Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Er einhver munur á því 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:Hver er munurinn á merkingu orðtakanna 'að ganga af göflunum' og 'að ganga berserksgang'?Orðið gafl er notað um vegginn fyrir enda húss, hússtafn, endafjalir í kassa, kistu eða rúmi og fleira af þeim toga. Orðasambandið að ganga af göflunum, sem notað er í merkingunni að 'missa...

category-iconUnga fólkið svarar

Í hvaða fjórum löndum búa Samar?

Samar búa í norðurhéruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og á Kólaskaga í Rússlandi. Heimkynni Sama. Samar eru flestir í Noregi, eitthvað um 40.000, um 20.000 í Svíþjóð, 6.000 í Finnlandi og 2.000 í Rússlandi. Þessar tölur eru þó nokkuð á reiki og þar með tölur um heildarfjölda Sama. Ástæðan er meðal annars sú...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merkingin í orðinu köflóttur?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hver er uppruni orðsins köflótt og til hvaða mynstra nær hugtakið? Getur skákborð verið köflótt? Lýsingarorðið köflóttur er leitt af nafnorðinu kafli 'hluti af einhverju, þáttur í bók, tímabil'. Það er myndað með viðskeytinu –óttur og hljóðvarpi rótarsérhljóðs (a > ö). O...

category-iconMálvísindi: almennt

Hvernig segir maður eða skrifar "nörd" á latínu?

Enska orðið "nerd" kemur fyrst fyrir í sögunni If I ran the Zoo eftir dr. Seuss árið 1950. Síðan þá hefur það öðlast neikvæða merkingu og er farið að merkja manneskju sem kann sig ekki og er félagslega vanhæf (þótt merking þess hafi síðan mildast aftur, eins og hægt er að lesa um í svörum Heiðu Maríu Sigurðardóttu...

category-iconJarðvísindi

Af hverju dóu allar risaeðlur út af einum loftsteini?

Ekki er vitað með vissu hvað það er sem olli útdauða risaeðlannna í lok Krítartímabilsins fyrir um 65 milljón árum síðan. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um þetta en flestir hallast þó að því í dag að loftslagsbreytingar í kjölfar mikilla náttúruhamfara hafi verið megin orsökin. Í svari sínu við spurningunni, E...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hvers vegna eru litir í öllum hlutum?

Til þess að svara þessari spurningu þurfum við fyrst að átta okkur á hugtakinu litir. Litirnir verða til í samspili milli tíðnidreifingar í ljósinu kringum okkur og sjónskynjunarinnar. Hægt er að lesa meira um það í löngu og ýtarlegu svari við spurningunni Hvað eru litir? eftir Þorstein Vilhjálmsson. Sólarlj...

category-iconSálfræði

Hvað er kulnun í starfi?

Það er talað um kulnun í starfi þegar fólk getur ekki sinnt vinnunni sinni á fullnægjandi hátt lengur vegna þess að því finnst það vera örþreytt og úrvinda, hefur streitueinkenni, er sinnulítið um vinnuna, hefur litla starfslöngun og finnst það vanhæft til að sinna skyldum sínum á vinnustað. Auðvitað er fólk mi...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru mörg efni í líkamanum (ég vil fá nákvæma tölu)?

Samkvæmt svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Hver eru helstu frumefni líkamans? eru 26 frumefni í líkama okkar. Fjögur þeirra, súrefni, kolefni, vetni og nitur eru langalgengust því samtals eru þau um 96% af líkamsmassa okkar. Önnur níu eru samtals 3,9% af líkamsmassanum. Það eru kalk, fosfór, kal...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær kom fyrsti kötturinn til Íslands?

Lítið sem ekkert hefur fundist af beinaleifum katta við fornleifarannsóknir á Íslandi og þeirra er ekki víða getið í fornum heimildum eins og Gunnar Karlsson kemur inn á svari sínu við spurningunni Kattbelgir eru nefndir meðal íslenskra söluvara á miðöldum. Er vitað til að kettir hafi verið ræktaðir til þess arna?...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er 2 í veldinu 1234? Hvað þarf marga tölustafi til að skrifa hana í venjulega tugakerfinu?

Það er oft vandkvæðum háð að sjá framsetningar stórra talna eins og 21234 því allar reiknivélar, og flest reikniforrit, taka ekki í mál að birta hana heldur skila villu eða óendanlegu. Þó má reyna að átta sig á stærð hennar og fjölda tölustafa með öðrum aðferðum. Einfalt bragð sem er hægt að beita er að skoða logr...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hefur sjórinn alltaf verið saltur?

Það var enski vísindamaðurinn Edmond Halley (1656-1742) sem fyrstur færði að því rök að selta sjávar stafi af efnaveðrun á landi og að hin uppleystu efni berist til sjávar með straumvötnum. Hann veitti því meðal annars athygli að vötn og innhöf, sem ekkert frárennsli hafa, eru sölt. Þess vegna er það vafalaust að ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju svitna sumir menn um nætur?

Nætursviti getur átt sér fjölmargar orsakir, hann getur verið sauðmeinlaus en hann getur líka stundum verið merki um alvarlegan sjúkdóm. Nætursviti stafar oft af því að of heitt er í herberginu eða viðkomandi notar of heit náttföt eða of heita sæng. Stundum þarf einungis að opna glugga eða fá sér kaldari sæng....

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er hægt að senda fólk á milli staða með teleport-tækni? - Myndband

Engin þekkt tækni eða eðlisfræðileg lögmál leyfa slíkan flutning á efni milli staða þannig að svarið við spurningunni er ótvírætt nei! Hins vegar hefur hugtakið "quantum teleportation" verið notað fyrir flutning á ástandi skammtafræðilegs kerfis. Slíkan „ástandsflutning“ má til dæmis framkvæma með því að senda ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju skemmir sykur tennur?

Það eru sýrumyndandi sýklar sem skemma tennurnar í okkur. Sykur auðveldar vöxt sýklanna og þess vegna er meiri hætta á tannskemmdum ef við borðum mikinn sykur. Það hefur sitt að segja í hvaða formi sykurinn er og eins hversu oft við neytum hans. Sykur auðveldar vöxt sýkla.Sykur í karamellum loðir til dæmis len...

category-iconMálvísindi: íslensk

Nú er smá rifrildi í gangi, er til eitthvað rammíslenskt orð yfir pokann sem maður notar til að sprauta rjóma, kremi og majónesi?

Þríhyrningslaga plastpoki er gjarnan notaður þegar sprauta þarf rjóma, kremi eða majónesi á kökur eða rétti. Svo virðist sem hann sé oftast kallaður sprautupoki. Er það sama orð og notað er í dönsku og norsku, það er sprøjtepose og sprøytepose. Þríhyrningslaga plastpoki er gjarnan notaður þegar sprauta þarf rj...

Fleiri niðurstöður