Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust
Okkur vantar upplýsingar um Kárahnjúkavirkjun, t.d. staðsetningu, stærð og eitthvert ítarefni.
Á vefsetri Landsvirkjunar er sérstakur vefur helgaður Kárahnjúkavirkjun. Einn af þremur risaborum sem kemur til landsins vegna jarðgangnagerðar. Þar er til að mynda hægt að lesa svonefndan annál Austurlandsvirkjana, fá helstu tölulegar upplýsingar um virkjunina og skoða kort. Einnig er hægt að nálgast ýmsar...
Er mögulegt að gervigreind taki fram úr mennskri greind í framtíðinni?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Er mögulegt að gervigreind taki fram úr mennskri greind í framtíðinni? Verða menn þá óþarfir? Ef það er rétt ályktað að greind sé samsett úr ýmsum flóknum upplýsingaferlum, og að þau ferli sé hægt að endurgera í öllum lykildráttum í vél sem hægt er að smíða, þá bend...
Hvenær gátu íslenskar konur stofnað til bankaviðskipta?
Kristján 9. konungur Íslands undirritaði lög um fjármál hjóna nr. 3/1900 þann 12. janúar árið 1900 sem tóku gildi 1. júlí sama ár. Í 10. grein þeirra laga er ákvæði um að sömu reglur gildi um fjárforræði giftrar konu og ógiftrar. Skipa má eiginmann sem fjárhaldsmann eiginkonu sinnar, en þó aðeins í málefnum sem sn...
Af hverju finnst flugum skítalykt góð?
Þeim sem borða harðfisk með ánægju finnst yfirleitt líka lyktin af honum góð. Ef fólki líkar ekki lyktin af harðfiski borðar það hann yfirleitt ekki heldur. Sama á við um hákarl og margar aðrar fæðutegundir, einkum ef við skoðum allan þann mat sem hinar ýmsu þjóðir heimsins leggja sér til munns. Það sem við kö...
Hvers vegna er geispi smitandi?
Eins og fram kemur í svari Bergþórs Björnssonar við spurningunni Hvers vegna geispum við? eru vísindamenn ekki á einu máli um hvað veldur geispa. Settar hafa verið fram nokkrar kenningar um ástæður geispa eins og Berþór greinir frá, en engin þeirra virðist fullnægjandi skýring á fyrirbærinu. Svo er að sjá se...
Hvað er deiling og hver uppgötvaði þessa stærðfræðiaðferð?
Flestum kemur skipting til hugar þegar reikniaðgerðin deiling er nefnd. Eðli deilingar getur þó verið ólíkt ef grannt er skoðað. Talað er um tvenns konar deilingu, annars vegar skiptingu en hins vegar endurtekinn frádrátt. Munurinn er að annars vegar á að skipta jafnt í tiltekinn fjölda staða en hins vegar að ...
Hvernig má skilgreina hugtakið þýði og hvað greinir það frá úrtaki?
Þýði er samansafn eða mengi allra einstaklinga eða staka með tiltekna eiginleika. Í rannsóknum er þetta sá hópur sem ætlunin er að draga einhverja ályktun um. Í rannsókn á menntamálum á Íslandi gæti því þýðið til dæmis verið „öll íslensk grunnskólabörn“. Sömuleiðis gæti þýðið í vistfræðirannsókn verið „allt mólend...
Er réttmætt að skrifa zetu inni í orðum í dag?
Spyrjandi skýrir spurninguna nánar sem hér segir:Mig langar að forvitnast um réttmæti þess að skrifa zetu inn í orðum í dag. Nú er zetan fallin úr íslensku stafrófi en mér finnst ýmsir nota zetuna enn. Þekki dæmi um fólk sem hefur tamið sér þennan rithátt þó það sé fætt eftir að zetan féll úr gildi.Íslensk málstöð...
Skilja kindur hver aðra?
Margir lesendur Vísindavefsins hafa áhuga á gáfnafari sauðkinda. Við höfum meðal annars svarað spurningunni Eru kindur gáfaðar? Þar segir til dæmis: Við getum fullyrt að kindur eru frekar heimskar í samanburði við manninn, en ef við miðum við önnur jórturdýr er ekki gott að segja hvort kindurnar séu eftirbátar þe...
Hvort er talað um að fólk sé einhverft eða innhverft?
Upphaflega var spurningin svona: Hvort segir maður einhverfur eða innhverfur þegar er verið að tala um innhverft/einhverft fólk? Hvort tveggja er hægt að segja, einhverfur og innhverfur, en hugtökin eru samt ólík og merkja því ekki hið sama. Einhverfa (e. autism) er röskun sem talin er orsakast af afbrigðileg...
Er hægt að búa til svart ljós?
Litur venjulegra hluta ræðst af ljósinu sem þeir endurkasta eins og nánar er lýst í nýlegu svari okkar við spurningunni Af hverju varpast skuggar ekki í lit? Þannig eru hlutir svartir af því að þeir senda ekkert ljós frá sér. Í fyrrnefndu svari er líka bent á að allir hlutir verða svartir í myrkri. Við tölum of...
Hvenær dó Hitler?
Adolf Hitler, leiðtogi þýska nasistaflokksins fæddist 20. apríl 1889 í Austurríki-Ungverjalandi en féll fyrir eigin hendi 30. apríl 1945 í Berlín í Þýskalandi þegar hann og fylgismenn hans höfðu tapað síðari heimsstyrjöldinni. Hann varð leiðtogi flokksins 1920-1921, náði völdum yfir Þýskalandi árið 1933 þegar h...
Hvað eru mörg fyrirtæki á Íslandi?
Samkvæmt skrám Hagstofunnar voru 21.403 fyrirtæki á landinu í lok síðasta árs. Þá eru reyndar ekki talin með fyrirtæki sem fólk rekur í eigin nafni, það er án þess að fá sérstaka kennitölu fyrir reksturinn. Meðtalin í þessari tölu eru hins vegar einnig allmörg fyrirtæki sem ekki eru í raun starfandi en erfitt er a...
Hver er munurinn á bandaríska Repúblikanaflokknum og Demókrataflokknum?
Í Bandaríkjunum er svokallað tveggja flokka kerfi ráðandi. Það þýðir þó ekki að einungis tveir stjórnmálaflokkar starfi í Bandaríkjunum. Fremur er það svo að stjórnmálakerfið, sem byggir á einmenningskjördæmum, býður upp á það að tveir stærstu flokkarnir verði nær allsráðandi. Þannig sitja langflestir þingmenn í f...
Er regnbogi alltaf í sömu fjarlægð frá manni?
Spurningunni verður að svara neitandi og það sem meira er þá er ekki auðvelt að skilgreina fjarlægð til regnboga þar sem hann er dreifður í andrúmsloftinu. Stærð sem er vel skilgreind í þessu sambandi er stefna en ekki fjarlægð. Þannig virðist regnboginn vera nær í þéttum vatnsúða svo sem frá fossi en regnbogi...