Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 7952 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er að vera 'heill á húfi'?

Orðið húfur merkir ‘síða eða bógur skips’, en í orðtakinu að vera heill á húfi er upprunalega merkingin ‘skip’, það er 'að vera heill á skipinu' (hluti fyrir heild). Sjálft orðasambandið merkir að ‘vera óskaddaður’ og er oftast notað um þann sem hefur verið í hættu staddur. Þá er gjarnan sagt: ,,Þeir komu í leitir...

category-iconSálfræði

Er til fólk sem veit ekki muninn á draumi og veruleika?

Þetta er erfið spurning sem Atli Harðarson hefur meðal annars fjallað um fyrir okkur í svari við spurningunni Er möguleiki að okkar raunveruleiki sé draumsýn eða jafnvel skapaður veruleiki, samanber kvikmyndina The Matrix? Kvikmyndagerðarmenn dansa oft á línunni milli draums og veruleika í verkum sínum. Úr mynd I...

category-iconHugvísindi

Hver dó fyrstur vegna byssu?

Það er engin leið að segja til um það hver sá var sem fyrstur dó vegna byssu. Ástæðan er sú að við vitum ekki hvenær fyrst var skotið úr byssu, hvar nákvæmlega það átti sér stað eða hverjir þar voru að verki. Eins vitum við ekki hvort sá sem fyrstur dó vegna byssu hafi látist vegna þess að byssunni var beint a...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju sóla eðlur sig?

Eðlur hafa misheitt (e. exothermic) blóð, ólíkt til dæmis spendýrum og fuglum sem hafa jafnheitt (e. endothermic) blóð. Eðlurnar þurfa þess vegna að nýta varma úr umhverfinu til að halda líkamanum heitum en dýr með jafnheitt blóð geta stýrt líkamshitanum sjálf með efnaskiptum. Þegar við sjáum eðlur í sólinni er...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort lenti höggið á höfðinu eða herðunum þegar menn voru klofnir í herðar niður í Íslendingasögunum?

Í Njáls sögu segir frá því í 120. kafla að Ásgrímur Elliða-Grímsson og Njáls synir gengu til búðar Þorkels háks í leit að liðveislu á þingi. Hvöss orðaskipti urðu milli Skarphéðins Njálssonar og Þorkels. Þorkell þreif sax sitt og Skarphéðinn stóð með reidda öxina og sagði: „Ger þú nú annaðhvort Þorkell hákur að s...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið formyrkvaður og hvenær var það fyrst notað?

Sögnin að formyrkva ‛myrkva, gera dimman’ kemur fyrst fyrir í málinu 1558 svo vitað sé í þýðingu Gísla Jónssonar á Margarita Theologica … samkvæmt riti Christians Westergaards Nielsens Låneordene i det 16. århundredes trykte islandske litteratur frá 1946. Að baki liggur danska orðið formørke í sömu m...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er völva tökuorð?

Orðið völva er ekki tökuorð heldur íslenskt og þekkist allt frá fornu máli. Beyging orðsins var þá í eintölu: Nf. völva Þf. völu Þgf. völu Ef. völu Síðar gerðist tvennt. Annars vegar þröngvaði -v- sér...

category-iconMálvísindi: íslensk

Við tölum til dæmis um að hlutir séu kolsvartir og rósrauðir. En hver er skýringin á því að hlutir séu heiðgulir?

Nafnorðið heið merkir ‛skýlaus himinn, bjart loft’. Það er í þágufalli heiði og af þeirri mynd er leidd hvorugkynsmyndin heiði í sömu merkingu. Vel er þekkt að sagt sé: „sól skín í heiði“ ef úti er glaðasólskin og skýlaus himinn. Sólin er þá sterkgulur hnöttur í heiðríkjunni og er ekki ólíklegt að litarheiti...

category-iconVísindi almennt

Hver er munurinn á gervivísindum og vísindum? - Myndband

Orðið hindurvitni er í nútímamáli nátengt hugtökum eins og hjátrú, dulspeki, gervivísindum og hjáfræði. Menn hafa lengi viljað hafa orð um slíkt þó að það kunni að vilja renna úr greipinni eins og laxinn. Hugsanleg skilgreining er sú að hindurvitni séu allar hugmyndir manna sem stangast á við almenna, viðtekna þek...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju heitir hún kokteilsósa?

Orðið kokkteill, kokteill er fengið að láni úr ensku cocktail. Það merkir orðrétt 'stél á hana', (cock 'hani', tail 'stél'). Samkvæmt Oxford English Dictionary var farið að nota orðið yfir blandaða áfenga drykki þegar í upphafi 19. aldar en skýringin á því hvers vegna þetta orð var notað virðist týnd. Elstu dæm...

category-iconVeðurfræði

Hvað hafa fallið mörg skaðleg snjóflóð á Íslandi frá árinu 1900?

Í gagnagrunn Veðurstofunnar er skráð 3751 færsla frá árinu 1900 þar sem eitthvert tjón varð vegna snjóflóða. Í mörgum tilfellum er einungis um að ræða tjón á girðingum eða jafnvel bara að flóðið lokaði vegi. Á Íslandi hefur beint efnahagslegt tjón af völdum snjóflóða verið nálægt 7 milljörðum króna frá árinu 19...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hverjar eru rætur eða uppruni orðsins fórn?

Orðið fórn 'fórnfæring; hlutur eða annað sem fórnað er, offur' þekktist þegar í fornu máli. Eiginleg merking er 'það sem guðunum er fært'. Orðið er einnig til í nýnorsku fȏrn 'gjöf, sending' og í danskri mállýsku forn 'gjöf sem gefin er til veislu'. Mynd sem franski rithöfundurinn, listamaðurinn og landkö...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland?

Alþekkt er sögnin um Hrafna-Flóka Vilgerðarson í Landnámabók sem sat í Vatnsfirði við Barðaströnd heilan vetur en kvikfé hans féll um veturinn af heyleysi. „Var vor heldur kalt. Þá gekk Flóki norður á fjöll og sá fjörð einn fullan af hafísum; því kölluðu þeir landð Ísland.“ (Íslenzk fornrit I:38-39). Ísland stóð...

category-iconHugvísindi

Hvort á maður að segja viskustykki eða viskastykki og hvað er átt við með orðinu?

Bæði orðin viskustykki og viskastykki eru vel þekkt um land allt. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru þó engin dæmi um viskastykki, aðeins viskustykki. Halldór Laxness talar um hinn alltuppþurrkandi hollustusvip viskustykkisins í Fuglinum í fjörunni 1932 og í Gerska æfintýrinu virðist hann nota viskustykki sem ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar búa flestir frumbyggjar Ástralíu?

Talið er að frumbyggjar Ástralíu hafi verið á bilinu 315.000-1.000.000 fyrir komu hvítra manna. Eins og víða annars staðar fækkaði frumbyggjum eftir að Evrópumenn settust að í landi þeirra og hélt sú þróun áfram fram á 20. öldina; talið er að í kringum 1920 hafi fjöldi þeirra verið kominn niður í 72.000. Síðustu á...

Fleiri niðurstöður