Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 532 svör fundust
Fyrir hvað var Kleópatra drottning helst fræg og hvenær var blómaskeið hennar?
Sú Kleópatra sem flestir þekkja var í raun sjöunda í röð egypskra drottninga sem báru þetta nafn. Hún var drottning í Egyptalandi frá árinu 51 f.Kr. og þar til að hún lést árið 30 f.Kr. Hún er fræg fyrir tilraunir sínar að verja konungsríki sitt fyrir Rómverjum og fyrir kynni sín af Júlíusi Sesari og Markúsi Anton...
Hvernig og hvenær varð Sádi-Arabía til sem ríki?
Sádi-Arabía er eitt af valdamestu ríkjum veraldar. Saga landsins er viðamikil og löng. Sú Sádi-Arabía sem við þekkjum í dag varð til árið 1932. Stofnun konungsríkisins var afleiðing af langvinnri ættbálkadeilu sem Sádi-fjölskyldan sigraði. Átökin brutust út í upphafi 20. aldar þegar Ibn Saud, höfuð Sádi-fjölsky...
Hverjir eru raunverulega vondu kallarnir í Sýrlandi og um hvað snúast átökin þar?
Í Sýrlandsstríðinu eru engir „vondir“ eða „góðir“ kallar. Átökin í Sýrlandi, sem byrjuðu árið 2011, hafa lengi verið á því stigi og eru þess eðlis að það er ekki lengur hægt að gera skýran greinarmun á hvar skilin á milli góðs og ills liggja. Þetta er ekki svart/hvítt stríð heldur hafa þessi átök verið á mörgum gr...
Hvað getið þið sagt mér um ævi Nikulásar Kópernikusar?
Nikulás Kópernikus fæddist 19. febrúar 1473 í borginni Torun sem nú er ekki fjarri miðju Póllands. Borgin var í Hansasambandinu á þessum tíma, mikilvæg viðskiptamiðstöð og vellauðug. Átján ára að aldri fór Kópernikus til náms við háskólann í Krakow, en hann er meðal elstu háskóla í Evrópu og naut mikillar virði...
Hvað er hantaveira?
Í Kóreustríðinu, sem háð var á árunum 1950-1953, varð vestrænum læknum fyrst kunnugt um dularfullan „nýjan“ sjúkdóm sem lagðist á hermenn Sameinuðu þjóðanna sem þar börðust. Sjúkdómnum var gefið nafnið kóresk blæðandi hitasótt (Korean hemorrhagic fever). Yfir 2000 hermenn sýktust og margir þeirra dóu af völdum sjú...
Af hverju eru Bandaríki Norður-Ameríku svona máttug?
Hér er hugað að valdi, og gengið út frá þeirri skilgreiningu að X hafi vald yfir Y ef X getur látið Y gera eitthvað sem hann (Y) hefði að öðrum kosti ekki gert (eða ef X getur komið í veg fyrir að Y geri eitthvað sem hann hefði viljað gera). Spurningin er því sú hvers vegna Bandaríkin geti svo oft fengið vilja sín...
Hvaðan kemur saltið? Er það sama saltið og er í sjónum?
Saltið sem við notum í matinn okkar er það sama og er í sjónum. Efnafræðingar nefna venjulegt matarsalt natrínklóríð, natríumklóríð eða NaCl. Mestur hlutinn af seltu sjávar er matarsalt eða um 77 prósent. Saltið er í raun kristallar sem líkjast teningum. Þeir eru annað hvort litlausir, glærir eða gegnsæir eftir þv...
Hvað getið þið sagt mér um indverska fílinn?
Indverski fíllinn, eða öllu heldur asíski fíllinn (Elephas maximus) eins og réttara er að nefna hann, er ein af tveimur núlifandi tegundum fíla. (Deilur eru nú í gangi hvort afríski gresjufíllinn og afríski skógarfíllinn séu í reynd tvær aðskildar tegundir fremur en deilitegundir.) Núverandi heimkynni asíska fíl...
Hvað varð um rússnesku keisarafjölskylduna í októberbyltingunni?
Í kjölfar þess að Nikulás II. afsalaði sér krúnunni í mars 1917 var keisarafjölskyldan sett í stofufangelsi í Alexandershöllinni í Petrograd (St. Pétursborg). Bráðabirgðastjórnin hugðist flytja hana til Englands en þau áform mættu hins vegar andstöðu sovétsins* í Petrograd. Þá var keisarafjölskyldan flutt til Tobo...
Hvað búa margir í Suður-Ameríku?
Í svari við spurningunni Hvað eru mörg ríki í Norður- og Suður-Ameríku? kemur fram að löng hefð er fyrir því að skipta Ameríku í tvær heimsálfur og liggja mörkin á milli þeirra um Panamaeiðið. Panama og öll ríki þar fyrir norðan, auk eyja Karíbahafsins, tilheyra þá Norður-Ameríku en ríkin þar fyrir sunnan teljast ...
Hvers vegna er frumefnið antímon táknað með Sb í lotukerfinu? Er til íslenskt nafn á því?
Antímon hefur verið þekkt frá örófi alda. Elstu heimildir um notkun efnisins eru frá Fornegyptum sem notuðu efnasamband antímons og brennisteins (Sb2S3) sem andlitsfarða. Með því að skoða egypskt myndletur eða híeróglýfur má sjá að Forneygyptar kölluðu efnið mśdmt, umritað á latneskt stafróf. Arabar þekktu ef...
Hver var John Dewey?
John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...
Hver eru einkenni hryggdýra og hvert er elsta þekkta hryggdýrið?
Hryggdýr (Vertebrate) er undirfylking svonefndra seildýra (Cordata). Seildýr eru fjölbreytilegur hópur dýra en helsta sameiginlega einkennið er hryggstrengur eða seil, með baklægum holum taugastreng og fleiri fósturfræðilegum einkennum. Baklægi taugastrengurinn er til staðar á fullorðinsstigi meðal hryggdýra en ke...
Getið þið sagt mér eitthvað um Taj Mahal?
Taj Mahal er grafhýsi sem stendur við bakka Yamuna-árinnar í borginni Agra á Norður-Indlandi. Byggingin er eitt af þekktustu verkum íslamskrar byggingarlistar og frægustu mannvirkjum heims. Taj Mahal var reist fyrir stórmógúlinn Shah Jahan (1592-1666, stórmógúll 1628-1658) til minningar um eftirlætiseiginkonu ...
Hvað var liturinn appelsínugulur kallaður áður en appelsínur urðu þekktar á Íslandi?
Upprunalega spurningin var á ensku:What was the name for the color of orange (appelsínugulur) before oranges (appelsína) were known in Iceland? Elsta dæmið í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið appelsína er úr ritinu Sonur gullsmiðsins á Bessastöðum. Bréf Gríms Thomsens og varðandi hann 1838–1858 en bréfi...