi á borð við penninn og blýanturinn eru í tös...
Hvað eru lofkvæði?
Lofkvæði eru einfaldlega kvæði með lofi eða hrósi um einhvern. Í hugtakasafninu Hugtök og heiti í bókmenntafræði er ekki sérstök færsla um lofkvæði heldur vísað á hugtakið dróttkvæði. Dróttkvæði eru iðulega flokkuð eftir efni og einn flokkur þeirra er hirðkvæði sem eru lofkvæði um höfðingja, en orðið drótt merk...