Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5181 svör fundust

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig virkar reykskynjari?

Reykskynjari (smoke detector) er tæki sem nemur reyk og gefur þá frá sér merki, oft hljóðmerki, þegar reykurinn nær ákveðnum mörkum. Reykskynjarar eru mjög algeng, einföld og ódýr öryggistæki sem finna má á flestum heimilum og vinnustöðum. Í þeim er yfirleitt nemi og hljóðgjafi. Skynjunarhluti þeirra byggist yfirl...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig hafði kreppan áhrif á bókmenntir (félagslegt raunsæi)?

Í kjölfar verðbréfahrunsins í Kauphöllinni í New York 23. október 1929 skall á heimskreppa sem hafði gífurleg áhrif á líf fólks í hinum vestræna heimi. Lífið varð barátta um brauðið frá degi til dags, atvinnuleysi jókst mikið og fólk stóð í röðum til að komast yfir nauðsynjavörur eins og mat og fatnað. Evrópuþjóði...

category-iconBókmenntir og listir

Eru sögurnar um Önnu í Grænuhlíð sannsögulegar?

Barna- og unglingasagan Anna í Grænuhlíð (e. Anne of Green Gables) kom fyrst út árið 1908 og er eftir kanadísku skáldkonuna Lucy Maud Montgomery, en hún er betur þekkt sem L.M. Montgomery (1874-1942). Skáldsögurnar í bókaflokknum urðu alls átta talsins og fjalla um líf Önnu á mismunandi aldursskeiðum. Sagan hefst ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að vera með verslunaráráttu?

Áráttukennd kaup (e. compulsive buying) einkennast af óhóflegum, óviðráðanlegum, tímafrekum og endurteknum verlsunarferðum eða kaupum. Þessi áráttukenndu kaup hafa slæmar afleiðingar eins og fjárhagslega- og félagslega erfiðleika og telja sumir að þau séu í raun viðbrögð við depurð eða öðrum erfiðum tilfinningum e...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að vera með íkveikjuæði?

Íkveikjuæði (e. pyromania) er vandamál þar sem einstaklingar upplifa mikla löngun til að horfa á eld og kveikja í. Þetta vandamál svipar mjög til spilafíknar eða spilaáráttu og stelsýki. Íkveikjuæðið virðist þó vera töluvert frábrugðið hinum vandamálunum að því leyti að það er algengara að þeir sem kveikja í skipu...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er tunguhaft?

Allir fæðast með svonefnt tunguband sem tengir tunguna við munnbotninn. Það sést ekki nema tungunni sé lyft en þá kemur í ljós áberandi felling í miðlínu slímhúðarinnar í munnbotninum. Á fósturskeiði virðast strengir í munnbotninum, þar á meðal tungubandið, tryggja að hinir ýmsu hlutar munnsins vaxi rétt. Hjá ...

category-iconSálfræði

Af hverju roðnum við þegar eitthvað vandræðalegt gerist?

Roði í kinnum, til dæmis þegar við blygðumst okkar eða erum feimin, kemur fram við svonefnt flótta- eða árásarviðbragð (e. flight-or-fight response). Við verðum líka rjóð í vöngum þegar við reynum á okkur og eins fáum við stundum roða í kinnarnar eftir fullnægingu og þá má nefna roðann kynroða eins og fram kemur í...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað felst í hugtakinu "kaþarsis" í leiklist?

Gríska orðið kaþarsis þýðir "hreinsun" en hefur einnig verið þýtt "útrás". Sem bókmenntahugtak á það uppruna sinn að rekja til forngríska heimspekingsins Aristótelesar. Lærifaðir Aristótelesar, Platon, hafði gagnrýnt harkalega skáldin og skáldskapinn meðal annars með þeim rökum að skáldskapur kynti undir óæskil...

category-iconHeimspeki

Hvað gerir dygðina dýrmæta?

Dygðin er dýrmæt í sjálfri sér og verðlaunar sjálfa sig. En það sem ekki er minna vert er að dygðin er nauðsynlegt skilyrði lífshamingjunnar eða farsældar, ef marka má gríska heimspekinginn Aristóteles. Að vera farsæll maður er meðal annars fólgið í því að vera dygðugur. Platon, lærifaðir Aristótelesar, virðist...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld?

Allar þær villtu kattartegundir sem finnast í dag voru einnig á ferli á ísöld þó útbreiðsla þeirra hafi verið önnur. Við lok ísaldar urðu miklar loftslagsbreytingar, sérstaklega á norðurhveli jarðar, og í kjölfarið dóu nokkrar kattartegundir út. Hér verður fjallað nánar um þau kattadýr sem hurfu við lok síðasta jö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju heita Rauðahaf og Svartahaf þessum nöfnum?

Það er nú einu sinni svo að fyrirbæri fá oft nöfn sem lýsa útliti þeirra eða eiginleikum. Stundum er auðvelt að átta sig á hver vísunin en í öðrum tilfellum liggur málið ekki eins ljóst fyrir. Rauðahafið er dæmi um það, þar sem það er vanalega blágrænt á lit en ekki rautt. Nokkrar kenningar eru til um uppruna naf...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar myndast fellibyljir helst?

Fellibyljir eru skæðastir og algengastir á Kyrrahafi vestanverðu, norðan miðbaugs, frá dægurlínunni vestur til Filippseyja og Suður-Kína og norður til Japans. Á þessu svæði myndast að meðaltali um 20 fellibyljir á ári. Heldur færri, eða 10-12, myndast austan til á Kyrrahafi undan ströndum Mexíkó. Fellibyljir eru e...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt okkur um andarnefjur?

Andarnefjur (Hyperoodon ampullatus) tilheyra undirættbálki tannhvala (odontoceti) og ætt svínhvala eða nefjuhvala (Ziphiidae). Innan þessarar ættar eru þekktar 21 tegund og er andanefjan sú þriðja stærsta, verður allt að 9 metrar á lengd. Dýrin eru nánast tannlaus nema í skolti karldýranna má finna tveggja til fjö...

category-iconHugvísindi

Af hverju verða tröll að steini þegar sólin skín á þau?

Tröll eru ekki til í raun og veru. Þau tilheyra ekki náttúrunni eins og fuglar eða fiskar og þess vegna er ekki hægt að fjalla um ummyndun þeirra í stein með því að útskýra einhver líffræðileg ferli í líkama þeirra, á sama hátt og til dæmis hefur verið fjallað um umbreytingu plantna á koltvísýringi í súrefni eða þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er örnefnið Grýla til og hvað merkir orðið?

Grýla er nafn á allmörgum stöðum í landinu, að minnsta kosti einum 20 talsins, oftast eru það sérkennilegir klettar, drangar eða vörður. Nafnið er hið sama og á óvættinni, sem er í tröllkonulíki og þekkt er úr þjóðtrúnni. En nafnið er einnig til á goshver í Hveragerði í Árnessýslu. Lengi hefur hann verið nefnd...

Fleiri niðurstöður