Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort er stærra, Ísland eða Svalbarði?

Ísland er 103.000 km2 en Svalbarði um 62.000 km2. Ísland er því stærra. Svalbarði er eyjaklasi í Norður-Íshafi, nokkuð miðja vegu milli nyrsta hluta Noregs og norðurpólsins. Svalbarði er nyrsta land í Evrópu. Eyjurnar lúta norskum yfirráðum en um þær er í gildi samningur sem meðal annars kveður á um að aðildarr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru um það bil margir kílómetrar frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja?

Með nútímatækni og þeim möguleikum sem Netið býður upp á er tiltölulega lítið mál að mæla fjarlægðir milli staða. Við áætlun vegalengda þarf hins vegar að athuga hvernig mælt er. Til dæmis stoðar lítið að vita hver loftlínan frá Reykjavík til Akureyrar er ef menn ætla að ferðast í bíl. Hún gagnast flugvélum þó vit...

category-iconHugvísindi

Hvað er orðið búsáhald gamalt í málinu?

Orðið búsáhald hefur verið óvenju mikið á vörum manna undanfarið ár enda svokölluð búsáhaldabylting margumtalaður viðburður. Það er sett saman úr nafnorðinu bú ‛búskapur, heimili’ og áhald ‛tæki, verkfæri’, það er áhald til þess að nota á heimilinu. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr f...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers konar hljóð gefur minkurinn frá sér?

Minkurinn gefur að jafnaði ekki frá sér mikið af hljóðum en þegar hann er æstur, hræddur eða kvalinn getur hann gefið frá sér eftirtalin hljóð: Hvæs: stutt og kraftlítið hljóð sem aðallega karldýr gefa frá sér þegar þeim er ógnað. Hvæsið er um 0,8 sekúndur að lengd og tíðni þess er 0,6 kHz. Öskur: flókið, misla...

category-iconHagfræði

Hvað merkir hugtakið slæmur banki í fjármálaheiminum?

Slæmur banki (e. bad bank) er hugtak sem notað er þegar banka í fjárhagskröggum er skipt í tvennt og kröfur sem bankinn á og talið er að slæmar horfur séu á að innheimtist að fullu eru færðar yfir í sérstaka stofnun, það er hinn „slæma“ banka. Aðrar eignir bankans eru svo ýmist skildar eftir eða settar í nýja stof...

category-iconJarðvísindi

Hafa jarðskjálftar á Reykjanesskaga valdið miklum skaða?

Ekki er vitað um marga skjálfta með upptök á Reykjanesskaga sem valdið hafa skaða. Áhrifamestur var stærsti skjálftinn sem þar hefur mælst, en hann varð í Brennisteinsfjöllum í júlí 1929, af stærðinni 6,2. Hans gætti nokkuð í Reykjavík, þar sem einhverjar skemmdir urðu á húsum, bæði hlöðnum og steyptum, sprungur ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar strik er sett í reikninginn?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Af hverju er slæmt að setja strik í reikning? Hvers konar strik er það? Orðasambandið að setja/gera strik í reikninginn merkir að eitthvað breyti einhverju, raski einhverju sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Það þekkist að minnsta kosti frá miðri 19. öld samkvæmt Rit...

category-iconLögfræði

Eru einhver lög sem banna auglýsingar á áfengi og tóbaki á íslenskum vefsíðum?

Já. Í 1. málsgrein. 7. greinar laga númer 74 frá 1984 um tóbaksvarnir eru hvers konar auglýsingar á tóbaki og reykfærum bannaðar hér á landi. Einungis eru undanþegin banninu rit sem út eru gefin utanlands af erlendum aðilum á erlendum tungumálum, enda sé megintilgangur þeirra ekki að auglýsa slíkar vörur. Raunar ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað er skammdegisþunglyndi og hvað veldur því?

Þegar geðslag fólks versnar til muna á vissum árstímum getur verið um árstíðarbundið þunglyndi að ræða. Undir árstíðarbundið þunglyndi fellur skammdegisþunglyndi og sumarþunglyndi. Hér verður einkum fjallað um skammdegisþunglyndi. Skammdegisþunglyndi er árstíðarbundin andleg vanlíðan (mood disorder) sem hefst ...

category-iconStærðfræði

Er hægt að spila í rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða?

Upphafleg spurning var þannig: Er hægt og hvernig þá, að spila í nokkurn tíma í venjulegri rúllettu í spilavíti og vera 99-100% öruggur um að græða? Svarið við þessari spurningu er nei og einfaldast er að rökstyðja það og útskýra með því að vísa í sjálft eðli spilavítisins og líkindafræðinnar. Ef þetta væri hægt...

category-iconHugvísindi

Hvenær lærðu Íslendingar að prjóna og af hverjum?

Eftir því sem best er vitað hefur prjón borist til Íslands með kaupmönnum, þýskum, enskum eða hollenskum, á fyrri hluta 16. aldar. Líklegast þykir að þýskir kaupmenn hafi átt mestan hlut að máli. Elsta varðveitta prjónles eða prjónaði fatnaður sem til er á Íslandi og af íslenskum uppruna, mun vera sléttprjónaður b...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getur þú sagt mér um krákur?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hver er munurinn á krákum og hröfnum? Segðu mér allt um krákur. Krákur og hrafnar tilheyra ætt hröfnunga (Corvidae) sem er af ættbálki spörfugla. Um 115 tegundir teljast til ættar hröfnunga, þar af tilheyra um eða yfir 40 tegundir ættkvíslinni Corvus en í þeirri ættkvísl eru ...

category-iconLæknisfræði

Hvernig verka brúnkukrem?

Vísindavefnum hafa borist nokkrar spurningar um brúnkukrem enda hefur notkun slíkra krema aukist verulega síðustu misserin. Hér er einnig að finna svar við spurningunum:Eru brúnkukrem (sólbrúnka án sólar) á einhvern hátt skaðleg húðinni?Hvernig verkar brúnkukrem? Er það bara litarefni sem klessist á húðina eða örv...

category-iconLæknisfræði

Hvernig verka verkjatöflur?

Það fer eftir því hvaða virka efni er í verkjatöflunum hvernig þær vinna. Í grófum dráttum er verkjastillandi lyfjum skipt í þrjá flokka. Í fyrsta lagi eru svokölluð ópíöt en innan þeirra eru morfín og kódeín líklega þekktust. Í öðru lagi eru verkjalyf af öðrum uppruna en ópíöt, til dæmis magnýl og parasetamól, se...

category-iconLæknisfræði

Til hvers er umskurður?

Innskot ritstjórnar: Þetta svar fjallar um umskurð karlmanna. Umskurður kvenna tíðkast einnig á sumum stöðum en er bannaður á flestum vestrænum löndum, enda af mörgum talinn hrottalegri aðgerð og læknisfræðilega vitagagnslaus. Forhúðin Forhúðin er skinnið á limnum sem er aðeins of stórt fyrir han...

Fleiri niðurstöður