Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 4527 svör fundust
Hvaðan kemur rekaviðurinn sem finnst við strendur Íslands?
Rekaviðurinn sem berst til Íslands kemur frá skógum Síberíu. Þar er stundað skógarhögg og timbrinu er fleytt niður stórfljótin Ob, Jenisej, Katöngu og Lenu í sögunarmyllur. Rekaviður á Ströndum. Suma drumbana rekur á haf út þar sem norðaustlægir hafstraumar bera þá að íshellu norðurpólsins. Þar fara drumbarnir...
Hvað eru til margir fossar á landinu sem heita Svartfoss?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Svartfoss er foss í Kollafirði á Ströndum. Hvað eru margir fossar á landinu með þetta nafn?Svartfoss er skammt frá Felli í Kollafirði í Strandasýslu. Hann sést langt að og notuðu sjófarendur hann fyrir mið (Þorsteinn Jósepsson og Steindór Steindórsson: Landið þitt Ísland I...
Af hverju eru systur jólasveinanna svona fáar?
Það er rétt að jólasveinar frá fyrri tíð sem bera kvenkyns nöfn eru mun færri en þeir sem bera karlmannsnöfn. Eins og segir í svari við spurningunni Hvað eru þekkt mörg nöfn jólasveina og hvað heita þeir allir? er vitað um 78 nöfn jólasveina en aðeins fimm þeirra (6,4%) vísa til kvenkynsvera. Sambærileg tölfræði y...
Geta fleiri en moskítóflugan borið malaríu?
Moskítóflugnategundin Anopheles er eina tegundinn sem vitað er til að smiti malaríu. Tegundin smitar einnig heilasótt. Aðrar tegundir af moskítóflugunni bera líka smitsjúkdóma, til dæmis smitar tegundin Aedes beinbrunasótt, mýglusótt og heilabólgu. Tegundin Culex smitar einnig heilabólgu. Sjúkdómurinn malaría finn...
Hvers vegna er ekki hægt að beygja sögnina 'að vinna' í boðhætti?
Boðháttur í íslensku er myndaður á tvo vegu. Í fyrsta lagi er hann stýfður, það er eins og nafnháttur að frádreginni endingunni, -a, nema í veikum sögnum sem enda á -aði í þátíð. Dæmi:lesa, bh. les (þú)bera, bh. ber (þú)skrifa, bh. skrifa (þú)færa, bh. fær (þú)lemja, bh. lem (þú)flytja, bh. flyt (þú)vinna, bh. ...
Hvað eru frauðvörtur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hvað eru frauðvörtur, hvers vegna koma þær og hvernig er hægt að losna við þær? Frauðvörtur (molluscum contagiosum) eru litlar bólur eða vörtur. Þær eru oft glansandi og inni í þeim er hvítur massi. Frauðvörtur orsakast af veirunni Molluscum contagiosum virus (MCV) sem smitas...
Gáta: Hvernig getur Jón gamli mælt út mjólkina?
Jón gamli var bóndi í Árnessýslu og gamaldags í háttum. Hann rak bú sitt líkt og faðir hans hafði gert forðum og hélt fast í gamla siði. Jón hafði til dæmis aldrei komist upp á lagið með að nota mjólkurvélar, en mjólkaði þess í stað sjálfur í könnur og bar í hús. Það var svo einn fagran Hvítasunnudag að Jón gam...
Eiga starfsheiti sem hljóma eins og heiti stofnunar að vera með litlum eða stórum staf?
Upprunalega spurningin var þessi: Er höfuðborgarsvæðið sérnafn líkt og Vesturland, sem ber að rita með stórum staf? Mér þætti það verra! Ég er sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu en heiti stofnunarinnar rita ég Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu. Er ég úti á túni í þessu? Svar við meginefni spurningarinnar e...
Af hverju er orðið "ort" komið?
Í heild sinni hljóðar spurningin svona:Af hverju er orðið "ort" (þ.t) komið? Ef það kemur af því að "yrkja" (n.t) af hverju er þá k-ið dottið út? Orðmyndin ort er lýsingarháttur þátíðar af sögninni að yrkja. Hún beygist í kennimyndum yrkja – orti – ort. Í gotnesku, eina austurgermanska málinu, má sjá að þátíðin v...
Hversu öflug er öflugasta vetnissprengjan sem kjarnorkuveldi heimsins hafa í fórum sínum?
Vísindavefurinn rekur ekki njósnir og hefur því ekki beint svar á reiðum höndum um hernaðarleyndarmál eins og hér er spurt um. Hins vegar getum við upplýst að stærsta kjarnasprengja sem sprengd hefur verið var 57 MT sovésk sprengja, Tsar Bomba, og var hún sprengd í 4 km hæð yfir Novaja Zemlja þann 30. október ...
Hvaðan kemur kuldinn?
Öll spurningin hljóðaði svona:Almennt virðist talið að kuldinn komi frá íshettum pólanna - kemur kuldinn ekki frá háloftum niður yfir pólum og dreifist þaðan? Einfalda svarið er að „heimkynni kuldans“ eru að vetrarlagi yfir nyrstu svæðum meginlandanna, Norður-Ameríku og Asíu, en yfir Norður-Íshafi að sumarlagi....
Hvers vegna mega samkynhneigðir karlmenn ekki gefa blóð?
Samkynhneigðir karlar mega ekki gefa blóð vegna þess að taldar eru meiri líkur á að þeir séu smitaðir af alnæmisveirunni (HIV) en gagnkynheigðir karlar eða konur yfirleitt, hvort sem þær eru samkynhneigðar eða gagnkynhneigðar. Samkynhneigðir karlar eru því í svokölluðum áhættuhópi hvað varðar blóðgjafir ásamt þeim...
Getur fullorðinn einstaklingur náð tökum á erlendu máli lýtalaust?
Afar sjaldgæft er að fullorðinn einstaklingur sem byrjar að læra tungumál nái valdi á málinu á sama hátt og þeir sem hefja tungumálanámið sem ung börn. Þetta á sérstaklega við um framburð en einnig um máltilfinningu og jafnvel málfræði. Orsakirnar geta verið margar og flóknar og fræðimenn greinir á um þær eftir þv...
Til hvers nota pokadýr pokann sinn?
Eitt helsta einkenni pokadýra er æxlunarkerfi þeirra. Margar pokadýrategundir bera nafn með rentu og kvendýrin bera unga sína í poka. Sum pokadýr eins og til dæmis lítil ránpokadýr eru þó ekki með eiginlega poka. Þessi pokalausu pokadýr hafa eingöngu húðfellingar hjá spenunum sem halda mætti að verji ungana illa f...
Eru allir hestar sem eru albínóar blindir?
Hestar sem eru kallaðir albínóar, eða litleysingjar á íslensku, eru í raun ekki litleysingjar samkvæmt nákvæmustu skilgreiningu orðsins þar sem þeir bera alltaf eitthvað litarefni í sér. Hjá hestum eru nokkur erfðavísasæti sem ráða lit þeirra. Eitt þeirra er svokallað C-sæti. Í því geta komið fyrir tvenns konar ge...