Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5208 svör fundust
Fann Pýþagóras upp Pýþagórasarregluna eða er hún bara kennd við hann?
Pýþagóras fæddist á eyjunni Samos og ól þar aldur sinn til fertugs eða svo, er hann fór þaðan vegna harðstjórnar og settist að í nýlenduborginni Króton syðst á Ítalíu, en hún var þá frægust borga þar um slóðir. Samtíðarmenn Pýþagórasar litu margir á hann sem vitring og hann kom sér fljótlega upp hópi lærisvein...
Hvað hefur Ísland að bjóða umfram Írland sem skattaparadís fyrir erlend fyrirtæki?
Eins og kemur óbeint fram í spurningunni hefur Írland haslað sér völl hin síðari ár sem fjármálamiðstöð. Nokkurs konar skattafríhafnir voru stofnaðar við Shannon-flugvöll og höfnina í Dyflinni. Erlend fyrirtæki, sem vildu setjast þar að, þurftu ekki að greiða nema 10% tekjuskatt og nutu annarra ívilnana opinberra ...
Hvenær hófu menn að brugga bjór? Var bjór bruggaður á Íslandi fyrr á öldum?
Bjór eða kornöl er ævagamall í sögunni. Til dæmis hafa leifar af slíkum drykk greinst í vel forvörðum mögum faraóanna. Síðar hvarf bjórinn af borðum helstu menningarþjóða fornaldar og drykkur Grikkja og Rómverja var, eins og kunnugt er, vín. Hins vegar var ölið aðaldrykkur hinna barbarísku germana og kelta en þeir...
Hversu stór er einingin hundrað, sem notuð var um stærð jarða?
Hundrað að fornu merkti 120. Upphaf orðsins er ekki yngra en frá 11. öld, sennilega eldra, og merkti fyrst 120 álnir vaðmáls þar sem hver alin skyldi vera af tilskilinni stærð og réttum gæðum. Eftir því sem tímar liðu urðu tengslin við vaðmálið ógleggri og virðast vera með öllu horfin á 17. öld. Bæði alin og hundr...
Hvert er elsta málverk sem vitað er um og er ennþá til í heiminum, og hve gamalt er það?
Þótt spyrjandi geri fyrirvara og spyrji um elsta málverkið sem vitað er um en ekki elsta málverkið yfirleitt er spurningunni samt ekki auðsvarað. Það helgast af því að heimildir um fyrsta tímabil listasögunnar eru ekki miklar. Þá sögu verður að ráða eingöngu af menjum og leifum og þó hægt sé að flokka leifarna...
Getur komið jarpt afkvæmi undan brúnni meri og rauðum hesti?
Í mjög stuttu máli er svarið við þessari spurningu já: Það getur komið jarpt afkvæmi undan brúnu og rauðu. En skoðum málið aðeins nánar til að skilja hvers vegna. Aðallitir í hrossum og jafnframt þeir algengustu eru brúnn, jarpur og rauður. Tvö aðalefni ráða litnum, annað svart en hitt rautt eða rauðgult. ...
Hvað getið þið sagt mér um stjörnuna Vegu?
Á norðurhveli jarðar er Vega næst bjartasta stjarna næturhiminsins, á eftir Síríusi, rétt aðeins bjartari en Kapella í Ökumanninum og fimmta bjartasta stjarna himins. Stjarnan er af birtustigi 0,03. Vega er pólhverf, það er sest aldrei frá Íslandi séð en er samt oft bara rétt ofan við sjóndeildarhringinn. Stjarnan...
Í hvaða átt er vestur?
Sumir mundu sjálfsagt svara því til að vestur sé í vestri, en það er náttúrlega ekki fullnægjandi svar, af augljósum ástæðum. En nú eru jafndægur og því hægt að benda spyrjanda á að klæða sig sæmilega vel og ganga út undir bert loft í björtu veðri á sléttlendi eða við sjó um það bil 6 klukkustundum eftir hádegi...
Hvaða áhrif hafði Aristóteles á miðöldum og fyrir hvað var hann þekktur?
Aristóteles var þekktastur og áhrifamestur heimspekinga á miðöldum og með nokkrum rétti mætti kalla 12. og 13. öld aldir Aristótelesar. Þegar Tómas frá Akvínó vísar til Aristótelesar í ritum sínum lætur hann sér nægja að kalla hann “heimspekinginn” – allir vita við hvern er átt. Rit Aristótelesar voru uppgötvuð sm...
Af hverju verður þynning á ósonlaginu yfir suðurpólnum þar sem eru fáar verksmiðjur, en ekki yfir Bandaríkjunum?
Skýringin á því að ósonþynning gerist öðru fremur yfir suðurpólnum er í meginatriðum þríþætt. Í fyrsta lagi berast efnin sem valda þynningunni um allan lofthjúpinn þó að þau eigi að miklu leyti upptök sín í iðnríkjunum eins og spyrjandi hefur í huga. Í öðru lagi dregst ósonið í lofhjúpnum sérstaklega að suðurskaut...
Hvað getið þið sagt mér um vöðvavefi dýra?
Helstu flokkar vöðvavefja hjá hryggdýrum eru sléttir vöðvar, þverrákóttir vöðvar og hjartavöðvinn. Þessir vöðvavefir hafa mismunandi eiginleika og útlit. Þverrákóttir vöðvar samanstanda af löngum frumum sem geta orðið allt að 4 cm á lengd. Þessar frumur eru sívalar og innihalda marga kjarna (ekki einn kjarna ...
Er anarkismi pólitísk stefna? Ef svo er, hvernig þá?
Hugtakið anarkismi, eða stjórnleysisstefna, er í stjórnmálafræði notað yfir þá hugsjón að samfélagið geti, og skuli, stjórnast án miðstýrðs ríkisvalds. Stjórnleysi í þessum skilningi felur ekki í sér fullkomið skipulagsleysi eða upplausn, heldur hitt að skipulagið sé að öllu leyti sjálfsprottið. Þannig merkir grís...
Getur orðið sjálfsíkviknun í fólki, samanber móður Jakobs ærlega?
Í fyrsta kafla sögunnar Jakob ærlegur eftir enska rithöfundinn Frederick Marryat (1792-1848), segir frá drykkfelldri móður aðalsöguhetjunnar. Þegar yngri bróðir Jakobs drukknar huggar faðir Jakobs eiginkonu sína með því að færa henni stóran tebolla af gini. Eins og segir í sögunni þurfti hún að „fá nokkrum sinnum ...
Hvað er sannleikur?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvað er sannleikur? Er hann það sem gerðist, hvernig atburðurinn er túlkaður eða hvernig við munum hann?Þessa spurningu má orða á ofurlítið annan hátt en hér er gert: Er sönn lýsing á atburði sú lýsing sem lýsir atburðinum, túlkar hann, eða gerir grein fyrir því hvernig muna...
Er íslenska elsta tungumál í Evrópu? Hve gömul er hún?
Í hnotskurn hljóða svörin við spurningunum tveimur þannig: Nei, íslenska er ekki elsta tungumál í Evrópu. Íslensk málþróun er jafngömul byggð norrænna manna á Íslandi en íslenska og norska urðu ekki aðgreind tungumál fyrr en á 14. öld. Þó nokkur tungumál í Evrópu eru eldri en þetta, og eru þau nánar tilgreind í s...