Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 8480 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er átt við með orðinu endemi?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvað er endemi og eru þarna einhver tengsl (eða jafnvel ruglingur) við ein(s)dæmi? Orðið endemi hefur fleiri en eina merkingu. Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:153) eru merkingarnar ‘e-ð dæmalaust eða fáránlegt; for, saurindi’ en fyrsta merking...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvar finn ég upplýsingar um aldursdreifingu Íslendinga?

Vísindavefurinn fær stundum spurningar um hversu margir Íslendingar tilheyra tilteknum aldurshópi, til dæmis:Hvað búa margir 12 ára og eldri á Íslandi í dag? Hvað eru margir Íslendingar 67 ára og eldri og hvað eru margir 70 ára og eldri? Getið þið sýnt fjölda Íslendinga í árgöngum 1936 til 1942? Upplýsingar a...

category-iconHagfræði

Hvað gerist ef sæstrengirnir við Ísland rofna?

Ef allir sæstrengirnir á milli Íslands og annarra landa myndu rofna á sama tíma þá myndi það leiða til afar mikillar röskunar á lífi hér á landi. Aðgangur að alls konar gögnum sem nýtt eru hér innanlands en vistuð utanlands, í því sem stundum er kallað skýið, yrði mjög lítill og erfiður. Það myndi nánast lama marg...

category-iconNæringarfræði

Skyr, AB-mjólk, grísk jógurt og önnur jógúrt, hver er munurinn?

Skyr, grísk jógúrt, AB-mjólk og önnur jógúrt eiga það sameiginlegt að vera ferskar sýrðar mjólkurafurðir. Skyr er frábrugðið hinum afurðunum að því leyti að það telst vera ferskostur, líkt og kvarg og rjómaostur, meðan hinar tegundirnar flokkast sem hefðbundnar sýrðar mjólkurafurðir. Ýmsar tegundir skyrs innihalda...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða molla er þegar það er lognmolla?

Öll spurningin hljóðaði svona: Ég hef verið að velta fyrir mér orðinu molla, eins og í lognmolla. Hvaðan kemur það og hvað þýðir það? Nafnorðið molla í merkingunni ‘hlýtt, stillt dumbungsveður, hitasvækja’ þekkist í málinu að minnsta kosti frá því um 1700. Lýsingarorðið mollulegur merkir ‘drungalegur, kæfan...

category-iconHugvísindi

Hver var merkasti leiðtogi mannréttindabaráttu í Bandaríkjunum eftir 1950?

Fáir baráttumenn fyrir mannréttindum í Bandaríkjunum hafa verið jafnáhrifaríkir, vinsælir og frægir og baptistapresturinn Martin Luther King Jr. Barátta hans fyrir auknum rétti svartra í Bandaríkjunum vakti mikla athygli víða um heim. Baráttuaðferðir hans einkenndust af andófi án ofbeldis og fólust aðallega í því ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er storkukerfi?

Storkukerfið er flókið ferli sem fer í gang þegar skemmdir verða á æðakerfinu. Blæðing leiðir til dauða ef líkaminn bregst ekki við. Storkukerfið stuðlar að því að blóðið storknar sem er þáttur í blæðingarstöðvun (e. hemostasis) og lífsnauðsynlegur þáttur í samvægi líkamans (e. homeostasis). Í grófum dráttum fer b...

category-iconHagfræði

Geta verðbætur talist tekjur?

Öll spurningin hljóðaði svona: Geta verðbætur talist tekjur? Verðbótum er ætlað að halda verðgildi upphæðar sem lögð er inn á reikning. Ef ég legg inn andvirði einnar brennivínsflösku í dag þá á ég að geta keypt eina slíka þegar ég seinna tek upphæðina út jafnvel í óðaverðbólgu. Getur það að bankinn bæti mér u...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvert er minnsta spendýr í heimi?

Minnsta þekkta núlifandi spendýrið er leðurblökutegund sem hefur verið nefnd hunangsblaka á íslensku (Craseonycteris thonglongyai á latínu en Kitti's Hog-nosed Bat og Bumblebee Bat á ensku). Massi hennar er aðeins um 2 g á þyngd; lengd frá trýni að afturenda (hún er skottlaus) er 29-33 mm en lengd framhandleggs e...

category-iconVísindavefur

Hvert er hæsta og lægsta hitastig sem mælst hefur á Íslandi síðan mælingar hófust?

Hér er svarað eftirtöldum spurningum: Hvert er hæsta og lægsta hitastig sem mælst hefur á Íslandi síðan mælingar hófust? (Elfar Sigþórsson) Hvað er mesta frost sem mælst hefur á Íslandi? (Adam Brands) Mesti hiti á Íslandi sem mælst hefur síðan mælingar hófust er 30,5°C á Teigarhorni í Berufirði 22. júní 1939. L...

category-iconJarðvísindi

Hvað er sjórinn langur?

Vökvi getur haft rúmmál og massa en það er erfitt að sjá hvernig hægt er að mæla lengd hans. Sem dæmi þá getum við verið með einn lítra af vatni sem er það sama og 1 dm2 og þessi lítri er 1 kg að þyngd. Við getum líka talað um flatarmál vatnsins, til dæmis við yfirborð eða botn, en það er hins vegar breytileg stæ...

category-iconSálfræði

Er meðalgreind mannkynsins að hækka eða lækka?

Svo virðist sem meðalgreind mannkyns, eins og hægt er að mæla hana í greindarprófum, sé að aukast. Frammistaða fólks í greindarprófum hefur batnað alls staðar í heiminum með hverri kynslóð. Meðalgreindarvísitala hækkar að jafnaði um þrjú stig á hverjum áratug. Það var nýsjálenski stjórnmálafræðingurinn James R. Fl...

category-iconJarðvísindi

Hver er skýringin á blágrænni slikju á svörtu basaltgjalli?

Blágræn slikja á svörtu basaltgleri mun stafa af bylgjuvíxlum ljóss sem endurvarpast frá örsmáum kristöllum í glerinu. Gjallið myndast í eldgosi þegar basaltbráð freyðir í gosopinu og hraðkólnar („frýs“) í basaltgler. Ástæðan er sú að eldfjallagös, einkum vatn, leysast úr bráðinni efst í gosrásinni við þrýstilé...

category-iconLögfræði

Hvar finn ég orðskýringar á hvað hugtök á borð við „innflutningur, heildsala og smásala“ þýða, aðallega í lagalegu tilliti?

Best er að leita að lagalegri þýðingu einstakra orða í bókinni Lögfræðiorðabók með skýringum sem gefin var út af Bókaútgáfunni Codex og Lagastofnun Háskóla Íslands árið 2008 undir ritstjórn Páls Sigurðssonar prófessors. Ef orðið sem leitað er að er ekki að finna í því ágæta riti er hægt að fá almennari merkingu þe...

category-iconLandafræði

Hvað táknar serbneski fáninn?

Eins og mörg ríki hefur Serbía haft þónokkra fána en sá nýjasti varð til árið 2004. Fáninn er blár, rauður og hvítur. Litirnir liggja lárétt og er rauður efstur, næst kemur blár og hvítur er neðstur. Vinstra megin á fánanum er svo serbneska skjaldarmerkið en það samanstendur af tvíhöfða hvítum erni með rauðan lit ...

Fleiri niðurstöður