Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Hvað er daoismi?
Daoismi (eldri umritun: taoismi) á rætur sínar að rekja til hinna svonefndu „hundrað heimspekiskóla“ sem spruttu upp í Kína á 6.-3. öld f.Kr. sem viðbragð við upplausnarástandi og vaxandi ófriði í landinu. Þessir „hundrað“ skólar voru væntanlega ekki alveg svona margir en talan hundrað er oft notuð í kínversku til...
Af hverju tölum við um Holland en íbúar þess lands um Niðurlönd?
Opinbert nafn á því landi sem við venjulega köllum Holland er Nederland (notað í eintölu) en í þýsku er notuð fleirtölumyndin Niederlande þótt nafnið Holland sé einnig mjög algengt í daglegu tali. Holland er í raun nafn á vesturhluta landsins. Það takmarkast í vestri af Norðursjó og í austri af Ijsselmeer og s...
Er það rétt að við siðaskiptin hafi helgir munir úr kaþólskum kirkjum verið brenndir?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Er það rétt að við siðaskiptin 1550 hafi kaþólskar kirkjur verið hreinsaðar af munum sínum: altaristöflum, skírnarfontum og styttum af Maríu mey, Jesú og dýrlingum — þetta brennt og er það þá ekki í ætt við bókbrennur seinna í Evrópu? Algengt viðhorf er að á siðaskiptatíman...
Er það góð aðferð til að bæta heiminn að reka hið illa út með ofbeldi?
Hver veit nema engin aðferð sé skilvirkari þegar bregðast þarf við einhverju böli. Í þeim skilningi getur aðferðin talist vera góð, enda kannast allir við orðtakið „með illu skal illt út reka“. Til dæmis er sjaldgæft að kvikmyndir sýni áhorfendum annars konar leiðir þegar mæta þarf þeim öflum sem fara um með ofbel...
Voru ákvæði í Grágás eða Jónsbók um rétt manna til drykkjarvatns?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Er það ólöglegt að neita fólki um vatn að drekka? Ég hef heyrt að það sé ólöglegt samkvæmt Grágás eða Jónsbók og að þau lög séu ennþá í gildi. Grágás er lagasafn frá þjóðveldistímanum og Jónsbók var önnur tveggja lögbóka sem Magnús lagabætir lét gera fyrir Ísland og var hú...
Hvað var kreppan mikla og hvenær átti hún sér stað?
Á árunum 1929–1939 gekk yfir Vesturlönd dýpsta efnahagskreppa sem um getur á friðartímum. Mesti samdrátturinn var á árunum 1929–1932 og er áætlað að heimsframleiðsla á mann hafi þá dregist saman um 15%. Einna mestur var samdrátturinn í helsta iðnríki heims, Bandaríkjunum, þar sem landsframleiðsla skrapp saman um t...
Hver var Hugo Grotius og hvert var hans framlag til fræðanna?
Hugo Grotius var einn þeirra andans manna á sautjándu öldinni sem stuðluðu að grundvallarbreytingum á vestrænni menningu. Í dag er hans helst minnst sem lögspekings og þá sérstaklega vegna hugmynda hans um alþjóðalög eða þjóðarétt, en hann skrifaði einnig verk um guðfræði og flestar greinar heimspekinnar. Hann þót...
Hvað þýðir hugtakið fjölskylda og hvað er fjölskyldumeðferð?
Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á fjölskyldustofnuninni. Gerð hennar, samsetning, stærð, verkefni og hlutverk hafa gjörbreyst. Þannig er ekki lengur hægt að tala um fjölskylduna. Til eru svokallaðar kjarnafjölskyldur, einforeldris- og stjúpfjölskyldur og svo framvegis. Sambúð/hjónabönd eru ýmist st...
Hvað þarf að vera í sögu til þess að hún sé talin til Íslendingasagna?
Sögur þær sem Íslendingar rituðu á 13. og 14. öld, og fjalla um íslenska menn og málefni svonefndrar sögualdar (um 930–1030), hafa verið nefndar Íslendingasögur. Hátt í 40 sögur falla undir þessa skilgreiningu, og eiga þær – auk þess ofangreinda – ýmis sameiginleg einkenni. Talsverður tími leið frá því að atbu...
Hvað er Masada?
Masada er fornt fjallavirki í Ísrael, nærri suðvesturströnd Dauðahafsins. Það var Heródes konungur í Júdeu, sá sem sagt er frá í frásögunum af fæðingu Jesú í Nýja Testamentinu, sem lét reisa virkið einhvern tímann um eða fyrir 30 f.Kr. Kletturinn sem virkið stendur á rís í um 400 metra hæð yfir Dauðahafinu og er e...
Gæti ég fengið að vita allt um smyrilinn?
Smyrillinn (Falco columbarius), sem hefur einnig verið kallaður dvergfálki eða litli skratti, er ránfugl líkt og fálki eða valur og haförn (Haliaeetus albicilla). Smyrillinn er af ætt fálka og af sömu ættkvísl og fálkinn (Falco rusticoulos). Hann er minnstur allra fálka, aðeins 165 til 295 grömm að þyngd og 29-33 ...
Börðust blökkumenn í Þrælastríðinu?
Stutta svarið er einfaldlega já, en þó ekki í upphafi Þrælastríðsins. Tildrög borgarastríðs Bandaríkjanna, eða Þrælastríðsins, voru meðal annars ósætti landbúnaðarríkja sunnanmegin í landinu við skattlagningu ríkisins á ýmsar vörur sem iðnvæddu ríkin norðar í landinu gátu framleitt sjálf en Suðurríkin ekki. Að ...
Hvað er vitað um fingrarím?
Upphaflegu spurningarnar eru þessar:Hver er uppruni og saga fingraríms? Hvað nefndist það á frummálinu? Hvernig er hægt að telja út fullkomlega rétt almanak á fingrunum með fingrarími?Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur hefur nýlega birt rit um fingrarím á vefsetri Almanaks Háskólans. Þar getur meðal annars að l...
Hvað er vitað um vatnabobba?
Vatnabobbar (Lymnaea peregrea) eru sniglar (gastropoda), nánar tiltekið lungnasniglar (pulmonata) en svo nefnast sniglar sem hafa þróað með sér vísi að lungum og í stað tálkna eins og flestir sjárvarsniglar hafa. Vatnabobbar eru meðal algengustu dýra í ferskvatni hér á landi. Þeir finnast einnig í vatnshverum o...
Hvað er vitað um laxa?
Atlantshafslaxinn (Salmo salar) lifir í norðanverðu Atlantshafi. Hann finnst við strendur Norður-Ameríku, við Labrador í Kanada og allt suður til Connecticut í Bandaríkjunum. Hann lifir við suður- og austurströnd Grænlands, umhverfis Ísland og Færeyjar og við Bretlandseyjar. Atlanshafslaxinn finnst einnig við str...