Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7653 svör fundust

category-iconLögfræði

Hverjir semja reglurnar um flóttamenn?

Mikilvægustu reglurnar um flóttamenn eru alþjóðlegar og samræmdar í öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna með svokölluðum flóttamannasamningi. Hann var undirritaður árið 1951 af aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna og við hann var bætt árið 1967. Ísland gerðist aðili að samningnum árið 1957. Hvert þjóðríki setur sín...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Getiði sagt mér eitthvað um dýralíf í Noregi?

Fyrir 30 þúsund árum þakti ísaldarjökullinn stærstan hluta Skandinavíu þar með talið Noreg. Það má ætla að dýralíf hafi verið mjög fábrotið á þeim tíma og sennilega hefur það verið svipað því sem nú er á Norður-Grænlandi. Þegar tók að hlýna fyrir um tíu þúsund árum losaði ísaldarjökullinn þungar og kaldar krumlur ...

category-iconStærðfræði

Hvað getið þið sagt mér um Blaise Pascal og framlag hans til stærðfræðinnar?

Blaise Pascal (1623-1662) var franskur stærðfræðingur, eðlisfræðingur, uppfinningamaður, trúspekingur og ritsnillingur. Hann fæddist í Clermont, sem nú heitir Clermont-Ferrand í Auvergne, þar sem faðir hans var forseti skattdómsins og þekktur áhugamaður um stærðfræði og vísindi. Móðir hans dó þegar hann var þrigg...

category-iconEfnafræði

Hvað er áburðarsprengja?

Áburðarsprengju mætti frekar kalla ammoníumnítratsprengju, því hægt er að gera sprengju úr ammoníumnítratáburði en ekki öðrum tegundum áburðar. Snemma á 19. öld var farið að nota Chile saltpétur eða natríumnítrat (NaNO3) sem áburð og vitað var að það var köfnunarefnið (efnatákn N) sem jók mjög vöxt plantna. Þe...

category-iconStjórnmálafræði

Er eina leið smáríkja til áhrifa og valda að fara í bandalög við önnur ríki?

Bandalagamyndun er ein helsta leið smáríkja til að tryggja hagmuni sína í samfélagi þjóðanna. En bandalagamyndum er aðeins hluti af þeim úrræðum sem smáríki hafa til að styrkja stöðu sína. Í smáríkjafræðum, sem er afsprengi stjórnmálafræði, er einkum fjallað um þrjár leiðir fyrir smáríki til að styrkja stöðu sína:...

category-iconHugvísindi

Hvað geturðu sagt mér um þrjátíu ára stríðið?

Þrjátíu ára stríðið var háð í Evrópu á árunum 1618-48. Fjöldi ríkja og þjóða dróst inn í átökin vegna trúarbragða, deilna um landsvæði, erfðadeilna eða vegna viðskiptahagsmuna. Stríðið gerbreytti valdahlutföllum og ýmsum hefðum Mið- og Vestur-Evrópu. Holland losnaði undan Spánverjum og Sviss varð sjálfstætt ríki. ...

category-iconHugvísindi

Hvað var Pelópsskagastríðið?

Pelópsskagastríðið var háð á fimmtu öld fyrir Krist, nánar tiltekið árin 431-404. Það var háð á milli aþenska stórveldisins, sem stjórnaði borgríkjum við gríska Eyjahafið í nafni Sjóborgarveldisins, og Pelópsskagasambandsins sem var bandalag sjálfstæðra borgríkja á Pelópsskaganum undir forystu Spörtu. Nærri öll gr...

category-iconSálfræði

Hverjar voru helstu kenningar Lev Vygotskys?

Lev Semyonovich Vygotsky (Лев Семёнович Вы́готский) (1896–1934) var rússneskur sálfræðingur. Hann var fæddur í Orsha í Hvíta-Rússlandi og ólst upp í borginni Gomel í rússneskri miðstét...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað gerðist í bókmenntum á Íslandi árið 1918?

Freistandi væri að svara einfaldlega að fremur lítið hafi gerst í íslenskum bókmenntum árið 1918. Íslendingar höfðu um ýmislegt annað að hugsa þetta ár sem bar í skauti sér margskonar hörmungar. Þetta ár lauk fyrri heimstyrjöldinni sem hafði haft í för með sér kreppt kjör almennings svo staðan var ekki beysin þega...

category-iconNæringarfræði

Getur úthaldsíþróttafólk bætt árangur sinn með lágkolvetnamataræði og föstum?

Fitubirgðir líkamans geta verið því sem næst takmarkalausar. Þess vegna hefur því verið haldið fram að hægt sé að auka árangur í úthaldsíþróttum með því að auka hlut fitu umtalsvert í mataræðinu á kostnað kolvetna eða jafnvel að sleppa fæðuinntöku í tiltekinn tíma (fasta). Fitubrennslugeta líkamans getur aukist tö...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvers vegna telja vísindamenn að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geim? - Er sá eiginleiki ekki ónothæfur ef fjarlægðin var ekki til staðar þá?

Vísindamenn telja ekki að þeir geti séð aftur í Miklahvell ef þeir horfa nógu langt út í geiminn. Ástæðan er sú að fyrstu milljón árin var heimurinn ógegnsær og því verður aldrei hægt að sjá nær Miklahvelli en það. Sennilega er þó nær að gera ráð fyrir að ekki muni unnt í náinni framtíð að sjá miklu nær Miklah...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað heitir stærsta pláneta í heimi?

Þessari spurningu getur enginn svarað eins og hún er fram sett. En stærsta plánetan sem við þekkjum vel heitir Júpíter og er langstærsta reikistjarnan í sólkerfi okkar. Menn hafa hins vegar lengi getað gert sér í hugarlund að reikistjörnur væru líka við aðrar sólstjörnur eða fastastjörnur. Á síðasta áratug eða s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er rökfræðin í því að segja að eitthvað svínvirki?

Svín- í sögninni svínvirka telst til svokallaðra herðandi forliða. Margir slíkir forliðir eru notaðir í málinu, svo sem hund- í hundleiðinlegur, hundvondur, hundgamall, hundóánægður, hrút- í hrútleiðinlegur, naut- í nautheimskur, mold- í moldríkur og dauð- í dauðhræddur, dauðþreyttur, dauðlúinn. Líklegt er að d...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Er það satt að maður fái straum úr álum?

Það er algengur misskilningur að sumir álar geti gefið frá sér straum. Tegundin hrökkáll (Electrophorus electricus) sem er ein kunnasta fisktegundin sem gefur raflost er ekki áll í flokkunarfræðilegum skilningi, þrátt fyrir íslenska nafnið, heldur tilheyrir hún ættbálknum siluriformes. Hins vegar tilheyra álar öð...

category-iconJarðvísindi

Getur "jaði" (á ensku jade) myndast á Íslandi?

Jaði er samheiti steinefnis sem er eftirsótt ýmist sem skrautsteinn eða til útskurðar. Um er að ræða tvær fölgrænar steindir, jaðeít og nefrít. Fyrrnefnda steindin er af flokki pýroxena, samsetning NaAlSi2O6, en hin síðarnefnda er sérlega hart og massíft afbrigði af aktinólíti, af flokki amfibóla (samsetning Ca2(M...

Fleiri niðurstöður