Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 8469 svör fundust
Hvað er wahhabismi sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu?
Íslam skiptist í tvær greinar, súnníta og sjíta. Flestir Sádi-Arabar eru súnnítar. Wahhabismi er nafnið á hugmyndafræði sem er ríkjandi í Sádi-Arabíu. Hugmyndafræðin á upphaflega rætur sínar að rekja til fræðimanns að nafni Múhammeð ibn Abd Wahhab (1703-1792) sem var uppi á 18. öld. Wahhab var frá Najd, sem er...
Hvað er hvítblæði og hver eru einkennin?
Áður en fjallað verður um hvítblæði er rétt segja aðeins frá blóðmyndandi vef en blóðið samanstendur af vökva sem kallast plasma og þremur frumutegundum sem eru: Blóðflögur: hlutverk þeirra er að hjálpa til við storknun blóðs og stjórna því að blóðið storkni ekki of hægt eða of hratt. Hvít blóðkorn: hlutverk...
Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?
Það verður seint sagt að konur hafi notið mikillar virðingar í Grikklandi hinu forna. Margt af því sem Grikkir töldu einkenna konur og vera kvenlegt mátu þeir lítils; margt af því sem þeir mátu lítils töldu þeir kvenlegt. Almennt var staða kvenna bág, þær höfðu engin pólitísk réttindi og nutu á engan hátt jafnræði...
Hvar finnst veggjalús aðallega á Íslandi og hverjar eru kjöraðstæður hennar?
Veggjalús (Cimex lectularius) er talin upprunnin í Asíu og hefur fylgt manninum frá örófi alda. Á Íslandi hefur hún fundist í byggð í öllum landshlutum. Margir fundarstaðir eru skráðir í gömlum heilbrigðisskýrslum, ekki síst á Vestfjörðum, en skráðir fundarstaðir á seinni tímum eru dreifðir og strjálir. Hér á l...
Hvar komust miðaldamenn í tæri við Biblíuna?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við yfirferð á Egils sögu hjá Endurmenntun HÍ kemur fram að í Egils sögu sé sótt samlíking í Biblíuna. Nú er talið að Egils saga sé rituð um 1220. Þá kemur spurningin, hver var staða Bíblíunnar þá? Ekki var prentun kominn til sögunar var hún þá til eins og við þekkjum han...
Hvar búa kanínur?
Kanínur tilheyra ætt héra (Leporidae) og skiptast í tíu ættkvíslir og 28 tegundir. Ef „búa“ merkir staðurinn þar sem kanínur halda til og gjóta þá er algengt að kanínur geri sér holu í jörðina, jafnvel kerfi af holum. Sumar tegundir, til dæmis margar þeirra sem finnast í Ameríku, gera sér hins vegar hreiður ofanja...
Af hverju er Liechtenstein ekki íslenskað eins og önnur landanöfn?
Í spurningunni kemur réttilega fram að landanöfn séu almennt íslenskuð. Reyndar er vissara að gera hér þann fyrirvara að hugtökin land og landaheiti geta reynst aðeins víðari en hugtökin ríki og ríkjaheiti. Enda þótt Wales og Færeyjar séu lönd, og tefli til dæmis fram landsliðum í Evópukeppnum, þá heyra þau upp að...
Hvað er átt við með hugtökunum grár og svartur markaður?
Hér er eftirfarandi spurningum svarað: Er eitthvað til í hagfræði sem heitir grái markaðurinn? Hvað er átt við með hugtakinu svarti markaðurinn og hvað er svartamarkaðsbrask? Hugtakið svartur markaður er notaður til að lýsa vettvangi fyrir ólögleg viðskipti. Þau geta vitaskuld verið margs konar og mismunand...
Hver er saga nasistamerkisins eða hakakrossins?
Merkið sem nasistar tóku upp sem tákn Þriðja ríkisins nefnist ýmist hakakross eða swastika, en orðið sauvastika merkir „heillamerki“ eða „heillagripur“ í sanskrít. Uppruni og merking Hakakrossinn á sér bæði merka og langa sögu. Í fornum menningarsamfélögum var hann notaður sem tákn ýmissa fyrirbæra, en þó e...
Hvernig var tertíertímabilið á Íslandi?
Tertíertímabilið hófst fyrir 65 milljón árum, um það bil sem Norður-Atlantshaf tók að opnast. Frá þeim tíma, þegar Ameríku- og Evrópuflekarnir voru að gliðna sundur, eru eldgosamyndanir á Norður-Írlandi, Skotlandi, Færeyjum og Austur-Grænlandi. Neðansjávarhryggur frá Grænlandi um Ísland til Færeyja „yngist“ úr báð...
Geta tilskipanir ESB tekið gildi á Íslandi án þess að vera samþykktar af hérlendum yfirvöldum?
Í 7. grein EES-samningsins er kveðið á um skyldu Íslands og annarra EFTA/EES-ríkja til að taka afleidda löggjöf Evrópusambandsins, reglugerðir og tilskipanir, upp í landsrétt sinn á þeim sviðum sem EES-samningurinn nær til. Engar gerðir Evrópusambandsins verða þó skuldbindandi að íslenskum rétti nema með samþykki ...
Hvaða kostir og gallar fylgja afnámi verðtryggingar af húsnæðislánum?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hverjir eru kostir og gallar við afnám verðtryggingar á húsnæðislánum á Íslandi? Það er flestum á aldrinum milli 25 ára og 35 ára ofviða að greiða íbúðarhúsnæði út í hönd. Við því má bregðast með tvenns konar hætti. Í fyrsta lagi með því að leita á leigumarkað. Í öð...
Hvernig voru mælieiningar staðlaðar á Íslandi áður en metrakerfið var tekið í notkun?
Upprunalega spurningin var: Hvernig hafa Íslendingar staðlað mælieiningar í gegnum tíðina áður en metrakerfið var tekið í notkun? Danskir kaupmenn höfðu einokun á verslun á Íslandi 1602–1787. Átjánda öldin var Íslendingum á margan hátt erfið sökum drepsótta og harðindaára. Verslun dönsku kaupmannanna gekk m...
Hvernig fara fræðimenn að því að flokka eddukvæði?
Í ljósi þess að hugtakið eddukvæði er aðallega notað um kvæðin í handritinu Konungsbók hefur handritið iðulega mótað hvernig fræðimenn hugsa um flokkinn eða bókmenntagreinina ef eddukvæði eru skilin sem bókmenntagrein. Þannig er sú siðvenja að flokka kvæðin eftir umfjöllunarefni í goða- og hetjukvæði mjög undir áh...
Hversu margir bæir eða þorp á Íslandi standa fjarri sjó?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hvað eru margir bæir/þorp á Íslandi sem eru ekki við sjó? Að baki orðunum bær og þorp liggja ekki skýrar skilgreiningar, það er ekkert sem segir hvenær húsaþyrping verður að þorpi eða bæ. Hér þarf því að byrja á að ákveða hvaða merkingu á að leggja í orðin. Ein leið e...