Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4702 svör fundust
Getur of mikið kynlíf valdið fósturmissi?
Óvíst er hvað átt er við með of mikið kynlíf en gengið er út frá því að vísað sé til fjölda kynmaka yfir ákveðið tímabil. Flestir hafa einhver viðmið um það hvað sé gott og gefandi kynlíf og hversu oft sé eðlilegt að hafa kynmök. Það sem einum finnst vera of mikið eða of lítið kynlíf getur öðrum fundist vera við h...
Ef maður hlypi stanslaust í sólarhring myndi þá líða yfir hann?
Afleiðingar þess að hlaupa í heilan sólarhring eru háðar líkamlegu ástandi hlauparans sem og aðstæðum við hlaupið. Illa þjálfuðum einstaklingi sem ofreyndi sig á hlaupum, jafnvel í skemmri tíma en á 24 klukkustundum, gæti vissulega orðið það um megn og hann fallið í yfirlið. Þess eru þó fjölmörg dæmi að hlauparar ...
Hvað er bílveiki?
Bílveiki er ein tegund af ferðaveiki (e. motion sickness) sem fólk getur fundið fyrir þegar það ferðast í bíl, flugvél, skipi, lest eða fer í tívolítæki. Ástæðan fyrir veikinni er sú að heilanum berast misvísandi boð frá hinum ýmsu skynfærum líkamans um stöðu hans og afleiðingin er vanlíðan. Skynfærin sem nema...
Hvernig eru maurabú og er hægt að búa þau til heima hjá sér?
Um 8.000 tegundir maura innan ættarinnar Formicidae hafa fundist á jörðinni. Maurar lifa um heim allan en langflestar tegundir eru í hitabeltinu, sérstaklega á regnskógasvæðunum. Allar maurategundir lifa í hópum eða nýlendum enda eru maurar svokölluð félagsskordýr. Samfélög þeirra eru vel skipulögð með skýrri verk...
Hversu mörg ríki eru í fleiri en einni heimsálfu?
Í eftirfarandi svari er miðað við mörk heimsálfanna eins og þeim í lýst í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? Til þess að svara þessari spurningu þarf fyrst að ákveða hvort eingöngu er átt við þau ríki sem mörk heimsálfanna liggja í gegnum eða hvort einnig er átt við þau ríki sem „e...
Hvernig er dýralíf á Suðurskautslandinu?
Hvergi á jörðinni er jafn illskeytt veðrátta og á Suðurskautslandinu. Dýralíf á þessum slóðum er því afar fábrotið í samanburði við önnur meginlönd. Suðurskautslandið liggur nær allt sunnan við syðri heimskautsbaug þar sem frostið yfir veturinn getur farið allt niður í -80°C og vindhraðinn getur orðið allt að 300 ...
Er jafnvægisskynið ef til vill sjötta skilningarvitið?
Upphaflega hljómaði spurningin svona: Oft hefur verið talað um fimm skynjanir okkar, þ.e. lykt, sjón o.s.frv. En er ekki hægt að tala um jafnvægisskynið sem sjötta skilningarvitið? Eins og spyrjandi bendir réttilega á er hefð fyrir því að tala um að menn hafi fimm skilningarvit, eða sjónskyn, heyrnarskyn, lykta...
Getur fólk sem missir útlim enn fundið fyrir honum þótt hann vanti?
Hægt er að finna fyrir útlim sem fólk hefur misst eða fæðst án og nefnist það að hafa vofuverk eða gerningaverk. Á ensku kallast útlimurinn sem er horfinn 'phantom limb' og á íslensku draugalimur. Draugalimur er nokkuð algengur þar sem um 70% fólks sem missir útlim finnur fyrir honum áfram. Algengast er að fólk fi...
Hvað er siðferði? Og hvað er siðfræði?
Siðferði er fólgið í þeim reglum (í víðum skilningi orðsins) er varða lifnaðarhætti okkar, breytni og samskipti við annað fólk, dýr og jafnvel umhverfið líka – með öðrum orðum þeim kröfum sem gerðar eru til okkar um hegðun og breytni – einkum að svo miklu leyti sem þessu verður lýst sem góðu eða slæmu, réttu eða r...
Hvernig er lykt?
Margir heimspekingar halda því fram að suma þekkingu sé ekki hægt að hafa án þess að tiltekin reynsla búi að baki. Í frægu ímynduðu dæmi lýsir heimspekingurinn Frank Jackson til að mynda konunni Mary, sem hefur alla sína tíð lifað í einangrun í svarthvítu herbergi. Í einangruninni hefur Mary lesið sér einhver óskö...
Getið þið sagt mér allt um hina ógnvænlegu basilíuslöngu?
Basilíuslangan, eða basilískan (e. basilisk), er kynjadýr úr evrópskum þjóðsögum. Pliníus eldri (uppi á 2. öld) lýsir henni í bók sinni Naturalis Historiae sem 12 þumlunga langri (um 30 sm) og með kórónulaga blett á höfði. Af þessum bletti fær hún nafn sitt, en gríska orðið 'basilius' merkir 'konungur'. Basilískan...
Hvað er Touretteheilkenni og erfist það?
Touretteheilkenni (e. Tourette Syndrome (TS) eða Tourette Disorder) er taugakvilli sem einkennist af kækjum - ósjálfráðum, hröðum, skyndilegum hreyfingum eða hljóðum sem koma endurtekið fyrir á sama hátt. Algengt er að sjúkdómnum fylgi einnig áráttu- og þráhyggjueinkenni, athyglisbrestur og ofvirkni. Mismunandi er...
Hver er munurinn á falli og vörpun í stærðfræði?
Oftast er ekki gerður neinn greinarmunur á skilgreiningunni á vörpun og falli. Hins vegar er stundum munur á því hvernig orðin eru notuð. Vörpun eða fall, F, er skilgreint sem ákveðin „aðgerð“ sem úthlutar sérhverju staki úr tilteknu mengi, köllum það A, staki í öðru mengi sem kalla má B (sjá dæmi á mynd). Stakið ...
Er hægt að vera með verslunaráráttu?
Áráttukennd kaup (e. compulsive buying) einkennast af óhóflegum, óviðráðanlegum, tímafrekum og endurteknum verlsunarferðum eða kaupum. Þessi áráttukenndu kaup hafa slæmar afleiðingar eins og fjárhagslega- og félagslega erfiðleika og telja sumir að þau séu í raun viðbrögð við depurð eða öðrum erfiðum tilfinningum e...
Hvað er háskerpusjónvarp?
Þegar fjallað er um sjónvarpstæki í dag og kostum þeirra lýst er upplausnin eitt af því sem getur ruglað fólk. Margir telja ranglega að upplausnin sé það sem skipti mestu máli þegar kemur að samanburði á gæðum tækja. Vissulega skiptir upplausnin máli en sjónvarpsskjár með 1920x1080 upplausn hefur ekki endilega be...