Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 841 svör fundust

category-iconStærðfræði

Hver var Gottfried Wilhelm Leibniz og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Gottfried Wilhelm Leibniz (1646-1716) var þýskur heimspekingur og stærðfræðingur, og reyndar lögfræðingur, diplómat, sagnfræðingur og uppfinningamaður, svo eitthvað sé nefnt. Hann er þekktastur fyrir að leggja, samhliða Isaac Newton, grunninn að örsmæðareikningnum, einni hagnýtustu grein stærðfræðinnar, og gefa h...

category-iconHeimspeki

Hver setti fram þá tilgátu að hreyfing væri ekki til? Er hún sönn?

Þá tilgátu að ekkert geti hreyfst má rekja til Parmenídesar frá Eleu, sem var grískur heimspekingur á fimmtu öld fyrir Krist. Parmenídes setti kenningu sína um að hreyfing og raunar öll breyting væri ómöguleg fram í löngu kvæði sem enn er varðveitt að hluta. Og þótt kenningin gangi í berhögg við daglega reynslu al...

category-iconTrúarbrögð

Hver er uppruni hugtaksins heilagur andi?

Að kristnum skilningi er heilagur andi andi Guðs og er uppruna hugtaksins heilagur andi að finna í Biblíunni. Í Gamla testamentinu er litið á anda Guðs eða heilagan anda sem mátt eða kraft frá Guði. Hann er nefndur í sköpunarsögunni: “Andi Guðs sveif yfir vötnunum" (1. Mósebók 1.2) og í einum Davíðssálmi segir: “F...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað eru til margar bananategundir í heiminum?

Bananaplöntur eru meðal elstu nytjaplantna. Fornleifafræðingar telja að uppruna bananaræktunar megi rekja allt að 10 þúsund ár aftur í tímann, til landa í Suðaustur-Asíu, eyja Indónesíu og Papúa Nýju-Gíneu. Þaðan bárust bananar smám saman til annarra landa. Talið er að bananar hafi mögulega verið komnir til Madaga...

category-iconEfnafræði

Hvert er rétt hlutfall á frumefnunum kopar og tini í bronsi?

Kopar er frumefni númer 29 í lotukerfinu og hefur efnatáknið Cu sem er skammstöfun á latneska heiti þess cuprum, stytting á „aes Cyprium“ (málmur frá Kýpur), en á Kýpur voru þekktar koparnámur í fornöld. Kopar er rauð-appelsínugulur eða rauð-brúnn á lit. Liturinn er einkennandi fyrir málminn enda flestir aðrir mál...

category-iconTrúarbrögð

Hvað getið þið sagt mér um Martein Lúther?

Í Marteini Lúther mætast andstæður, jafnvel öfgar. Þetta á jafnt við um persónu Lúthers og þá hreyfingu sem hann ýtti úr vör. Þegar í aflátsdeilunum 1517 verður ljóst að breytingarnar sem guðfræði Lúthers fela í sér er ekki hægt að skilgreina með tilvísun til tíðarandans, skipulags samfélagsins eða uppbyggingar ki...

category-iconMálvísindi: almennt

Hver er uppruni og bygging pólsku?

Pólska er slavneskt mál, nánar tiltekið vesturslavneskt mál. Slavnesk mál tilheyra indóevrópsku málaættinni og eru því skyld germönskum, rómönskum, keltneskum og mörgum fleiri málum. Þau greinast í austur-, vestur- og suðurslavnesk mál. Austurslavnesk eru: rússneska, úkraínska og hvítrússneska. Vesturslav...

category-iconLæknisfræði

Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?

Bóluefni eru dauðir eða veiklaðir skaðlausir sýklar, bakteríur, veirur, sveppir eða sníkjudýr, eða einstakar sýklasameindir, sem vekja ónæmissvar hjá þeim sem eru bólusettir og geta verndað þá gegn sjúkdómum sem sýklarnir valda annars. Ónæmissvarið sem myndast gegn bóluefninu getur verndað okkur gegn sjúkdómi þega...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er kertalogi?

Kertalogi er til kominn við það að vaxið í kertinu brennur. Bruni efnis felst í því að viðkomandi efni gengur í efnasamband við súrefni andrúmsloftsins. Við það rofna súrefnissameindir sem eru táknaðar með O2(g), þar sem bókstafurinn g táknar að efnið er í gasham.Sameindirnar í vaxinu má rita sem CnHm þar sem...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur ofgnótt streituhormónsins kortisól valdið svefnleysi?

Þegar fólk verður stressað eykst magn streituhormónsins kortisóls í blóði. Nánar tiltekið eykst svokallað stýrihormón nýrnahettubarkar (SHNB eða ACTH) sem aftur eykur seyti kortisóls og skyldra streituhormóna í blóðrásina. Þetta streituviðbragðakerfi veldur örvun og svefnleysi. Rannsakendur við Svefnrannsókna- og ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar lifir hnísan?

Hnísan (Phocoena phocoena), eða selhnísa eins og hún var kölluð hér áður fyrr, er minnsti hvalur sem finnst hér við land. Hún er aðeins á bilinu 150 til 190 cm á lengd og vegur á milli 50 og 70 kg. Hnísan er af undirættbálki tannhvala (Odontoceti) og var áður talin tilheyra höfrungaætt (Delphinidea). Með aukinni þ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast maurar í Vestmannaeyjum og annars staðar á Íslandi?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Já, það finnast maurar á Íslandi og vel getur verið að þeir hafi slæðst til Vestmannaeyja en þeir eru ekki mjög algengir. Allt frá árinu 1994 hefur svonefndur blökkumaur (Lasius niger) fundist af og til hér á landi og árlega síðan 2002. Blökkumaur (Lasius niger). M...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Finnast krókódílar í ánni Nam Sam í Laos?

Að öllum líkindum finnast ekki lengur krókódílar í ánni Nam Sam í Laos. Áður fyrr var síamskrókódíllinn (Crocodylus siamensis) útbreiddur um mestallt Indókína, frá Búrma í vestri, um Kambódíu, Laos og til Víetnam. Tegundin lifði einnig á Borneó og jafnvel líka á eyjunni Jövu. Síamskrókódíllinn fannst í hvers kyns ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Skemmir sódavatn tennur?

Í stuttu mál er sódavatn ekki glerungseyðandi nema sýru, eins og til dæmis sítrónusýru, sé bætt út í það. Íslenskt vatn er frekar basískt og hefur pH-gildi talsvert yfir 7,0 (sem er hlutlaust). Þegar vatni er breytt í gosvatn með því að setja í það kolsýru lækkar pH-gildi þess og það verður súrara en venjulegt ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða brauð er þetta sem prestar sækja stundum um?

Öll spurningin hljóðaði svona: Af hverju er talað um "að sækja um brauð" þegar prestur sækir um starf sem sóknarprestur? Brauð þekkist hérlendis í merkingunni ‘staða prests’ að minnsta kosti frá fyrsta þriðjungi 18. aldar samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans. Notkunin er hugsalega orðin til fyrir áhrif...

Fleiri niðurstöður