Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7653 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um grænvængja-arann (Ara chloroptera) og blágula arann (Ara aracuna)?

Grænvængja-arinn (Ara chloroptera) Grænvængja-arinn, sem einnig er nefndur rauðgræni arinn, er sú tegund sem í hugum flestra er hinn dæmigerði páfagaukur, enda afar vinsæl og útbreidd gæludýr. Hann er stærstur og algengastur af stóru páfagaukunum í hinni tegundaauðugu ættkvísl ara (Ara). Kjörlendi grænvængja-...

category-iconMannfræði

Eru einhverjar líkur á því að enn séu til ættbálkar frumbyggja sem hafa ekki fundist?

Mjög litlar líkur eru á því núorðið að einhver hópur fólks geti lifað í þess konar einangrun að hægt sé að telja hann „ófundinn“ eða „týndan“. Það er margt sem mælir gegn því. Landsvæði hafa víðast verið þaulkönnuð með tilliti til mögulegra auðlinda og trúboðar eru mjög kappsamir um að ná til fólks á afskekktum sv...

category-iconSálfræði

Er gott eða slæmt að vera forvitinn?

Forvitni er tilfinning sem er náttúrulegur grundvöllur þekkingarleitar. Hún er sú þrá að vilja vita nýja hluti að baki vísindalegri uppgötvun og könnun heimsins; forvitnar manneskjur leita að ævintýrum og framandi tækifærum til að gera sér lífið áhugaverðara. Forvitni er, í sinni hreinustu mynd, mannleg tilhneigin...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Getið þið útskýrt fyrir mér hvað sin er? Úr hverju eru sinar og hvert er hlutverk þeirra?

Sin er seigt knippi úr trefjóttum bandvef sem tengir vöðva við bein. Þegar vöðvi dregst saman togar hann í sinina sem togar þá í bein og stuðlar að hreyfingu þess. Stundum tengjast sinar öðru en beini, til dæmis augum, og stuðla að hreyfingu þeirra þegar augnvöðvarnir dragast saman. Í grófum dráttum líkjast sinar ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Gissur jarl Þorvaldsson og hvaða hlutverki gegndi hann á Sturlungaöld?

Gissur Þorvaldsson var höfðingjasonur í Árnesþingi, áttundi maður í beinan karllegg frá Ketilbirni gamla Ketilssyni, landnámsmanni á Mosfelli í Grímsnesi, sjötti maður frá Gissuri hvíta, forystumanni að kristnitöku Íslendinga, fimmti maður frá Ísleifi Gissurarsyni biskupi í Skálholti. Í móðurætt var Gissur sonur Þ...

category-iconBókmenntir og listir

Af hverju urðu Nonna- og Mannabækurnar svona vinsælar?

Jón Sveinsson fæddist árið 1857 og ólst upp á Möðruvöllum í Hörgárdal. Hann missti föður sinn vorið 1869 en þá um haustið bauðst drengnum að fara til náms í Frakklandi. Út fór hinn ungi Jón og dvaldi eitt ár í Danmörku, tók kaþólska trú og hélt síðan til Frakklands til náms í jesúítaskóla. Hann gerðist jesúíti og ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Alexander von Humboldt og hvert var hans framlag til vísindanna?

Alexander von Humboldt var fæddur af tignum ættum í Tegel-höll við Berlín 1769. Eldri bróðir hans, Wilhelm (1767-1835), varð mikils metinn málfræðingur og frumkvöðull í háskólamálum. Alexander nam náttúrufræði í Göttingen, verslunar- og hagfræði í Hamborg, og jarðvísindi í skóla A.G. Werners (1749-1817) í Freiberg...

category-iconHeimspeki

Hvað er einfeldningsleg hluthyggja?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað er einfeldningsleg (naív) hluthyggja? „Hluthyggja“ er þýðing á enska orðinu „realism“ eins og það er notað víða í heimspeki en greina má í sundur ótalmargar tegundir af hluthyggju. Til dæmis er vísindaleg hluthyggja (e. scientific realism) sú kenning að til séu s...

category-iconOrkumál

Hvað hefur vísindamaðurinn Karl Benediktsson rannsakað?

Karl Benediktsson er landfræðingur og prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands. Hann hefur komið allvíða við í rannsóknum sínum, en flestar þeirra hafa snúið að umhverfismálum í einhverjum skilningi, nánar tiltekið hinum flóknu tengslum fólks og náttúru og hvern...

category-iconStjórnmálafræði

Hverjir fundu upp lýðræðið og af hverju?

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvað fundu Forngrikkir upp? er lýðræðið meðal uppfinninga Forngrikkja. Aþena varð einmitt heimsins fyrsta lýðræðisríki árið 508 f.Kr. og síðan fylgdu önnur forngrísk borgríki í kjölfarið. Forngrískt lýðræði var frábrugðið nútímalýðræði á ýmsan hátt. Í Aþenu...

category-iconLæknisfræði

Hvers konar veira veldur COVID-19 og hvað er vitað um hana?

Í lok desember 2019 bárust fregnir af alvarlegum lungnasýkingum í Wuhan-borg í Kína, þá af óþekktum orsökum. Í kjölfarið var staðfest að um áður óþekkt kórónaveiruafbrigði er að ræða. Veiran var fyrst nefnt 2019-nCoV en vegna mikils skyldleika við SARS veiruna hefur hún nú hlotið nafnið SARS-CoV-2 og sjúkdómurinn ...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru mest lesnu svörin á Vísindavefnum í mars 2020?

Vísindavefur HÍ sló vikulegt aðsóknarmet sitt í marsmánuði 2020 - og það reyndar tvisvar sinnum. Í tólftu viku ársins (frá 16. mars til 22.) voru vikulegir notendur rúmlega 45.000 og höfðu aldrei verið fleiri. Í vikunni þar á eftir var metið strax slegið þegar vikulegir notendur mældust 49.850. Súlurit sem sýni...

category-iconLæknisfræði

Hvað var gert við geðsjúklinga á Íslandi fyrr á öldum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað var gert við geðsjúklinga (t.d. fólk með geðklofa) á Íslandi fyrr á öldum? Voru til einhvers konar hæli þar sem þeir voru „geymdir" eða voru þeir bara heima hjá fjölskyldum sínum? Geðsjúkt eða sinnisveikt fólk á Íslandi bjó við jafn misjöfn kjör og þau voru mörg fram til ...

category-iconStjarnvísindi: almennt

Er það satt sem Express.co.uk segir að svarthol sé að koma til jarðar?

Spurningin í heild sinni var svona: Ég er að stressa mig útaf Express.co.uk sem segir að svarthol sé að koma til jarðar en stjúpmamma mín segir að þau hagi sér ekki þannig, er það satt? Stjúpmamma þín hefur alveg rétt fyrir sér. Engar líkur eru á því að svarthol komi og gleypi jörðina nokkurn tímann. Raunar...

category-iconHeimspeki

Er hægt að færa rök fyrir því að rökræður séu tilgangslausar?

Stutta svarið er, já, svo sannarlega. Það er auðvelt að færa gild rök fyrir staðhæfingum sem eru augljóslega ósannar. Tökum einfalt dæmi:1. Ef Salka Valka er á lífi þá er hún í felum.2. Salka Valka er á lífi.3. Salka Valka er í felum. Í þessari rökfærslu eru forsendurnar 1 og 2 og niðurstaðan 3. Rökfærslur eru ...

Fleiri niðurstöður