Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5576 svör fundust
Hvaðan er komin sú mýta að konungborið fólk sé með blátt blóð í æðum?
Eftir því sem næst verður komist á þessi vésögn rót að rekja til spænska aðalsins í lok miðalda. Elstu og að eigin dómi göfugustu ættirnar vildu aðskilja sig frá samlöndum sínum, hinum arabísku Márum og ekki síður gyðingum. Litarháttur þeirra fyrst nefndu var ljósari og bláæðarnar því meira áberandi en hjá hinum þ...
Hvað er vaxtaferill?
Vaxtaferill lýsir sambandinu milli vaxta og lánstíma. Oftast er þetta hugtak notað til að lýsa kröfu um ávöxtun skuldabréfa eftir því til hve langs tíma viðkomandi bréf eru. Einnig er stundum talað um tímaróf vaxta. Þessi vaxtaferill sýnir dæmi um hvernig vextir hækka eftir því sem lánstími lengist. Vaxtafer...
Átti stríðið í kvikmyndinni 300 sér raunverulega stað eða er þetta allt uppspuni frá byrjun?
Í kvikmyndinni 300 fer Leonídas, konungur gríska borgríkisins Spörtu, með 300 mönnum sínum til skarðsins Þermopýlæ eða Laugaskarðs í vesturhluta Grikklands til að verja landið fyrir árás mörg þúsund Persa. Þetta stríð átti sér stað í raunveruleikanum en í myndinni hefur margt verið ýkt og sumum staðreyndum breytt....
Halda neglur og hár áfram að vaxa eftir að líkaminn deyr?
Hár okkar og neglur eru gerðar úr svokölluðu hyrni eða keratíni sem er prótín. Hár og neglur eru því ekki úr lifandi frumum nema alveg við rótina. Þar af leiðandi eru hvorki æðar né taugar í nöglum eða hári. Neglur vaxa um það bil 0,1 mm á dag sem þýðir að á þremur til sex mánuðum verður til heil ný nögl. Hár okka...
Hvernig hagar njálgur sér í mönnum?
Njálgur (Enterobius vermicularis) er lítill innyflaormur og er algengasta sníkjudýrið hjá börnum og fullorðnum í löndum þar sem veðurfar er svipað og hjá okkur. Í sumum nálægum löndum er talið að allt að 20% barna séu smituð. Hægt er að lesa meira um smittíðni hér á landi í svari Karls Skírnissonar við spurningunn...
Hvað ræður því hvað mann dreymir?
Þessa spurningu mætti allt eins orða svona: Hvað ræður því hvað við við hugsum? Draumar verða vegna starfsemi heilans í svefni og stundum í vöku líku. Þess háttar drauma köllum við dagdrauma. Mörgum finnst sem draumar séu einkennilegt fyrirbæri af því að þá er heilinn að störfum á meðan við sofum. En ráðum við ...
Hvað gerist ef sjávarfiskur er settur í ferskvatn?
Allir fiskar og reyndar öll dýr sem lifa í vatni, hafa sitt eigið seltusvið, en það merkir að þau eru aðlöguð lífi í vatni með ákveðinn seltustyrk. Í raun inniheldur allt vatn eitthvað salt, hvort sem við köllum það ferskvatn eða saltvatn. Áður en lengra er haldið er rétt að rifja upp hvað átt er við með osmósu...
Hvernig myndast svartaraf?
Svartaraf (algengara samheiti: tálgukol (hk), kolið) er mjög hörð tegund af „koli“ sem hægt er að gljáslípa og nota í skartgripi. Það greinist þó frá eiginlegum kolum í því að venjuleg kol eru mynduð undir hita og þrýstingi en svartaraf kalt undir þrýstingi í vatni; mjúkt svartaraf í ferskvatni, hart í saltvatni. ...
Hvar á jörðinni er vind- og sólarorka mest nýtt?
Vind- og sólarorka er aðeins lítið brot af heildar-frumorkuframleiðslu á heimsvísu, innan við 0,5%, á meðan yfir 80% eru jarðefnaeldsneyti (tölur fyrir árið 2010). Mesta uppsetta afl vindorku er í Kína (64 GW), en þar á eftir koma Bandaríkin (47 GW), Þýskaland (29 GW) og Spánn (22 GW), miðað við tölur árið 2011...
Rignir á Mars og er eitthvað vatn þar?
Nei, það rignir ekki á Mars en það getur hins vegar snjóað þar! Það hefur lengi verið vitað að á Mars eru ský, þau er hægt að greina frá jörðu. Flest ský á Mars eru samsett úr frosnu koltvíildi (koltvíoxíð, CO2) en þar er þó einnig að finna ský úr frosnu vatni. Árið 2008 komust vísindamenn að því, með aðstoð ge...
Er rétt að tala um 'góð eða léleg gæði'?
Til að byrja með er ágætt að hafa í huga að gera verður greinarmun á því í hvaða samhengi orðið gæði er notað. Til dæmis er unnt að tala um gæði í samhengi gæsku eða góðmennsku og þá mætti segja að einhver sé gæðasál. Aftur á móti vísar spyrjandi hér til gæða í merkingunni eiginleiki (e. quality). Betur fer að ...
Af hverju segja sumir „sjáustum“ en ekki „sjáumst“?
Í fornu máli var ending fyrstu persónu eintölu í miðmynd –umsk, köllumsk en ending 3. persónu –st, kallast. Á 14. öld fór að verða vart þeirrar breytingar að í fyrstu persónu var tekin upp ending þriðju persónu, kallast. Þetta eru talin norsk áhrif sem komu fyrst fram í tilteknu málsniði. Þessi breyting breiddist ...
Hvernig stendur á því að það er bjartara í skammdeginu þegar jörð er alhvít en þegar snjólaust er?
Ljósið frá sólinni er í raun hvítt en hvítt ljós er blanda af öllum litum. Hlutir drekka í sig hluta af sólarljósinu en endurkasta öðru. Ef til dæmis hlutur endurkastar frá sér grænu ljósi, þá er hluturinn grænn að lit, til dæmis grasið. Grasið gleypir þá aðra liti hvíta ljóssins. Snjór endurkastar frá sér næst...
Margir segja að norðurljós sjáist frekar eftir því sem kaldara er í veðri, er eitthvað samband milli norðurljósa og hitastigs á jörðu niðri?
Þar sem oft er kalt í veðri þegar fólk sér norðurljósin, telja margir að þarna sé eitthvað orsakasamband á milli, en svo er ekki. Grunnskilyrði fyrir því að sjá norðurljósin eru annars vegar að það sé nægilegt dimmt og hins vegar að himinninn sé nægilega heiður, það er að ský byrgi ekki sýn. Á Íslandi er fyrra ...
Hvað er „alla malla“ og hvaðan kemur það?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við hjúin veltum fyrir okkur nýverið hvaðan upphrópunin eða notkun orðsambandsins „alla malla“ (með mjúkum L-um) kemur? Upphrópunin alla malla þekkist á prenti að minnsta kosti frá því fyrir miðja 20. öld. Elsta dæmi á timarit.is er úr blaðinu Fálkanum frá 1946: „— ...