Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8497 svör fundust

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað getið þið sagt mér um jólasveina?

Uppruna hins rauðklædda jólasveins má rekja til heilags Nikulásar sem er sagður hafa verið biskup í borginni Mýra í Tyrklandi á 4. öld e.Kr. Nikulás var meðal annars verndardýrlingur sæfarenda, kaupmanna, menntasetra og barna. Löngu seinna varð hann þekktur sem gjafmildur biskup, klæddur purpuralitaðri kápu með mí...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er sólin heit?

Vegna þess að sólin skiptist í nokkur lög sem hafa ólíka eiginleika, er hún ekki öll jafnheit. Hitinn er mestur í miðju sólar þar sem orkuframleiðslan fer fram, og er talið að þar sé hitinn um 15,5 milljón gráður á selsíus. Yfirborðshiti sólar, það er hitinn á því lagi sem við sjáum, er mun lægri eða um 5500°C. ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er hægt að dulkóða gagnagrunn á heilbrigðissviði þannig að enginn geti fundið ákveðinn einstakling? Hvers vegna? Hvers vegna ekki?

Þetta er athyglisverð spurning. Stutta, einfalda og tæknilega svarið er já, og munum við byrja á að útskýra hvað er átt við með því, en síðan verðum við að bæta en..., og ennfremur... við það svar. Já Telja má víst að allir fræðimenn sem stunda rannsóknir á sviði dulritunar séu sammála um að með nútíma dulrit...

category-iconLífvísindi: almennt

Eru litningar í rauðhærðum eitthvað gallaðir?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hverjar eru líkurnar á því að barn verði rauðhært ef annað foreldrið er rauðhært en hitt ekki? (Arngrímur Vilhjálmsson) Geta tvær rauðhærðar manneskjur eignast annað en rauðhærð börn? (Sigurjón Traustason) Er rauðhært gen víkjandi. Ef svo er, þarf það þá ekki að koma frá báð...

category-iconLæknisfræði

Hvað getið þið sagt mér um Duchenne vöðvarýrnun?

Vöðvarýrnanir (muscular dystrophies) eru flokkur vöðvasjúkdóma sem veldur vöðvarýrnun og kraftleysi. Mjög mismunandi er hversu alvarleg og útbreidd einkennin eru, en þau koma oft fram í æsku. Þessir sjúkdómar eru arfgengir og eru rúmlega 30 mismunandi tegundir þekktar. Greint er á milli mismunandi sjúkdóma út frá ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um heilaétandi slímdýrið sem fannst í Flórída?

Fyrir nokkru bárust fréttir frá Bandaríkjum um aukna tíðni dauðsfalla af völdum slímdýrs eða amöbu sem leggst á heila fórnarlamba sinna. Amaba þessi nefnist á fræðimáli Naegleria fowleri. Á árunum 1995 til 2004 olli hún 23 dauðsföllum í Bandaríkjunum en það sem af er þessu ári (október 2007) hafa sex manns látis...

category-iconLæknisfræði

Hvað er tennisolnbogi og af hverju stafar hann?

Upptök vöðvanna sem hreyfa fingurna og úlnliðinn eru í lítilli vöðvafestu á utanverðum olnboganum. Vegna of mikillar áreynslu á bandvef sem tengir vöðvana við beinin koma litlar rifur í vefinn sem leiða til ertingar á svæðinu og bólgu. Af þessu stafar verkur sem getur leitt upp í upphandlegg og eins niður með utan...

category-iconHugvísindi

Getur það staðist að Gamli sáttmáli sé bara seinni tíma tilbúningur?

Oft er talað um Gamla sáttmála frá 1262 sem sérlega mikilvægt skjal í sögu Íslands, jafnvel eins konar stofnskrá þeirra hnignunar sem á að hafa byrjað þegar íslenskir höfðingjar gengust undir vald Noregskonungs árin 1262-64. Þeim atburðum er lýst í Sturlunga sögu, Hákonar sögu Hákonarsonar og annálum. Annað mál er...

category-iconFélagsvísindi

Hefur eitthvað breyst í stefnu Bandaríkjanna til Ísraels frá því Obama varð forseti?

Bandaríkin hafa löngum verið helsti bandamaður Ísraels í deilum þess ríkis við nágranna sína. Undir stjórn Baracks Obama hefur samband þessara ríkja veikst nokkuð en áhrif gyðinga í Bandaríkjunum gera það að verkum að ólíklegt er að Bandaríkin hætti alfarið að styðja við Ísraelsríki. Þá hefur neitunarvald Bandarík...

category-iconVeirur og COVID-19

Hvernig vita vísindamenn að veiran sem veldur COVID-19 var ekki búin til á tilraunastofu?

Í stuttu máli er svarið við spurningunni þetta: Rannsóknir á erfðaefni veirunnar SARS-CoV-2 sem veldur sjúkdómnum COVID-19 sýna að veiran varð til við náttúrulega þróun í mismunandi dýrum. Hægfara breytingar á veirunni og endurröðun erfðaefnisins gerði henni síðan kleift að berast til manna og að lokum að smitast...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvenær fór Jón Árnason að safna þjóðsögum?

Jón Árnason (1819-1888) þjóðsagnasafnari segir frá því í endurminningum sínum að hann hafi snemma haft áhuga á að heyra sögur og enginn sem gisti á Hofi, æskuheimili hans, slapp við að segja honum þær, jafnvel þó að drengurinn yrði svo lafhræddur að hann varð að biðja móður sína að halda utan um sig í rúminu. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru fílar hræddir við mýs?

Fílar eru stærstu landdýr jarðar. Þótt merkilegt kunni að virðast eru fílategundirnar tvær sem nú lifa flokkaðar hvor í sína ættkvíslina, Elephas og Loxodonta. Elephas maximus er Asíufíllinn en Loxodonta africana er Afríkufíllinn. Það sem einkennir fílinn mest er vitaskuld raninn sem er í raun framhald á nefinu...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær var fyrsta tölvan fundin upp, hver gerði það og hve öflug var hún?

Það er ekki auðvelt að segja hvaða tæki eigi að bera titilinn „fyrsta tölvan“. Vandamálið er að allt frá miðöldum höfðu menn verið að hanna sífellt fullkomnari vélrænar reiknivélar. Einn þeirra var stærðfræðingurinn, frumkvöðullinn, heimsspekingurinn, uppfinningarmaðurinn og vélaverkfræðingurinn Charles Babbage, s...

category-iconHeimspeki

Hver var Immanuel Kant?

Immanuel Kant var einn merkasti hugsuður vestrænnar heimspeki. Hann fæddist árið 1724 í bænum Königsberg í Prússlandi og dó þar áttatíu árum síðar, árið 1804. Í yfirliti sínu yfir sögu mannsandans segir Ágúst H. Bjarnason meðal annars: Ævi Kants er líkt farið og flestra annara andans mikilmenna; hún er ærið viðbu...

category-iconLögfræði

Hvað er sjálfræði og hver er skilgreiningin á sjálfræði einstaklings?

Sjálfráða maður ræður einn öðru en fé sínu, nema lög mæli á annan veg.Svo segir í 2. gr. lögræðislaga nr. 71/1997. Þannig verður ekki tæmandi talið hvað í sjálfræði felst heldur er þar um að ræða öll þau lagalegu réttindi og skyldur sem fullorðnir menn bera í samfélaginu, þó með þeim mikilvægu takmörkunum sem geti...

Fleiri niðurstöður