Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1938 svör fundust
Hvers vegna er vetni svona eldfimt?
Vetnisgas er lofttegund sem gerð er úr léttasta frumefninu, vetni[1], sem hefur einkennisbókstafinn H samkvæmt táknmáli efnafræðinnar. Vetnisgasið samanstendur af sameindum og í hverri þeirra eru tvær vetnisfrumeindir. Sameindirnar eru táknaðar sem H2. Sameindir vetnisgassins geta gengið í efnasamband við súrefni ...
Kemur sólin upp í austri í Ástralíu?
Svarið er já; sólin kemur upp í austri í Ástralíu og sest í vestri alveg eins og hér hjá okkur á norðurhveli. Munurinn er hins vegar sá að hún fer ekki um suðurhimininn heldur um norðurhimininn. Hún gengur sem sé ekki með klukku (clockwise) heldur á móti klukku (anticlockwise). Okkur gæti dottið í hug að segja að ...
Hafa gullfiskar gagn og gaman af því að hafa dót í búrinu?
Þessari spurningu er erfitt að svara því að þekking okkar á hugsun og tilfinningalífi dýra er takmörkuð. Þó vita þau okkar sem hafa umgengist dýr að mörg þeirra geta leikið sér og haft af því gaman. Hver hefur til dæmis ekki séð hrafna sýna loftfimleika í háloftunum, kisur sem eltast við garnhnykla og hunda sem hl...
Hvað þýðir orðasambandið per se?
Orðasambandið per se er latína og þýðir: út af fyrir sig; í sjálfu sér; sem slíkur. Per er forsetning sem tekur með sér þolfall. Hún getur þýtt: "gegnum" eða "yfir" (um rými), "í" eða "á" (um tíma, t.d. "í tvö ár"/ "á tíu dögum"), "með" (um verkfæri eða hátt) eða "með aðstoð", og stundum "vegna" (um ástæðu). S...
Er óæskilegt að neyta samtímis ávaxta og grænmetis og þá hvers vegna?
Ekkert hefur komið fram sem rökstyður vísindalega að óæskilegt sé að neyta ávaxta og grænmetis samtímis. Reyndar er það svo að meltingarfæri mannsins eru hönnuð til að melta margvíslega fæðu samtímis og ættu því að geta melt grænmeti og ávexti samtímis, rétt eins og kjöt og kartöflur. Enn fremur eru grænmeti og áv...
Hvað er ECR og QR kerfi?
ECR er skammstöfun á Efficient Consumer Response og hefur það verið þýtt sem skilvirk neytendasvörun. QR er skammstöfun á Quick Response, sem þýðir einfaldlega skjót viðbrögð. Bæði hugtökin eru notuð í tengslum við vöruflæði og birgðastjórnun og samskipti einstakra liða í keðju fyrirtækja frá framleiðanda til neyt...
Hvernig næra strútar nýfædda unga sína? En dúfur?
Strútar (Struthio camelus) eru stærstu núlifandi fuglar heims og egg þeirra stærstu egg sem þekkt eru meðal núlifandi fugla. Þau eru um 15 cm á lengd, 12,5 cm að þvermáli og geta vegið allt að 1.350 g. Eftir að eggjunum hefur verið verpt tekur útungun um 40 daga. Helsta fæða strúta er gróður og halda þeir sig ofta...
Ég er með 100 Mb/s einstaklingsnettengingu. Hvað þýðir það nákvæmlega?
Nettengingar eru æði misjafnar og því er von að spurningar vakni um hraða þeirra, sérstaklega ef einingarnar bitar og bæti eru ekki alveg á hreinu. Í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Hvað er eitt terabæti mörg megabæti? segir meðal annars:Minnsta eining upplýsinga í tölvu er biti. Biti hefur ýmist gi...
Hver er erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu?
Erfðafræðilegi munurinn á skjóttu og slettuskjóttu er meðal annars sá að skjótt er ríkjandi eiginleiki en slettuskjótt er víkjandi. Af þessu leiðir að það er nóg fyrir folaldið að fá erfðavísi fyrir skjóttu frá öðru foreldrinu, þá verður það skjótt. Á ríkjandi skjóttum hrossum eru hvítu skellurnar oftast á ofan...
Hvaða efni eru snefilefni?
Snefilefni er þýðing á enska hugtakinu 'trace element' og er samheiti yfir nokkur frumefni sem finna má í mjög litlu magni í pöntu- og dýraríkinu. Til að geta flokkað frumefni sem snefilefni verður magn þess af heildarmagni frumefna lífverunnar að vera minna en 0,01%. Þessi frumefni, sem flest eru málmar, eiga...
Hvað er talið að margir muni deyja af völdum fuglaflensunnar?
Það er ómögulegt að segja til um hversu margir muni deyja af völdum fluglaflensunnar. Gera verður greinarmun á fuglaflensu og heimsfaraldri inflúensu. Fuglaflensa er sjúkdómur í fuglum og berst á milli fugla. Smit yfir í menn er sjaldgæft og þá helst ef um er að ræða mjög nána snertingu við saur eða aðra líkamsve...
Af hverju er fólk loðið undir höndunum?
Á kynþroskaskeiði verða miklar breytingar á líkömum bæði pilta og stúlkna. Brjóst og mjaðmir stúlkna stækka og þær byrja á blæðingum, röddin dýpkar hjá báðum kynjum, þó meira hjá piltum en stúlkum, kynfæri þroskast og piltar fara að geta fengið sáðlát, og líkaminn stækkar hratt. Bæði kyn fá einnig hár á ýmsa s...
Hver fann kryddið upp (ekki jurtina) og hvenær?
Spyrjandi á líklega við það hver hafi fyrstur tekið upp á því að nota kryddjurtir með mat, væntanlega kjöti eða fiski. Mörgum spurningum af þessu tagi er ekki hægt að svara með því að tilgreina ákveðinn mann, einfaldlega vegna þess að þetta gerðist "áður en sögur hófust" sem kallað er, það er að segja fyrir þann t...
Hvað eru dulstirni? Hvað er langt í næsta dulstirni frá jörðu?
Dulstirni voru eitt sinn ein helsta ráðgáta stjörnufræðinnar líkt og íslenskt heiti þeirra ber með sér (dularfull stjarna). Ráðgátan um dulstirnin tryggði fjölmörgum stjörnufræðingum andvökunætur um árabil. Dulstirnin einkennast nefnilega af því að vera órafjarri en geysilega björt og olli það stjörnufræðingum mik...
Hvers vegna er þyngdarafl á jörðinni en ekki á tunglinu?
Sérhver hlutur sem hefur massa verkar á aðra massa með þyngdarkrafti, sem er hins vegar mismikill eftir því hve mikill massi upphaflega hlutarins er og eftir því hversu langt við erum frá miðju hans. Þyngdarkraftur verkar því á tunglinu alveg eins og á jörðinni. Eini munurinn er sá að þyngdarkrafturinn á tiltekinn...