Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 6136 svör fundust
Af hverju tölum við um hnífapör en ekki gafflapör?
Engin augljós skýring er á því hvers vegna talað er um hnífapar þegar átt er við hníf og gaffal. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er elst dæmi um orðið úr ritinu Norðanfara þar sem vísað er í texta frá 1785. Þar stendur: „hnífapör mjög fánýt“ en engin skýring er á orðinu. Í ritinu Íslenzkir þjóðhættir eftir Jóna...
Hver er skilgreiningin á epík, lýrik og dramatík?
Epík, lýrik og dramatík eru þrjár höfuðgreinar bókmennta. Hugtökin eru öll komin úr grísku. Hér verður einkum fjallað um upphaflega merkingu orðanna og tengsl hennar við síðari tíma, en auk þess hafa sum þeirra bætt við sig nýrri merkingu. Epík er dregið af gríska orðinu epos en frummerking þess er "það sem sag...
Getið þið frætt mig um lemúra?
Lemúrar eru hálfapar og tilheyra ættbálki prímata rétt eins og apar og menn. Lemúrar eru einlendir og finnast aðeins á eyjunni Madagaskar í Indlandshafi, úti fyrir suðausturströnd Afríku. Ýmsar tilgátur hafa verið settar fram um hvernig lemúrar, og reyndar margar aðrar dýrategundir, bárust til Madagaskar. Ljós...
Hvernig eru maurabú og er hægt að búa þau til heima hjá sér?
Um 8.000 tegundir maura innan ættarinnar Formicidae hafa fundist á jörðinni. Maurar lifa um heim allan en langflestar tegundir eru í hitabeltinu, sérstaklega á regnskógasvæðunum. Allar maurategundir lifa í hópum eða nýlendum enda eru maurar svokölluð félagsskordýr. Samfélög þeirra eru vel skipulögð með skýrri verk...
Hvað eru minnihlutastjórn og samsteypustjórn?
Talað er um samsteypustjórn þegar tveir eða fleiri flokkar mynda saman ríkisstjórn. Slíka stjórn þarf allajafna að mynda þegar úrslit kosninga eru á þann veg að enginn einn flokkur hefur náð meirihluta og samvinna milli þeirra flokka sem sitja á þingi þarf að koma til. Í fjölflokkakerfi er raunar afar sjaldgæf...
Hvernig myndast jökulár og af hverju eru þær svona á litinn?
Jökulár eiga upptök sín í jöklum, eins og nafnið bendir til, og oftast má líta á þessar ár sem framlengingu skriðjökla sem frá meginjöklum falla. Jöklarnir eru eins konar forðabúr fyrir vatn – þegar veðurfar er kalt safna þeir vatni í formi íss, en við hlýnandi veðurfar rýrna þeir; meiri ís bráðnar á sumri en svar...
Hvert er rúmmál kviku sem hefur safnast undir Svartsengi í samanburði við stærð þekktra fjalla?
Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd: Góðan dag. Í ljósi þess að við fáum upplýsingar um landris við Svartshengi 14-16 milljón rúmmetra, sem er ekki að segja mér um magnið. Mér finnst vanta myndræna samlíkingu, t.d., hvað er Keilir á Reykjanesi í rúmmáli eða Þorbjörn? Þegar rúmmálið kvikunnar sem hefur ...
Hvað eru kirkjugrið og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað eru "kirkjugrið" og hafa þau eitthvað gildi á Íslandi nú á dögum? Á miðöldum var miðstjórnarvald veikt í öllum ríkjum Evrópu, löggæslu var heldur ekki fyrir að fara og ekki var búið að framselja ríkisvaldinu einu umboð til að beita líkamlegu valdi ei...
Hver er rökfræðin í því að segja að eitthvað svínvirki?
Svín- í sögninni svínvirka telst til svokallaðra herðandi forliða. Margir slíkir forliðir eru notaðir í málinu, svo sem hund- í hundleiðinlegur, hundvondur, hundgamall, hundóánægður, hrút- í hrútleiðinlegur, naut- í nautheimskur, mold- í moldríkur og dauð- í dauðhræddur, dauðþreyttur, dauðlúinn. Líklegt er að d...
Hvaða tungumál í heiminum hefur einföldustu málfræðina?
Þessari spurningu er erfitt að svara. Engar áreiðanlegar tölur eru um fjölda tungumála heimsins og ekki heldur samkomulag um hvernig ákvarða á hvort ákveðið mál er sjálfstætt mál eða mállýska. Fræðimenn eiga enn talsvert langt í land með að rannsaka öll þau mál sem þekkt eru og lýsa þeim og sumum ná þeir aldrei að...
Hvað merkir fúleggjalykt af jökulám?
Hér er sennilega vísað til „jöklafýlu“ sem liggur að baki nafninu Fúlilækur, samnefni Jökulsár á Sólheimasandi, og stafar af brennisteinsvetni, H2S, í vatninu. Undir ýmsum jöklum landsins, einkum Vatnajökli og Mýrdalsjökli, eru virkar eldstöðvar með jarðhitakerfum undir jökulísnum. Frá þeim streyma gufur, einkum k...
Hvað er hornskeifa?
Skeifa er íbjúgt járn, sett undir hófa á hestum til að hlífa þeim. Sögnin að járna er höfð um það þegar skeifurnar eru negldar á hófana. Hornskeifa er hins vegar gerð úr horni dýrs, til að mynda hrútshorni. Fyrr á tíð þekktist það hjá fátækum bændum, eða þegar skortur var á járni, að beygja stór hrútshorn og ne...
Hvað eru mörg göt á tunglinu?
Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru gömul, ljósleit hálendissvæði, alsett gígum og hins vegar eru inn á milli þeirra yngri, dekkri svæði sem kallast tunglhöf (sem eru þó ekki höf heldur miklar hraunbreiður). Nánar er fjallað um þetta í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvernig lí...
Af hverju eru Tsjetsjenar svona harðir bardagamenn?
Félagslegar, sögulegar og trúarlegar ástæður valda því að Tsjetsjenar eru miklir stríðsmenn. Hugrekki þeirra er við brugðið, en mannslífið er ekki mikils virði í þeirra augum. Þeir hafa nær alltaf átt í blóðugum átökum við nágranna sína og þá sem hafa lagt þá undir sig. Rússar, en á undan þeim Persar og Tyrkir, ha...
Er ekki hægt að nota stafrænar segulbandsspólur og hátæknirafhlöður í stafrænar myndavélar?
Upphaflegur texti frá spyrjanda er sem hér segir:Nýlega fór ég að skoða stafrænar myndavélar og vega og meta kosti þeirra og galla. Mér sýnist að helstu gallarnir séu lítið minni (sumar nota gömlu 1.44mb disklingana), rándýrt aukaminni og lítil ending á rafhlöðum. - Spurning mín er sú, hvort ekki mætti nota stafræ...