Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconBókmenntir og listir

Hvar fundust öll íslensku handritin?

Upphaflega spurningin hljóðaði svo:Hvar fundust handritin? Handritin að Íslendingasögunum? Talið er að íslensk handrit og brot úr handritum séu allt að 20.000. Þar af eru tæplega 1.400 handrit frá miðöldum, það er skrifuð um eða fyrir miðja 16. öld. Handrit og brot úr handritum frá miðöldum á norrænu eru um 860...

category-iconFélagsvísindi

Hvað felst í fráfalli friðhelgisréttinda Íslands samkvæmt 18. gr. Icesave-samningsins?

Í þjóðarétti er það meginregla í samskiptum ríkja að ekkert ríki hefur lögsögu yfir öðru. Í því felst að lausn ágreiningsmála og deilumála fer allajafna fram með öðrum hætti en í samskiptum einstaklinga. Málsóknir fyrir dómstólum eru til dæmis háðar því að samkomulag milli ríkjanna sé um slíkt og eitt ríki verður ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru sólgos og segulstormur?

Annað slagið birtast sólblettir á sólinni. Sólblettir eru virk svæði á sólinni þar sem segulsviðið er mjög sterkt og sýnast þeir dökkir því þeir eru svalari en aðliggjandi svæði. Fyrir kemur að orka hleðst upp í nánd við sólblettina. Þegar hún losnar skyndilega úr læðingi verður til sólblossi (sólgos). Sólblossi s...

category-iconStærðfræði

Hver var Sophus Lie og hvert var framlag hans til stærðfræðinnar?

Niðurstaða óformlegrar og óvísindalegrar könnunar, sem höfundur þessa svars framkvæmdi á gagnabanka Ameríska stærðfræðafélagsins, er að Norðmaðurinn Sophus Lie (1842-1899) sé áhrifamesti stærðfræðingur sem uppi hefur verið. Gagnabankinn geymir upplýsingar um öll rannsóknarrit í stærðfræði sem komið hafa út á alþjó...

category-iconStærðfræði

Hver var Emmy Nöther og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

Amalie Emmy Nöther fæddist árið 1882 í gyðingafjölskyldu í Erlangen í Bæjaralandi í Þýskalandi. Faðir Emmy var stærðfræðingurinn Max Nöther en móðir hennar hét Ida Kaufmann. Hún hafði upphaflega ætlað að verða tungumálakennari, en tók síðan að nema stærðfræði sem áheyrnarnemandi hjá föður sínum við Háskólann í Erl...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Af hverju völdu Bandaríkjamenn Híróshíma og Nagasakí sem skotmörk?

Þann 6. ágúst 1945 var kjarnorkuvopnum beitt í fyrsta skipti þegar Bandaríkjamenn vörpuðu sprengju á japönsku borgina Híróshíma. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á borgina Nagasakí. Vorið 1945 var staðan í seinni heimsstyrjöldinni sú að stríðinu við Þjóðverja var lokið en Japanir neituðu að gefast upp. ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru menn eina dýrategundin sem getur látið hár síkka óendanlega?

Í örstuttu máli þá vex hár manna ekki endalaust, ekki frekar en annarra dýra. Hár eða feldur er eitt af einkennum spendýra, þótt reyndar séu tegundir sem hafa að mestu tapað feldinum eins og hvalir. Það er hins vegar mjög breytilegt á milli tegunda hversu langt eða „sítt“ hárið verður. Það sem meira er, það ge...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað einkennir fornaldarsögur?

Eitt helsta einkenni fornaldarsagna er tenging þeirra við fortíðina, hina óræðu „fornöld“, sem markast af baklægum efnivið þeirra um leið og hún mótar grundvöll – ásamt öðrum einkennum – að því sem kalla mætti sjálfstæða grein bókmennta eða tegund. Fortíðin er að vísu misfjarlæg og nær allt frá átakatímum evrópskr...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er það rétt sem stendur á skilti í Snæfellsbæ að atburðir á Íslandi hafi orsakað stríð milli Englendinga og Dana á 15. öld?

Spurning Sigurðar var í löngu máli og hljóðar í heild sinni svona: Sæl. Við Björnsstein á Rifi í Snæfellsbær er skilti. Þar er saga steinsins sögð í grófum dráttum og í endann kemur það fram að Ólöf ríka hafi farið með mál sitt til Danakonungs sem varð til þess hann gerði nokkur ensk kaupskip upptæk í Eystras...

category-iconTölvunarfræði

Hver var Ada Lovelace?

Stærðfræðingurinn Ada King, greifynjan af Lovelace (1815-1852), er jafnan talin vera fyrsti forritari sögunnar. Eftir andlát hennar var lítið fjallað um hana lengi vel en það hefur breyst á undanförnum áratugum. Augusta Ada Byron, síðar Lovelace, fæddist 10. desember 1815 í Piccadilly Terrace, nú í London. Fore...

category-iconLæknisfræði

Hvaða áhrif hefur COVID-19 á börn og geta hættulegir fylgikvillar komið fram?

Þegar nýr heimsfaraldur skellur á er forgangsatriði að átta sig á hvaða einstaklingsbundnu þættir hafa áhrif á alvarleika sjúkdómsins. Sá einstaklingsbundni þáttur sem virðist skipta mestu máli í COVID-19 er aldur: með hækkandi aldri eykst hættan á alvarlegum veikindum og dauðsföllum. Hins vegar ber að undirstrik...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvar pissar maður á leiðinni til tunglsins?

Hér er einnig svarað spurningunni:Er hægt að pissa í geimnum? Ekki hafa verið farnar mannaðar ferðir til tunglsins síðan snemma á 8. áratug síðustu aldar þannig að enginn hefur þurft að pissa á þeirri leið í langan tíma. Síðast þegar einhver þurfti að pissa á leið til tunglsins var aðstaðan hins vegar mjög bágb...

category-iconÞjóðfræði

Hvenær varð jóladagatal algengt á heimilum fólks?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:Hver er uppruni jóladagatalanna (þessara hefðbundnu með 24 gluggum sem opnaðir frá 1. - 24. desember) og hvenær bárust þau fyrst til Íslands? Eins og svo margir aðrir jólasiðir á jóladagatalið uppruna sinn í Þýskalandi en hefur væntanlega borist til Íslands frá Danmörku. Ef...

category-iconJarðvísindi

Hvernig mynduðust Tröllabörn í Lækjarbotnum?

Tröllabörn er heiti á nokkrum fagursköpuðum kleprahrúgöldum sem liggja í vegkanti Suðurlandsvegar, rétt utan við höfuðborgina. Tröllabörn eru eitt hinna fjölmörgu náttúrufyrirbrigða á Íslandi sem fá litla athygli þrátt fyrir fegurð og sérkenni sem ekki sjást víða á landinu. Án efa átta margir sig á tilvist Trölla...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var Jón Vilhjálmsson Craxton Hólabiskup? Var hann Englendingur eða norskur? Lengst af hafa biskupar á Íslandi verið íslenskir menn. Þetta er í raun og veru langt frá því að vera sjálfsagt. Kaþólska miðaldakirkjan var alþjóðleg stofnun. Þrátt fyrir biskupskjör í e...

Fleiri niðurstöður